Alþýðublaðið - 12.11.1919, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.11.1919, Blaðsíða 4
4 íyrirtæki. BrauÖgerðin er eign veik- lýð-ifélaganna hér í bænum og stofnuð og undirbúin af Fulltrúa ráði verklýðsfélaganna. í nefndinni sem vann að fyrsta undirbúningi í>essartnáls, voru þeir Ólaf«r;,^ð riksson og Þorvarður Þorvaiðsson sem nú eru frambjóðendur A1 þýðuflokksins við þingkosningarnar 15 nóv; þriðji maður í nefndinni var Eiríkur Helgason nú prestur að Sandfelli í Öræfum. Egill. lerkílegt tímanna tákn. Það er vert að veita því eftir- tekt, að flestir yngri mentamenn hér í bæ munu ætla að kjósa fulltrúa Alþýðuflokksins. Þetta er ekkert kosningagaspur, því eg hefl reynt að kynna mér hug þeirra manna, sem seinna meir munu eiga að verða leiðandi menn þjóð- arinnar. Eg hefi einkum viljað sjá, hvort þeir trúi lengur þeim sem efst setja gullið, en láta mentun og gáfur sig litlu skifta. Ekki hvað sízt eru allir stúdentar og Mentaskólapiltar þeir, er um stjórnmál hugsa, sárgramir yfir málgagni Coplands og Thorsteins- son, Einari Arnórssyni prófessor juris, sem bæði er starfsmaður hins íslenzka Háskóla-og ritstjóri Morgunblaðsins, sem vill setja gullkálfinn fyrir altarið og láta oss krjúpa honum. Einar Arnórs- son hefir fyrri lotið gullinu og gerir það nú aftur, en vér hinir yngri, vér gerum það aldrei. Yér höfum þá sannfæringu, sem ekki íæst fyrir peninga! Stúdent. Fyrirspurn. Morgunblaðið mælir fastlega með þremur frambjóðendum hér. Veit ekki lagaprófessorinn, að það má ekki kjósa nema 2. Svar: Einar ætlar að eftirláta Árnesingum 1, því öllum fram- bjóðendum þess kjördæmis mælir hann í móti. ALÞÝHUBLAÐIÐ l.augaveg 43 15. Jóla- og nýjárskort stórt og fjölbreytt úrval. Einnig afmælis- og fleiri tækifæriskort. Heillu- óskabréf. Von á nýjum tegundum innan skamms. Friöfinnur Guöjónsson, TII sölu svellþykk peisa og ágæfur skinnjakki. TækifSerisverð. Til sýnis á afgr. Alþýðublaðsins. Olítiofnar eru „lakkeraðir" ogyg^rðir sem nýir. Gert við ■lampa og lampagrindur á Laugaveg 27. Ágæt sítrónuolía, á 5 kr. pelinn, fæst í Alþýðubrauðgerðinni. 01 I I 0 Háttvirtu kjósendur! 1 0 T I Þið eruð milli vonar og ótta. Á kjördegi verður mikill fjöldi yðar fyrir vonbrigðum. Leitið hughreystingar á meðan óvissán kvelur yður og lítið inn í lírtsölmia í verzlun Árna Eiríkssonar og skoðið það sem þar er um að velja. Og svo á siðan, þegar vonbrigðin á kjöidegi leggjast eins og farg á hjarta yðar þá kaupið heimilisgleðina fyrir fáeinar krónur. Eg er til sýnis í glugganum. Vinsamlegast „Charles Chaplin11. 01 Sala á bæjarmónum fer framvegis fram á Slökkvistöðinni á skrifstofu bæjargjaldkera. Par verða og afgreidd önnur mál, sem til þessa voru afgreidd á seðlaskrifstofunni, en hún er nú lögð niður. Afgreiðslumaður þessara mála hefir síma nr. 693 (ekki nr. 17). Borgarstjórinn í Reykjavík 11. nóv. 1919. K. Zimsen. Wataillajil „Ftisltf heldur opinn fund fimtudaginn 13. þ. m. kl 8í G.-T.-húsinu. Á fundinum mæta baðir frambjóðendur alþýðunnar og tala. Allar alþýðukonur velkomnar á fundinn. Félagskonur ámintar um að mæta. Sljórnin. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.