Laugardagsblaðið - 30.10.1954, Side 2
2
LAVGARDAGSBLAÐIti
Laugardagur 30. október 1954
Fimmtugur
Jón Morðf jörð
bæjargjaldkeri
í dag er Jón NorðfjörS, bæjar-
gjaldkeri og leikstjóri, fimmtug-
ur. Hann er freddur hér á Akur-
eyri 30. okióber 1904. Foreldrar
hans voru Álfbelður Einarsdóttir,
leikkona, og Snæbjörn Norð-
fjörð, verzlunaimaður. Ólst Jón
upp hjá móður sinni og manni
hennar, Halldóri Friðjónssyni,
ritstjóra.
Tæpt tvítugur að aldri réðst
Jón í þjónustu Akureyrarbæjar
fyrst, sem skrifari bæjarstjóra,
s ðan aðalbókari og nú sem aöal-
gjaldkeri. Hanr. á sæti í stjórn
Eftirlaunasjóðs Akureyrarbæjar,
og hefir verið ritari Starfsmanna-
félags bæjarins nær óslitið frá
stofnun þess.
Kunnastur er Jón þó fyrir störf
sín í þágu leiklis'arinnar. Hann
hóf ungur að fást við leiklist, og
starfaði um mörg ár sem leikari.
Hafði fengið m'kla reynslu í þeim
efnum, er hann fór utan til leik-
náms í leikskóia Konunglega leik-
hússins í Kaupmannahöfn, þar
sem hann dvaldist 1936—37. Nú
fyrir skömmu dvaldist hann er-
lendis á ný og kynnti sér þá nýj-
ungar í leiklist. í utanferðum sín-
im hefir hann tekið þátt í le.k-
.ýningum og komið fiam í út-
. arpi bæði í Danmörku og Sví-
þjóð.
Jón hefir verið einn af aðal-
eikstjórum Leikfélags Akureyrar
irum saman og af leikritum þelm,
jr hann hefir sett á svið má
íefna: Skálholt, Gullna hliðið,
sýjársnóttina, Fjalla Eyvind,
Dóma og Kinnarhvolssystur, auk
fjölmargra gamanleikja. Hlutverk
þau, er hann hefir leikið eru
geysimörg bæði stór og smá, og
að sama skapi fjölbreytt. Munu
það vera fáar „typur“, sem Jón
hefir ekki spreytt sig á, enda er
hann fjölhæfur leikari, og hefir
oft samlímis stjórnað leik og far-
ið með aöalhlutverk hans. Leik-
listarskóla hefir hann rekið í
mörg ár.
Margt hefir Jón fengizt við
fleira. Hann var stjórnandi
Skátafélagsins Fálkar í mörg ár,
kenndi vélritun við Gagnfræða-
skóla Akureyrar og þykir listfeng-
ur skrautritari.
Jón er lvfkvæntur. Fyrri kona
hans, Jóna Jónsdóttir frá ísa-
firði, andaðist 1942. Síðari kona
hans er Jóhanna Ingvarsdc'l tir
frá Reykjavík. Hafa þær báðar
verið Jóni samhentar í áhugamál-
um hans og heimili þeirra orð-
lagt fyrir gestrisni og myndar-
brag.
Jón hefir nú um undanfarin ár
átt við þráláta vanheilsu að
stríða, en gegnir störfum sínum
glaður og reifur.
Á fimm'ugsafmælinu dvelst
hann á Akranesi, og setur þar á
svið leik fyrir Leikfélag Akra-
ness, í tilefni þessara tímamóta í
ævi sinni. ,
IleiIdsöBubirg'ðir:
Metravara.
Nylonnærfatnaður.
Kven-, karla- og barna-sokkar.
Tilbúinn ytri fatnaður.
Smóvara til fatagerðar.
Ritföng.
Snyrtivörur.
íþróttavörur.
Klukkur og úr.
Leikföng.
Plasticvörur.
Fjölbreytt úrval af ofangreindum vörum
jafnan fyrirliggjandi.
ísleazh-erleiKfa verzlunarfélagið
Garðastræti 2. — Reykjavík.
Sími 5333.
^OOOOOOOOOOO^OOOOOOOOOOOOOOOOQið^OOOOOOOOOOOOOOO*
Bókavika
Hin árlega bókavika okkar hefst mið-
vikudaginn 3. nóvember næstkomandi.
Mikill fjöldi bóka ýmissa tegunda verð-
ur seldur þar með miklurr. afslætti.
Bókaverzl. EDDA h.f.
Akureyri. — Sími 1334.
<>0000000000000000000000000000000000000000000000$
— Dagbók vikunnar —
- ftyja Ilío -
Laugardag kl. 5 og sunnudag kl. 3,
síðustu sýningar:
í SJÖUNDA HIMNf
Bráðtjurug amerísk dans- og
söngvantynd í litum með
FRED ASTAIRE og VERA-ELLEN
í aðalhlutverkum.
Laugardag kl. 9 og sunnudag
kl. 5 og 9:
FLUGFREYJAN
Frönsk úrvalskv.kmynd, sem hvar-
vetna heflr hlotið mikið lof. — Að-
alhlutverk:
MICHÉLE MORGAN.
Óbrennt kaffi
gamla góða tegundin
Kaffi
brennt og malað
Kaffibætir,
Ludvig David plöturnar
Kaffikvarnir.
Vöruhúsið h.f.
Kvikmyndir
Nýja Bíó sýnir nú um helgina
frönsku úrvalskvikmyndina „Flug-
freyjan“, sem hvarvetna hefir
hlotið mikið lol og mikla aðsókn,
enda er myndin frábærlega vel
gerð. Með aðalhlutverkið fer
frægasta leikkona Frakka, Miché-
le Morgan.
Síðari hluta næstu viku er ráð-
gert að taka til sýningar stór-
myndina „Quo vadis?“, sem
margir hafa beðið eftir með ó-
þreyju. En ástæðan fyrir því að
myndin hefir ekki verið sýnd fyrr
hér er sú, að kvikmyndahúsiö
hefir átt von á nýju Panorama-
breiðtjaldi, sem væntanlega verð-
ur komiö í næstu viku.
__»
Sitkagreni her fræ
í fyrsta sinn
í Noregi.
Fyrir rúmum mannsaldri síðan
býrjuðu NoorÖmenn að rækta
sitkagreni á vesturströnd lands-
ins. Fræið fengu þeir frá tiltekn-
um stöðum á vesturströnd Al-
aska. En sífellt hafa verið örðug-
leikar á öflun uægilegs fræs það-
1 an. Það vekur því almennan
fögnuð norskra skógræktarmanna,
að nú í ár er gnótt fræs á sitka-
greninu norska í fyrsta sinni í
sögu þess í Noregi.
Af öllum tegundum barrtrjáa,
sem gróðursettar hafa veriÖ í hin-
um votviðrasömu og stormóttu
héruðum á vesturströnd Noregs,
hefir sitkagrenið fráAlaska reynzt
langbezt, og stendur það þar mun
framar inalendu legundunum,
einkum er það miklu þolnara gegn
vindi, raka og sjávarseltu en
rauðgrenið norska. í hinum nýj-
ustu græðireitum í Vesturlandinu
er sitkagreni nálægt % af öllum
trjám, sem gróðursett eru.
Kirkjan.
Messað í Akureyrarkirkju sunnudag-
inn 31. okt. kl. 5 e.h. Friðrik J. Rafnar
vígslubiskup.
Kaþólska kapellan (Eyrarlandsvcg
26). Krists-konungsmessa er í sunnu-
dag, og þá er lágmessa kl. 10.30 ár-
degis. Allraheilagra messa er á mánu-
'dag og lágmessa kl. 10.30 árdegis.
Allrasálna messa er á þriðjudag, og þá
hefjast sálumessur fyrir framLðnum kl.
10 árdegis. Kapellan er opin öllum við
messur.
Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju
er á hverjum sunnudegi kl. 10.30
bæði f kirkjunni og kapellunni.
Nœturvörður
í Stjörnu Apóteki á laugardag og
sunnudag. Alla næstu viku 1.—7. nóv.
í Akureyrar Apóteki.
Næturlœknar.
Laugardag og sunnudag 30. og 31.
okt. Pétur Jónsson, Hamarstíg 12,
sími 1432. Mánudag 1. nóv. Stefán
Guðnason, Oddagötu 15, sími 1412.
Þriðjudag 2. nóv. Árni Guðmundsson,
Bjarmastíg 9, sími 1268. Miðvikudag
3. nóv. Pétur Jónsson. Fimmtudag 4.
nóv. Sigurður Ólason, Hrafnagilsstr.
21, sími 1234. Föstudag 5. nóv. Stefán
Guðnason. Laugardag 6. nóv. Sigurður
Ólason.
Höfnin.
24. okt. Brúarfoss frá Reykjavík. 26.
Litlafell með oliu frá Reykjavík. 27.
Hekla að austan. 28. Tröllafoss að
sunnan og vestan með þungavöru og
bifreiðar. Tekur hér skreið til útflutn-
ings. 29. Esja að vestan.
Haustþing umdamisstúkunnar nr. 5
Eins og flesta bæjarbúa rekur
minni til, hefir Bókaverzlunin
Edda hér í bæ um undanfarin ár
haft árlega bókaviku og þá haft á
boðstólum mörg hundruð bækur
og rit á niðursettu veröi.
Bókavikan í þetta sinn hefst
næstkomandi miðvikudag, og
verður þá eins og jafnan fyrr
mikill fjöldi bóka ýmissa tegunda
til sölu með sérstaklega lágu
verði. Má til dæmis nefna: Ævi-
sögur, sagnaþætti, þjóðsögur og
verður sett í Skjaldborg í dag, laugard.
30. okt. kl. 5 síðdegis. M.a. verður rætt
um vetrarstarfið í umdæminu. Æski-
legt að fuiltrúar rnæti allir, svo og aðr-
ir templarar.
ÆskulýSsheimiti templara í Varð-
borg mun hefja vetrarstarfsemi sína
nú um helgina. Fer opnun heimilisins
fram í stóra sal hússins sunnudaginn
31. október kl. 4 e. h. með nokkrum
skemmtiatriðum og síðan verða leik-
atofurnar opnaður. Ókeypis aðgangur
«r að skemmtua þessan og leikstofun-
um Nánar verðui augiýst síðar, hve
oft æskulýðsheimilið verður opið í
hverri viku. Eins og í fyrra verða ýmis
námskeið haldin á vegum æskulýðs-
heimilisins í vvtui og verður lögð á-
herzla á að þc i verði sem fjölbreytt-
ust og við sem fiestra hæfi. Fyrir jól
er ráðgert að hafa a.m.k. tvö námskeið
og er annað þeirra auglýst á öðrum
stað í blaðinu í dag.
Stúkan Isajold-Fjallkonan nr. 1 held-
ur fund mánudaginn 1. nóv. kl. 8.30 i
Skjaldborg. Fundarefni: lnntaka nýrra
félaga. Innsetning embættismanna.
Skýrslur embættismanna. Hagnefndar-
atriði. Afhentir aðgöngumiðar að kvik-
myndasýningu. — Félagar, fjölmennið
og takið nýja félaga með. — Æðsti-
templar.
Körfuknattleiksflokkur frá ÍR í
Reykjavík er væntanlegur til Akureyr-
ar í dag, og fer þá væntanlega
fram kappleikur í íþróttinni miUi
hans og liðs úr KA og Þór. Þar sem
ÍR vaið íslandsmeistari í körfuknatt-
leik í fyrra, er tiætt við, að sá leikur
verði ekki sem jafnaslur, en það verð-
ur þó aldrei ötugglega vitað fyrir-
fram. Sjónin verður þar spám ríkari.
þjóðleg íræði, leikrit, ljóðabæk-
ur, skáJ.diögur innlendar og er-
lendar, tímarit, barnabækur og
fleira_
Þessar bókavikur Eddu hafa
aetlfj verið sérstaklega vinsælar,
og margir bókhneigðir menn
hnfa lagt þangað leið sína og
eignazt þar áliliegan vísi að bóka-
safni, án þess að binda sér fjár-
hagslegan bagga með þeim kaup'
um.
Hio árlega bókaútsala »Eddn« hefst
n.k. miðvikudag, 3. nóv.
Munið IDJU-klúbbinn i Albýöuhúsinu snnnudag kl. 8J0 (Spilakrðld og dans)