Laugardagsblaðið - 30.10.1954, Síða 4

Laugardagsblaðið - 30.10.1954, Síða 4
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ÁKNl BJARNARSON. Kemur út hvern laugardag. Verð í lausasölu kr. 1.00. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. prentaði. áVSRPi til bæjarbiia írá Útgerðarfélagi Akur- eyringa h.f. vegna byggingar hraðfrystihuss Góðir Akureyiingar! Eins og ykkur mun öllum kunn- ugt, er mikill og vaxandi áhugi fyrir því, að hraðfrystihús té byggt og rekið hér í bænum, sem fyrst og fremst vinni úr hráefni þvi, sem togararnir afla, og að mál þetta er nú í höndum Ut- gerðaríélags Akureyringa h.f., sem vmnur að undirbúningi málsins. Togaraúlgerðin á Akureyri er enn ung að árum, en hefir sýnt það og sannað, að hún er hald- bezta lyftislöngin undir atvinnu- líf bæjarins, fjárhagsafkomu bæjarféiagsins og efnalegrar af- komu mikils íjölda heimila í bæn- um. Eftir að löndunarbannið í Bretlandi breytti íramleiðsluhátt- um togaranna (úr því að flytja fiskinn óunninn á erlendan mark- að) skapaðist hér í bænum svo mikil vinna við úrvinnslu togara- afians, að atvinnuleysið hvarf frá dyrum fjölda heimila. Hins veg- ar hafa togarar Utgerðarfélags Akureyringa h.f., orðið um skeéð í haust að flytja afla sinn óunninn á Þýzkalandsmarkað og selja hann undir kostnaðarverði aj því einu, að hér var ekkert hraðfrysli- hús á staðnum. Eins og nú standa sakir, cr hraðfrystihús beinlínis skilyrði fyrir afkomu félagsins, um leið og það enn sem áður kallar á vinnuaflið í bænum, karla, konur og unglinga. Allir, sem nokkuð hafa lagt til þessara mála, telja engan veginn verjandi, að bær sem á 5 togara staðsetta í umdæmi sínu, eigi ekkert hraðfrystihús til að vinna úr afla þeirra, meðan öll hrað- frystihúsin í kaupstöðum og kauptúnum landsins annars' stað- ar hafa ekki við að afgreiða þá togara, sem til þeirra leita, og þeir mega bíða í röðum dögum saman eftir afgreiðslu. Með tilliti til þessara aðstæðna, sem æ koma betur í ljós, eftir því sem tíminn líður, hefir Útgerðar- félag Akurevringa h.f., nýlega boðið út, með auglýsingu í bæj- arblöðunum, kr. 1.500.000.00 — eina milljón og fimm hundruð þúsund kr-óna — hlutabréfalán, sem gangi beint til hraðfrystihús- byggingar. Upphæð hlutabréfanna er: Kr. . 500.00 Kr. 1.000.00 Kr. 2.000.00 .' Kr. 5.000.00 Kr. 10.000.00 Að sjálfsögðu getur hver og einn skrifað s.'g fyrir hverri upp- næðmni sem er, og keypt eitt eöa ileiri bréf í hvaða stærð sem er, eítir atvikum og ástæðum. Bæjar- stjórn Akureyrar hefir þegar sam- pykkt, að Akureyraibær kaupi nluti til jafns við það, sem ein- stakiingar og félög í bænum xaupa. Nú reynir á áhuga bæjar- búa ef til vill meira en nokkru sinni áður. Við treystum því, að nver sá ykkar, sem hefir eitthvað aflögu fram yfir brýnustu nauð- synjar, kynni sér vandlega þetta avarp efnislega ,og athugi með sjálíum sér, ixvort væntanlegum afgangstekj um heimilisins sé ekki oezt varið með því að byggja upp atvinnuiífið á Akureyri og þar með afkomu sjálfs s.n, nágrann- ans og bæjarfélagsins í heild, með því að kaupa hlut í Útgerðarfé- iagi Akureyringa h.f. Akureyringar! Útgerð 5 togara héðan úr bæn- um er mikið átak í atvinnulífi bæjarins. En eins og nú slanda sakir, er ðygging hraðjrystihúss skilyrði fyrir rekstri þeirra um næstu framtíð, og þá um leið skil- yrði fyrir afkomuöryggi einstakl- ingsins og bæiarfélagsins — og um leið ykkar heimilis. Næstu daga íer ávarp þetta um bæinn. Ef þið viljið af ykkar meira og minna takmörkuðu getu leggja ykkar slein í uppbyggingu atvinnulífsins í bænum, þá út- fyllið viðfest eyðublað og sendið eða skilið persónulega í skrif- stofu Útgerðarfélags Akureyringa h.f., Gránufélagsgötu 4, fyrir 15. nóvember næslkomandi. Innborgun hiutafjárloforðanna má ekki dragnst lengur en til 1. marz 1955. Akursyri, 28. okt. 1954. í stjórn Útgerðarfélags Akureyringa h.f.: Helgi Pálsson. Steinn Steinscn. Jakob Frímannson. Oskar Gíslason. Albert Sölvason-. AFLABRÖGÐ Ógæftir eru nú hvarvetna við Norðuriand, og afli l.till í öllum verstöðvum þegar gefur á sjó. Virðist sem stækkun landhelginn- ar hafi enn lítil áhrif haft til að auka fiskigengd á grunnmiðum Norðlendinga. Ratsjáin á þaki verzlunarhúss Tómasar Björnssonar / baksýn sézt einn af ,.Föxunum“ á leið sinni inn á Melgerðisflugvöll. Hafði flugvél þessi sézt ratsjánni frá því hún kom yfir Eyjafjörð. — Vignir Guðmundsson tók myndina s.l. sunnudag. Flngratsjáin tekin í notkun Eins og bæjarbúum er kunn- ugt hefir á undanförnum árum slöðugt verið unnið að því dð treysta öryggið í flugsamgöngum á milli Akurevrar og Reykjavík- ur. Hefir nú enr. bætzt við veiga- mikill þáttur I þá átt, þar sem flugratsjáin er. Hefir tæki þessu verið komið fyrir á þaki húss Tómasar Björnssonar við Kaup- [ vangsstræti, þar sem skrifstofurl Hrafnkell Sveinsson flugum- Flugfélags Islands eru til húsa. ferðastjóri annast leiðbeiningar Úr flugratsjánni má fylgjast eftir ratsjánni, þegar flogið er, með flugvélum allt í 15-20 mílna ^ með aðstoð Jónasar Einarssonar, fjarlægð og leiðbeina þeim á en Ingólfur Bjargmundsson, raf- lendingarstað. En óþarfi er að fræðingur, hefir yfirumsjón með fjöiyrða um ágæti þessa tækis, tækinu eins og öðrum öryggis- enda á fárra færi nema fagmanna tækjum flugþjónustunnar hér í að skilja á hvern hátt tækið vinn- bæ og nágrenui. ur. | * Samkvæmt upplýsingum frá1 raforkumálastjóra, Jakob Gísla- syni, hafa geysimiklar fram- kvæmdir verið unnar í raforku- málum á þessu ári. Einkum hefir verið lagt kapp á að leiða raf- magn út um sveitir landsins. Munu um 400 sveitabæir fá raf- magn á árinu, auk samkomuhúsa og kirkna í sveitum. Langflest eru þessi býli á orku- veitusvæði Laxár, eða rúmlega Frá bæjarstjórn Framhald af 1. síðu. svæði, er rýrt geti þessa fal- legu skólalóð. 3. Hafist verði handa næsta vor, 1955, um byggingu nýs skóla á umræddum stað. Sé bygg- ingafulltrúa falið að gera til- löguuppdrátt að byggingunni í samráði við skólastjóra og formann fræðsluráðf, er síðar verði lagður fyrir húsameist- ara ríkisins. 4. Ef ekki brýtur í bága við [ 200. Af þeim eru 40 býli í Suður- Þingeyjarsýslu í Reykjadal, Að- aldal og á Svalbarðsströnd. En í Eyjafjarðarsýslu fá um 170 býli rafmagn, eru þau í þessum hrepp- um: Dalvíkurhreppi, Árskógs- hreppi, Skriðuhreppi, Glæsibæj- arhreppi og Ongulsstaðahreppi. Er lagningu um sveitir þessar lok- ið að mestu, nema í Öngulsstaða- hreppi, en þess vænst að þar verði lagningu lokið í vetur. skipulag á þessu svæði, hefði ég lagt til, að þarna yrði byggður skóli í þremur álm- um, skeifulaga, ein hæð á kjallara. Mætti þá byggja eitt- hvað í áföngum, ef það þætti hentugra af fjárhagsástæðum. En þetta er aðeins til athugun- ar. Skóli með mörgum stigum er óhentugur. 5. Fræðsluráði verði falið að hefja undirbúning nú þegar að þessurn framkvæmdum, eða sérstakri byggingarnefnd, ef það þykir hentugra. 85 ára Síðastliðinn miðvikudag 27. október, átti frú Þórdís Stefáns- dóttir, Aðalstræti 54, 85 ára af- mæli. Frú Þórdís er fædd á Val- þjófsstað eystra, og stundaði ung nám í kvennaskólanum 1 Ytri Ey. Slðar stundaði hún nám bæði í Noregi og Englandi. Einn vetur kenndi hún í Kvennaskólanum í Reykjavík, en eftir að hún fluttist hingað norður kenndi hún um skeið í Kvennaskólanum gamla hér á Akureyri. Síðar kenndi hún um margra ára skeið í Barnaskól- anum á Akureyri. Frú Þórdís er þjóðkunn fyrir listfenga handavinnu. Hún hefir mikið fengist við jurtalitun og kennt mörgum þá list. Maður Þórdísar, Davíð Sig- urðsson, trésmíðameisfari, er lát- inn fyrir nokkrum árum. ___ Heilsufar. Mislingar ganga nú víða um Skaga- fjörð. Kíghósti er þar einnig á nokkr- um bæjum. Þá er kíghósti einnig á nokkrum bæjura í Fnjóskadal og 1—2 bæjum í Oxnadai.

x

Laugardagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Laugardagsblaðið
https://timarit.is/publication/889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.