Laugardagsblaðið - 11.06.1955, Page 1

Laugardagsblaðið - 11.06.1955, Page 1
II. árg. Laugardagur 11. júní 1955 20. tbl. Kominn »heim« eftir hálfrar aldar útivist Nýkominn er til landsins Vestur-íslendingurinn S'gbjörn ^ Pálsson frá Winnipeg. Er hann nú á ferðalagi um æskustöðvar s'nar á Austurlandi, og mun hann dveljast hér á landi fram í ágúst- mánuð. Sigbjörn er fæddur í Breiða- vík í Borgarfirði eystra 23. maí 1885. Foreldrar hans voru Páll Geirmundsson og Guðfinna Guð- mundsdóttir. Bjuggu þau í Litlu- Breiðuvík. Voru þau hin mestu niyndar- og dugnaðarhjón. Sig- hjörn fór vestur um haf 1902 og settist þá að í Winnipeg. Lagði hann þar s'.und á smíðar og síðar húsabyggingar, og fékkst einnig við margskonar fésýslu. Vegnaði honum brátt vel, því að bæði var hann harðduglegur, greindur og sjálfstæður í hugsun. Prúðmenni er hann hið mesta, fastur í lund og hinn öruggasti í öllum skipt- um, svo að menn sóttust hrátt eftir viðskiptum við hann, og hlaut hann traust þeirra að mak- legleikum. í heimsstyrjöldinni fyrri gekk hann í kanadiska her- inn, og varð hann liðþjálfi þar. Hann tók þátt í bardögum í Frakklandi á árunum 1916—17. Særðist han þá hættulega í orustu í Flandern og týndist samlöndum sínum um skeið, svo að blöðin i Kanada birtu lát hans meðal fall- inna hermanna. En hann komst á sjúkrahús í Englandi og náði aft- ur góðri heilsu, þótt óvænlega horfði um skeið. Hann hvarf aft- ur til Winnipeg í stríðslokin 1918, og var þá orðinn vinnufær og tók til óspilltra málanna við hin fyrri störf sín. Sigurbjörn er tvíkvæntur. Fyrri kona Sigbjarn- ar var íslenzk, en hana missti hann fyrir mörgum árum síðan. Kvæntist aftur konu af enskum ættum, og eiga þau tvær uppkomn ar dætur. Frd íeikjéloji Ahureyrar Lokasýning á „Skóla fyrir skattgreiðendur“ var á miðviku- dagskvöldið var og sáu á þriðja þúsund manns alls leikinn. Með þessari sýningu er starfsemi Leik- félagsins á þessu leikári lokið. \lls sýndi félagið fjóra sjónleiki. Fyrst óperettuna „Meyjaskemm- una“ í 18 skipti, þá harnaleikinn „Hans og Gréta“7 sinnum, „Menn og mýs“ 6 sinnum og nú síðast „Skóla fyrir skattgreiðendur“ í 9 skipti. Hefir Leikfélagið verið athafnasamt í bezta lagi á þessu ari. Kynnii sér rehstur d ferðdshrijstojum Stutt viðtal við Jón Egilsson Jón Egilsson framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu ríkisins á Akur- eyri, er nýkominn heim úr Banda ríkjaför. Dvaldi hann þar ytra um þriggja mánaða skeið í boði Bandaríkjastjórnar, að kynna sér rekstur og fyrirkomulag á ferðaskrifstofum. Ferðaðist hann frá hafi til hafs og hafði s'utta dvöl á fjöhnörgum stöðum, þar sem honum gafst tækifæri að heimsækja ferðaskrifstofur og hóíel. Segir Jón, að viðtökur haíi hvarvetna verið hinar ákjósan- legustu, því greiðvikni og gest- risni Ameríkumanna sé með á- gæturn og allt hafi verið gert til að greiða götu hans þar og láta honum verða sem mest gagn af ferðinni. Margt merkilegt og nýstárlegt segist Jón hafa séð og heyrt í ferð sinni viðvíkjandi rekstri á ferðaskrifstofum og fyrirgreiðslu ferðamanna, en sérstaka athygli sína hafi það vakið, að um 80% allra farseðla, sem seldir eru á vegum ferðaskrifstofa og flugfé-, laga á lengri leiðum, eru seldlr gegn afborgun. Furðulega lítið tapast á þessum viðskiptum eða tæplega %%• Talið er að þetta fyrirkomulag auki ferðalög gif- urlega mikið, og ryður það sér meira og meira til rúms með hverju ári. Með þessum hætti eiga margir þess kost að fara í langferðir, sem annars gætu aldrei leyft sér slíkt. Hefir Jón í hyggju að beita sér fyrir, að 8vip- að fyrirkomulag verði tekið upp hér á landi eftir því sem henta þætti. Innheimtu er svo háttað, að sérstök fyrirtæki annast hana, kaupa þau allar kröfur á þá, sem keypt hafa farseðla með afborg- unarskilmálum, og hafa hvorki ferðaskrifstofur eða flugfélög nokkurn veg eða vanda af inn- heimtunni. Er blaðið spurði Jón um hvort hann hefði heyrt mikið talað um stríð og ófriðarhorfur, sagði hann, að hann hefði ekki heyrt einn einasta mann af öllum þeim fjölda, er hann átti tal við minn* jýslojindor Soðor- Þinoeiringo var haldinn á Húsavík. dagana 2. og 3. júní. Mættir voru 11 full- trúar úr öllum hreppum sýslunn- ar. Fjölmörg mál voru á dagskrá og lokið við að ræða 73 þeirra. Jafnað var niður til sýsluvega 171 þúsundi, til menntamála 40 þús., heilbrigðismála 24 þús., búnaðarmála (þar með talið frámlag til skógræktar og útrým- inga refa) 25 þús. og brúarbygg- inga 30 þús., til Björgunarskú‘u Norðurlands 1000.00 (hluti af framlagi). Að sýslufundi loknum sátu fulltrúar myndarlegt boð hjá Júlíusi Havstein sýslumanni. ___ Söfnun örnejno í Þino- eyjorsýslo Sýslufundur Suður-Þingeyinga samþykkti áskorun til allra hrepps nefnda í sýslunni, að þær hver í sínum hreppi hafi forgöngu um söfnun örnefna, og standi hrepp- arnir straum af kostnaðinum, svo framarlega sem einstaklingar ekki vinna verkið endurgjaldslaust. Sýslunefnd mun síðar leggja fram fé úr sýslusjóði til þessa starfs. Félagslieimili vígt í Mý- vatu§§vcit 1?. Jiinl Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á hið mikla og veg- lega félagsheimili Mýve'.ninga að Skútuslöðum. Byrjað var þar á framkvæmdum árið 1952 og nú er svo langt komið að verið or að múrhúða húsið utan, og er 1 ráðið að húsið skuli vígt hinn 17. júní n. k. Félagsheimili þetta er stór- myndarleg bygging. Er það í tveimur álmum. Aðalálma þess er 8,50x27,60 metrar að stærð. Er þar geysimikill og vandaður cam- komusalur og leiksvið prýðilega húið í hvívetna. Er þess vænst að aðstaða öll til leiksýninga verði þar hin hezta, hæði fyrir heima- menn og gestaflokka, er koma kunna. í kjallara álmunnar eru 2 böð, 2 búningsherbergi fyrir leikfólk og snyrtiherbergi. Norðurálma hússins er 16,5 x 8,5 m„ þar er íbúð húsvarðar á 2. hæð en á 1. hæð eru búnings- herbergi, bókaherbergi, kaffi- stofa, fatageymsla, snyrting, hit- unartæki o. fl. Umsjónarmaður hússins er ráðinn Sigvaldi Guð- mundsson. Fullgert mun húsið kosta á aðra milljón króna. Ungmenna- félagið leggur til % hluta kostn- aðarins, ýmist í gjafavinnu eða peningum. Hitt er kostað af sveit- arfélaginu, félagsheimilasjóði og einstaklingum. Yfirsmiður við bygginguha er Sigurður Egilsson smiður frá Laxamýri. Skrúðgarður verður gerður fyrir sunnan húsið, og öll lóðin umhverfis það, sem er geysistór, verður löguð tiL Verða þar m. a. mörg bílastæði. Á samkomu, sem haldinn var á Skútustöðum fyrir nokkru, var efnt til samkeppni um nafn á fé- lagsheimilinu. Fjöldi nafna barst, en ennþá hefir ekki verið tekin ákvörðun hvert nafnið verði valið, mun það verða kunngert við vígslu hússins hinn 17. júní, eins og fyrr getur. ast á stríð, fremur en það hefði aldrei verið til. Fólk vestra segir hann að njóti geysimikilla lífs- þæginda, en þurfi að vinna af kappi. Saman fari þar mikil vinna og líka mikið í aðra hönd. Af íslendingum kvaðst hann hafa hitt þá Akureyringana Sverri Magnússon og Braga Freymóðs- son, og Valdimar Biörnsson og bræður hans í Minneapolis. ^ Á ferðilogi um Vestur- heiui Nýlega lögðu þau hjónin Björgvin Guðmundsson tónskáld og Hólmfríður kona hans af stað áleiðis til Vesturheims. Munu þau dveljast vestra allt að þremur mánuðum og ferðast víða um landið. Hyggst Björgvin að heim sækja flestar byggðir íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum. Mun hann flytja þar erindi um ísland og segja fréttir héðan að heiman. Þá hefir hann með sér á segulbandi mikið af söng Kant- ötukórsins og hyggst hann að flytja hann þar vestra. Margrét dóttir þeirra dvelst nú í Winni- peg. Þau hjón eiga fjölda frænda og vina í Vesturheimi, sem fagna munu komu þeirra, svo munu cg allir íslendingar gera þar, því að enn lifir þar mikill þjóðræknis- andi, en kunnugt er að sannari og þjóðræknari íslendingur en Björgvin Guðmundsson mun vandfundinn. Heyskapur byrjaður á Akureyri Enda þótt tíðin hafi verið ágæt nú undanfarið, hefir jörð víðast sprottið seint sakir þurrka. Þó er nokkuð siðan að fyrsta túnið var slegið hér á Akureyri Var það Eiðsvöllurinn á Oddeyri, en hann var sleginn fyrir um hálfri ann- ari viku síðan og var svo vel sprottinn, að víða nálgaðist sí- bre:ðu. Eiðsvöllurinn sprettur æ'íð mjög snemma og hefir verið sleginn 4—5 sinnum undanfarin sumur.

x

Laugardagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Laugardagsblaðið
https://timarit.is/publication/889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.