Laugardagsblaðið - 11.06.1955, Page 3
Laugardagur 11. júní 1955
LA UGARDA GSBLA ÐIÐ
3
JOHN REESE:
Fjörutíu stúlhur og treir korlmcni
Spennandi ástarsaga.
5
þeim, var þýðingarlaust að elta hana. Þeir sáu spor eftir
dýrið, þar sem það hafði hafið sig á loft til næsta stökks.
Er lengra kom var það ekki á færi annarra en æfðra veiði-
hunda, að fylgja slóð rándýrsins.
Eigi að síður hlupu þeir áfram. Þeir sáu púmunni enn
bregða fyrir, og Tom skaut aftur. Ekki vegna þess að hann
hefði minnstu von um að hitta, heldur til þess að tilkynna
dýrinu, að því væri heppilegra að halda sig fjarri veiðihöll-
inni.
Þá stóðu þeir um stund og horfðu hvor á annan. Þeir voru
næstum því komnir upp til „Lost Squaw Canyon“.
Doug mælti: „Þetta ber þann árangur, að dömurnar
munu halda sig í mikilli fjarlægð frá námunni minni.“
Hann var móður.
„Að líkindum,“ sagði Tom.
Það var á þessum slóðum, sem hann hitti Glenn kvöldið
áður. Það var í runnanum þarna, sem peysan hennar hékk.
Hún hafði rekið upp óp. Hann hafði snúið sér við. Hún
bjóst við að sjá púmuna, en ekki hann. Þá kom hann auga
á hana vegna þess að hún var ljósklædd og fæturnir berir.
Þarna höfðu þau staðið. Hann var reiður af því, að hún
skyldi dirfast að fara svona langt frá veiðihöllinni. Það var
hættulegt. Hann ýtti henni af stað, og mælti reiðilega:
„Farðu heim, kjáninn þinn. Þú kærir þig, að líkindum
ekki um, að ég berji þig.“
„Reyndu það,“ sagði hún, og sveiflaði digru eikarpriki.
„Ef þú gerir það, brýt ég höfuðið á þér með þessu barefli.'1
Hann reyndi að snúa prikið úr hendi hennar. Skyndi-
lega lagðist hún niður á jörðina, hallaði sér að honum og
hvíslaði: „Þú ert mikill heimskingi. Reyndu til þess að láta
mig gleyma því að ég sé háskólagengin. Kysstu mig svo,
asninn þinn.“
En hann hafði haldið af stað niður stiginn, stóð þar og
beið þar til hann var viss um, að hann væri úr allri hættu.
Þetta átti hann viljastyrk sínum að þakka. Án viljastyrks
var ekki hægt að komast áfram. En stundum kom þetta svo
fyrir sjónir, að hann var álitinn drumbur. Hann andvarp-
aði, lét byssuna á öxlina og lagði af stað heim á leið til
veiðihallarinnar. Doug fór með honum. Áður en þeir voru
komnir alla leið, kom frú Ester á móti þeim. Er hún kom
auga á þá, nam hún staðar, og hélt höndunum á mjöðmun-
um.
Tom var ljóst hvað þessi stilling frúarinnar þýddi.
Hún mælti: „Hvað er hæft í þessum frásögnum um, að
púma sé hér í grennd?" Glenn sagði, að púman hefði fylgt
í kjölfar þeirra meirihluta leiðarinnar.
Tom svaraði: „Það er nú orðum aukið.“
Frúin mælti: „Hve mikið er satt af þessum púmuorð-
rómi? Við getum sannarlega ekki haft púmu rétt við veiði-
höllina, þar sem fjöldi kvenna dvelur. Það er óþolandi.“
Tom mælti: „Eigum við ekki heldur að segja að það sé
óþolandi, að dömurnar fari um allt, þótt þær geti átt von
á að púma verði á vegi þeirra? Ef til vill geturðu talið þær
á að fara varlega. Okkur er það ekki fært. Segðu þeim, að
þær verði að halda sig í nánd við veiðihöllina, einkum eftir
að dimma fer. Þær verða að forðast að koma í nánd við
„Lost Squaw Canyon“.“
„Já, en þar er svo dásamlega fagurt,“ sagði frúin.
„Það er satt. Og púman er á sama máli,“ sagði Tom.
„Skjóttu púmuna,“ mælti frúin. „Við verðum að fá frið
fyrir þessu óargadýri. Hvað annað áttu að gera með byss-
una? Ég hefi ákveðið að fara upp til Lost Squaw Canyon
áður en ég fer og hafa allar stúlkurnar með mér.“
Don rak upp óp, gekk til frúarinnar og rak hnefann rétt
upp að andliti hennar og hrópaði: „Þér hættið við það. Eg
hefi aðvarað yður.“
Skólavi§t I iYoregii
Félaginu hefir verið faliS í
samráði við félagið Norsk-Is-
landsk Samband í Osló að velja
2—3 unga menn til ókeypis skóla
vistar í Noregi.
1 piltur getur fengið skólavist í
Búnaðarskólanum á Voss næsta
haust.
Námstíminn er 2 vetur.
Umsóknir með afritum af vott-
orðum um nám og undirbúning
jg meðmæli sendist formanni fé-
.agsins Árna G. Eylands, Reykja-
vík.
1 eða 2 piltar geta fengið skóla
/ist í Statens Fiskarfagskole Auk-
re við Molde. Skóli þessi starfar í
þremur deildum:
a. „Fiskeskipperlinje", 10 mán.
nám.
b. „Motorlinje", 5 mán. nám.
c. „Kokkelinje", 5 mán. nám.
Því miður mun nám ( a- og b-
deild skólans ekki veita nein sér
stök réltindi til starfa hér á lan.ii
hliðstætt því sem er í Noregi, en
matreiðslunámið mun veita starfs
aðstöðu eins og hliðslætt nám hér
á landi.
Þeir sem vilja sinna þessu geta
sent umsóknir sinar beint til
skólans, en æskilegt er að þeir
geri formanni féiagsins ísland-
Noregur, Árna G. Eylands, við
vart um leið og þeir sækja um
skólavist þessa, helzt með því að
senda honum afrit af umsókn og
upplýsingum, sem þeir kunna að
senda skólanum.
Utanáskrift skólans er:
Statens Fiskarfagskole, Aukre,
pr. Molde, Norge.
(Fréttatilkynning frá Félaginu
fsland-N oregur.)
Iþróttaíélagið
Þór 40 ára
íþró!tafélagið Þór átti 40 ára
afmæli hinn 6. júní s. 1. Félagið
var stofnað af nokkrum drengj-
um á Oddeyri og fékkst fyrstu ár-
in eingöngu við knattspyrnu. Þór
er nú elsta starfandi íþrótta- og
æskulýðsfélag bæjarins. Hefir
það á‘t góðan þátt í íþróttalífinu
þessa áratugi og mundi þar stórt
rúm autt, ef Þórs hefði ekki not-
ið við.
Afmælisfagnaður félagsins
verður í haust.
Fyrsta áætlunarflugið
til Grímseyjar
Eins og áður er frá sagt hefir
Flugfélag íslands fastar flug-
ferðir til Grímseyjar á sunnudög-
um í sumar. Ákveðið er nú, að
fyrsta ferðin þangað verði 19.
júní n. k.
___*____
Víða flýgur orðstír
Akureyringa
Þessi frétt birtist 30. marz s. 1.
í canadisku vikublaði:
„Lögreglan á Akureyri telur að
héraðsbann á áfengi hafi gert
mikið gagn þar.“
Ný Ijóðabók
eftir Snæbjörn Einarsson á
Raufarhöfn, kemur út innan
skamms. Bókin er 8 arkir að
stærð, og birtast þar 47 kvæði.
Vormót í
frjálsíþróttum
Vormót í frjálsíþróttum fór
fram hér á íþróttavellinum laug-
ardaginn 21. og mánudaginn 23.
maí síðastliðinn. Úrslit í einstök-
um greinum urðu þessi:
100 m. hlaup:
1. Höskuldur Karlsson KA 11,5 sek.
2. Hörður Lárusson MA 11,7 -
3. Leifur Tómasson KA 11,9 -
4. Stefán Hermannsson MA 12,6 —
Stangarstökk:
Valgarður Sigurðsson Þór 3,40 m.
Langstökk:
1. Hörður Lárusson MA 6,35 m.
2. Leifur Tómasson KA 6,10 —
3. Höskuldur Karlsson KA 5,98 —
4. Helgi Valdimarcson MA 5,97 —
Hástökk:
1. Helgi Valdimarsson MA 1,70 m.
2.-3. Leifur Tómasson KA 1,65 —
2.-3. Hörður Jóhannsson UMSE 1,65 —
4. Höskuldur Karlsson KA 1,65 —
400 m. hlaup:
1. Hörður Lárusson MA 54,5 sek.
2. Leifur Tómasson KA 55.4 —
3. Stefán Skagfjörð UMSE 56,5 —
Kúluvarp:
1. Einar Helgason KA 13,13 m.
2. Þóroddur Jóhannss. UMSE 12,54 —
3. Höskuldur Karlsson KA 11,43 —
4. Helgi Valdimarsson MA 11,28 —
4x100 m. boðhlaup:
1. KA 47,2 sek.
2. M. A. 47,3 —
Frjálsíþróttaráð Akureyrar sá
um mótið.
„Hvers vegna á ég að hætta við þessa ferð?“
„Ég á nefnilega gullnámu þarna uppfrá,“ sagði Doug.
„Gullnámu?“
„Já, einmitt. Eg hefi unnið við hana síðastliðin tUttUgu
ár, og hún hefir kostað mig 30,000 dollara. En hefði ég
nokkru meiri peninga til þess að leggja í námuna, mundi
hún að hálfu ári liðnu verða arðberandi. En ég vil komast
hjá því, að þér, og allar yðar dömur komi í nánd við nám-
una.“
Frú Ester brosti svo andlit hennar ljómaði.
„Nei, hugsa sér. Þetta er spennandi, Doug. Hvers vegna
hafið þér ekki sagt mér að þér þyrftuð á peningum að
Björn Jörundsson lótinn
Hinn 31. maí s. 1. andaðist í
Hrísey Björn Jörundsson fyrrum
útvegsbóndi á Selaklöpp. Var
hann langelzti íbúi Hríseyjar eða
nær 96 ára að aldri. Björn var
fæddur að Hléskógum í Höfða-
hverfi 2. júlí 1859. Foreldrar
hans voru Svanhlidur Jónasdótlir
og Jörundur Jónsson, sem síðar
varð útvegsbóndi og hákarlafor-
maður í Hrísey og gerði þann
garð frægan um langan aldur. Er
foreldrar Björns flu'.tust til Hrís-
eyjar, fluttist Björn þangað einn-
ig og var hann þá 5 ára að aldri.
Hefir hann átt heima í eynni síð-
an. Björn kvæntist 22 ára gamall
Guðrúnu Jónsdóttur, hinni mes‘u
myndarkonu. Nokkru síðar eða
1884 reisti hann húsið Sela-
klöpp, og bjó þar síðan alla ævi,
nú síðustu árin hjá fóstursyni
sínum og konu hans.
Björn stundaði alla æfi meðan
kraflar entust bæði sjósókn og
landbúnað, þó't sjórinn sæti í
fyrirrúmi. Rak hann mikla út-
gerð um skeið. En jafnframt því
sinnti hann mörgum öðrum
störfum. Um skeið hafði hann
umsjón með eignum Norðmanna,
er stunduðu síldveiði frá Hrísey,
salthúss'jóri fyrir Höepfnersverzl-
un var hann í 25 ár, fiskimats-
maður langalengi, og mörg önn-
ur störf leys'i hann af hendi með
hinni mestu prýði. Heimilið á
Selaklöpp var eitt hið mesta
myndar- og rausnarheimili í
Hrísey og þótt víðar væri leitað.
Margt manna var þar ætið í
heimili, og margir gestir komu
þar, bæði innlendir og erlendir,
og þágu greiða og fvrirgreiðslu,
sem ætíð var í té látið af mestu
rausn.
Þau Björn og Guðrún eignuð-
ust 4 börn og eru 3 þeirra látin.
Konu sína missti Björn 1925 ef'ir
44 ára sambúð. Sjálfur var hann
blindur um allmörg ár. En þótt
margar raunir hafi þannig borið
honum að höndum, var hann
jafnan glaður og reifur, og hafði
títt spaugsyrði á vörum og hafa
mörg hnyttin tilsvör hans geymst
í minni manna. Björn lét af
rekstri útgerðar 1938, eftir að
hafa stundað hana um 60 ára
skeið. Með honum er einn hinn
síðasti hinna gömlu ú‘vegsbænda
við Eyjafjörð genginn til mold-
ar.