Laugardagsblaðið - 11.06.1955, Qupperneq 4
Ritatjórí og
íbyrgtTarmaður:
Arni bjarnarson,
Akureyri.
Laugardagsblaðið
Laugardagur 11. júní 1955
Kemur út á laugardöguai
*'«jð kr. 10 á ársfjórð.
í lausasölu kr. 1.
Prentsmiðja
Bjöms Jónssonar h.f.
prentaðL
Páll II. Jónsson
Dagbók vikunnar —
bóndi og hreppstjóri á Stóruvöllum
Minningarorð.
Varðborg
Bjart var yfir Bárðardal hinD
1. júní s. 1. Hlý vorgolan bar
þungan ilm laufs og lygs. Grund-
irnar og móarnir voru óðum að
grænka og fannir að leysa úr
efs'.u fjallabrúnum. í miðjum dal
dunaði Skjálfandafljót og vall
fram í hrokavexti á leið sinni að
ósi.
Þennan dag voru Bárðdælir og
aðrir frændur og vinir að kveðja
aldinn sveitar- og héraðsstólpa,
Pál Hermann Jónsson óðalsbónda
á Stóruvöllum. Hér var kvaddur
maður, sem lokið hafði merku,
heilladrjúgu og nær aldarlöngu
ævistarfi sem bóndi, hreppstjóri
og stofnbúi sveitar sinnar.
Páll fæddist hinn 13. október
árið 1860 á Stóruvöllum. For-
eldrar hans voru Aðalbjörg Páls-
dóttir frá Hólum í Laxárdal og
Jón söðlasmiður og bóndi Bene-
diktsson á Stóruvöllum. Páll ólst
upp í glaðværum hópi 6 systkina
fram á unglingsár, en brá sér þá
til Danmerkur að sjá fleira og
kynnast öðru en umhverfi og
hugsunarhætti heimahaganna. —
Heimkoman 1885 var ekki glæsi-
leg. Hafísar lágu fyrir öllu Norð-
urlandi, grasspretta það sumar
með rýrasta móti, harðindi og
bágindi almenn. Um þetta leyti
stóðu þjóðflutningaríslendinga til
Ves*urheims sem hæst. Flykktust
menn unnvörpum frá fátæktinni
og vonleysinu á Fróni vestur á
hinar víðu sléttur Bar.daríkjanna
og Canada, þar sem þeim hafði
verið lofað gulli og grænum skóg-
um. En Páll Hermann glataði
aldrei trúnni á landkosti ættlands
síns, þótt á móti blési. Þetta sum-
ar hóf hann búskap á ættaróðal-
inu og bjó þar siðan til dauða-
dags að undanskildum nokkrum
árum um aldamótin, sem hann
bjó á Ljósavatni.
Haustið 1888 gekk hann að
eiga Sigríði Jónsdóttur frá Bald-
ursheimi í Mývatnssveit, en hún
lézt vorið 1948. Börn þeirra voru
þessi: 1. Jón, f. 1889, kvæntur
Guðbjörgu Sigurðardóttur frá
Yztafelli, bóndi á Stóruvöllum.
2. Aðalbjörg, f. 1891, gift Agli
Þorlákssyni kennara á Akureyri.
3. Hermann, f. 1895, bóndi á
Hlíðskógum í Bárðardal, kvænt-
ur Huldu Jónsdóttur frá Mýri.
Hann lézt 1951. 4. Þuríður, f.
1900, gift Baldri Jónssyni frá
Sigurðarstöðum, hónda á Stóru-
völlum. 5. Dagrún, f. 1905, sem
staðið hefir fyrir búi með föður
sínum hin síðustu ár og annazt
hann í ellinni.
Páll var hinn mesti framfara-
maður í búskap sínum. Hann
bætti bújörð sína á marga lund,
ræk'aði hana, hýsti og lýsti. Hann
reisti þar stórt og myndarlegt í-
búðarhús úr höggnum steini á 9.
tug 19. aldar í félagi við bræður
sína Albert og Sigurgeir og mág
sinn Karl Friðriksson. Þetta hús
mun vera hið fyrsta eða eitt hið
fyrsta sinnar tegundar á íslandi,
og sýnir það stórhug þeirra fé-
laga. En kunnastur mun bóndinn
Páll H. Jónsson vera fyrir fjár-
ræktarstörf sín, enda var Stóru-
v’allafé annálað fyrir afurðagæði.
Páll mun hafa orðið elzlur allra
íslenzkra bænda um sína daga.
Mörg trúnaðars'.örf voru Páli
falin, þótt þau verði ekki öll tal-
in hér. Hreppstjóri Bárðdæla-
hrepps var hann 44 ár, lét af því
starfi níræður að aldri og var þá
elztur íslenzkra hreppstjóra. í
flestum hlutum var hann forvígis-
maður sveitunga sinna og barð-
ist fyrir mörgum góðum málum.
Síðasta stórvirkið var brúin
mikla, sem nú er að rísa yfir
Skjálfandafljót fram undan Stóru
völlum, þótt honum auðnaðist
ekki að fara hana sína hinztu för.
Ilann var sæmdur riddarakrossi
Fálkaorðunnar árið 1939.
Páll H. Jónsson var fremur
lágur vexti, en knálegur, andlitið
sviphreint og broshýrt, festulegt
og göfugmannlegt. Hann var
glaðvær alvörumaður og trúði á
íramtíð landsins og Lfsins. Hann
var söngvinn í bez'.a lagi og undi
sér jafnan hezt með ungu fólki,
enda gerði hann sér far um að
skilja það og lyfta hugum þess.
Dýravinur var hann jafnan af
einlægu hjarta og átti afbragðs-
góðhesta. Hann bar elli sína
flestum mönnum betur, enda var
hann löngum heilsuhraustur.
Hann var alla ævi ungur í anda
og var sem hann ykist að bjarl-
sýni og trú á framtíðina með
hækkandi elli, enda hélt hann
andlegum kröftum óskertmn til
hinzta dags. Ellin varð honum
léttbær, því að sjaldan hafa silf-
urhærur skýlt jafn-ungri sál.
Hann andaðist aðfaranótt 10.
maí s. 1. og skorti þá 5 ár og 5
mánuði á öld. Hinzta för hans
um hlýlegan og sólstafaðan Bárð
ardal var sigurför hins glæsta
foringja, heimför hins dygga
þjóns, sem hafði varðveitt trúna á
gróðurmagn lífsins.
Sunnudaginn 22. maí s. 1. var
opnuð sýning í Æskulýðsheimili
Templara, Varðborg á munum,
sem unnir hafa verið á námskeið
am heimilisins í vetur. Margt var
þar vel unninna muna, sem sýndu
íð þarna hafði verið starfað af
ihuga og kunnáttu. Námskeiðin í
/arðborg eru ekki einungis hugs-
rð sem dægradvöl, heldur e'.nnig
jða öllu fremur sem hagný'ur
skóli. Verður þeim haldið áfram
aæsta ár, og er vonandi að þarna
geti smám saman vaxið upp
eglulegur skóli í alls konar hand-
íðum.
Aðalfundir Búnaðar-
Mbsnds S-Þingeiringa
Búnaðarsamband Suður-Þing-
eyinga hélt aðalfund að Laugum
mánudaginn 6. júní s. 1. Mörg
mál voru rædd á fundinum.
Meðal þeirra voru: Hækkun bún-
aðarsj óðsgj aldsins, Bændadagur-
inn, steinefnaáburðartilraunir,
girðingamál o. fl. Samþykkt voru
mótmæli gegn hækkun á skatt-
mati búfjár. Þá var einnig sam-
þykkt ályktun til næs'a Búnaðar-
þings um að taka til athugunar.
hvort ekki sé tímabært að s'yrkja
skógar-skjólbelti hjá heimilum á
svipaðan hátt og aðra ræktun.
Fundinn sátu 18 fulltrúar frá
8 búnaðarfélögum.
Bílstjóradeilan
Vinnudeila hófst milli vörubíl-
stjórafélagsins Valur og atvinnu-
rekenda hér á Akureyri, nú í vik-
unni. Málið var afhent héraðs-
sáttasemjara og sat hann á fundi
með deiluaðilum til klukkan hálf
þrjú á föstudagsnótt. Sáttasemj-
ari lagði fram miðlunartillögu og
fékk fres’að verkfalli, sem boðað
hafði verið þangað til báðir aðil-
ar hefðu greitt atkvæði um hana.
Á föstudagsmorgun greiddu deilu
aðilar atkvæði um tillöguna, og
var hún samþykkt af þeim báð-
um, en með naumum meirihluta
hjá bílstjórunum.
í tillögunni er gert ráð fyrir að
bílstjórar hér fái svipuð kjör og í
Reykjavík.
Hdsetohlotur um 40
þús. kr. d 4 mínuðum
Ágætur fiskafli hefir verið
undanfarna daga á línu á Húsa-
víkurbáta og mun hásetahlutur á
suma þeirra síðustu 4 mánuðina
vera um og yfir 40 þús. kr.
Nœlurvörður
á laugardag og sunnudag, 11. og 12.
júní, er í Stjörnu Apóteki, sími 1718.
Annars alla næstu viku í Akureyrar
Apóteki, sími 1032.
Nœturlœknar nœstu viku.
Laugardag og sunnudag, 11. og 12.
júní Sigurður Ólason, Hrafnagilsstræti
21, sími 1234. Mánudag 13. júní Bjarni
Rafnar, Skólastíg 11, simi 2262. Þriðju
dag 14. júní Pétur Jónsson, Hamarstig
14, sími 1432. Miðvikudag 15. júní Sig-
urður Ólason. Fimmtudag 16. júní
Frosti S.'gurjónsson, Helgamagrastræti
17, sími 1492. Föstudag 17. júní Frosti
Sigurjónrson.
Leið'rétting. — f afntælisgrein um
Sævald Valdimar:son, hónda í Siglu-
vík á Svalbarðsströnd, í s'ðasta blaði
var sagt að hann hefðl átt sjötugsaf-
mæli þann 19. júní. Þetta átti auðvitað
að vera 19. maí, og leiðréttist þetta
hér með.
Pétur Jónsson, læknir, hefir beðið
blaðið að geta þess, að hann verði
fjarverandi næstu viku.
Gjöj til væntanlegrar kirkju í Flatey
á Skjálfanda, kr. 25,00 frá ungri stúlku
á Akureyri.
Hjúskapur. Mánudaginn 6. júní s.I.
voru gefin saman í hjónaband í Kaup-
angskirkju af sóknarprestinum séra
Benjamín Kristjánssyni, Laugalandi,
ungfrú Mary Hunt, kennari við Stan-
ford Univer ity, Stanford Bandaríkjun-
um og Earl Gunnar Jensen, lögfr. frá
San Francisco. Brúðguminn er sonur
Ingvars heitins Guðjónssonar útgerð-
armanns, alinn upp í Vesturheimi.
Akureyrartogararnir.
Svalbakur landaði á íimmtudaginn á
f aflrði 185 tonnum af ísfiski. Fór á
veiðar aftur í gær. Harðbakur er í
fiskileit á vegum ríkisstjórnarimur.
Svalbakur er á veiðum. Kaldbakur er
í aðgerð.
íörosÉ Koupfélags Eyfirðinga
60 milljónir krönii s.l. dr
Endurgreiðsla K.E.A. til félagsmanna
sinna nemur 1 miilj. og 250 þús. kr
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð
inga, var haldinn á Akureyri
dagana 7. og 8. júní síðastl.
Fundinn sátu 165 fulltrúar frá
22 félagsdeildum, auk 6tjórnar,
endurskoðenda og framkvæmda-
stjóra. Heddarvörusala félagsins,
ásamt afurðasölu, sölu verk-
smiðja og annarra starfsgreina
og delida nam á árinu 1954 rúm-
lega 150 milljónum króna. Fund-
urinn samþykkti að endurgreiða
félagsmönnum 5% af ágóða-
skyldri vöruúttekt fyrra árs, þar
af 2% útborgað í viðskiptareikn-
inga og 3% í stofnsjóð. Ennfrem-
ur gieiðist í reikninga félags-
manna 5% af skiluðum brauð-
arðmiðum og 5% af úttekt fé-
lagsmanna í Stjörnu Apóteki, er
þeir greiða sjálfir. Nemur heild-
arupphæð endurgreiðslunnar tæp
lega 1 milljón og 200 þús. krón-
um. Sameignarsj óðir félagsins
höfðu aukizt á árinu urn tæplega
700 þús. krónur, og stofnsjóðir
höfðu aukizt um tæpar 900 þús.
kr. Fastráðnir starfsmenn hjá fé-
laginu og starfsdeilduin þess voru
í árslok 345.
Stjórn félagsins lagði fram
eftirfarandi tillögu, er samþykkt
var í einu hljóði:
„Stjórnin samþykkir að
leggja til við aðalfund, að
Kaupfélag Eyfirðinga veiti kr.
10,000,00 sem styrk til við-
halds byggingar í Fremri-
Kotum í Norðurárdal."
Þá samþykkti fundurinn einnig
eftirfarandi tillögu:
„Aðalfundur KEA haldinn
á Akureyri 7. og 8. júní 1955
lýsir megnri óánægju yfir
skattmati ríkisskattanefndar á
búpeningi. Lítur fundurinn
svo á, að við ákvörðun mats-
ins verði fyrst og fremst að
leggja til grundvallar afurða-
verð. Skorar fundurinn á rík-
isskat’anefndina að endur-
skoða matið fyrir næsta fram-
tal til skatts.“
Ur s'jórn áttu að ganga Þórar-
inn Kr. Eldjárn og Eiður Guð-
munlsson, og voru þeir báðir
endurkosnir. Endurskoðandi til
tveggja ára var endurkosinn,
Hóhngeir Þorsteinsson, og sömu-
leiðis til tveggja ára varaendur-
skoðandi Marteinn Sigurðsson.
I stjórn Menningarsjóðs til
þriggja ára í stað dr. Kristins
Guðmundssonar ráðherra var
kosinn séra Sigurður Stefánsson
á Möðruvöllum, og varamaður í
stjórn Menningarsjóðs Þorsteinn
M. Jónsson, skólastjóri.
Fundarmönnum og gestum var
boðið í Leikhúsið bæði fundar-
kvöldin og var leikritið „Skóli
fyrir skattgreiðendur“ sýnt við
mikinn fögnuð áheyrenda.
___*_____