Laugardagsblaðið - 24.09.1955, Side 1

Laugardagsblaðið - 24.09.1955, Side 1
Laufás við Eyjafjörð. Á einif fegursti torfbnr (sndsins nð bverfn í rústir? Laufás minn er listabær lukkumaður sá honum nær einkanlega þá aldin grær og allt á móti manni hlær. Svo kvað einn Laufásklerkur endur fyrir löngu. Og ekki leikur það enn á tveimur tungum, að Laufás sé ekki einungis eitthvert fegursta prestssetrið á landinu, heldur mun einnig vandfundinn fríðari bóls’aður á öllu íslandi. Fer þar allt saman mikil og fög- ur útsýn, hlýlegt og friðsælt um- hverfi og góð bújörð. í Laufási stendur enn torfbær mikill að ummáli og að stíl einn hinna fegurstu íslenzku torfbæja. Hann er að vísu ekki mjög gam- all, reistur af séra Birni Halldórs- syni, er klerkur var í Laufási frá 1853 til 1882. Er bærinn senni- lega reistur skömmu eftir miðja síðustu öld, og því nær 100 ára gamall. Hver sem sér Laufásbæ- inn gamla hlýtur að undrast af hve mikilli stórmennsku og smekk vísi bærinn hefir verið reistur. En þótt bærinn væri á sínum tíma vel gerður að veggjum og viðum, hefir hann þó hlotið að lúta fyrir tönn tímans sem önnur mannanna verk. Einkum tók hann mjög að hrörna eftir að hætt var að búa í honum, en nú munu vera um 20 ár síðan úr honum var flutt, og hefir hann einungis verið notaður lítilsháttar til geymslu síðan. Þegar hætt var að nota Laufás- bæ til íbúðar mun svo hafa verið ákveðið af hálfu hins opinbera, að honum yrði við haldið sem sýnishorni torfbæjar. Einhver smávegis fjárveiting var þá til þess lögð, að gera við hann og til viðhalds, en langt of lítið til þess, að uni nokkurra allsherjar- viðgerð væri að ræða, og þar sem ekkert hefir verið lagt bænum til viðhalds síðan, hefir hann hrörn- að svo mjög, að nú má svo heita, að mikill hluti hans sé að falli kominn, ef ekki verður bráður bugur að undinn að bjarga hon- um. Það skal tekið fram til að 1 forðast allan misskilning, að presti staðarins ber engin skylda til að viðhalda bænum, þar sem! hann hefir reist þar íbúðarhús, og viðhald slíks bæjar langtum of- viða ábúanda staðarins, þegar ekki er lengur um að ræða nauð- synleg jarðarhús. Enda mundi bærinn liafa verið rifinn, ef hann væri ekki verndaður að nafninu til. En það er jafnljóst, að vernd- un ein á pappírnum er gagnslaus ef geyma skal slíka hluti, sem torfbæi. Þar þarf til að koma full- komin viðgerð og árlegt viðhald. En næst kemur svo spurningin, hefir það nokkurt gildi, að geyma slíka gamla torfbæi, eru þeir ekki bezt með farnir þannig, að jafn- aðir séu við jörðu, svo að þess sjáist engin merki, að vér höfum nokkru sinni búið í slíkum húsa- kynnum? Ég get vænzt þess, að til séu þeir menn, sem óska bæði torfbæj unum görnlu, svo og öll- um minjum áhalda og húsbúnað- ar undir græna torfu. En sem bet- ur fer eru hinir fleiri, sem geyma vilja fornar minjar, og sem vilja leitast við, að lesa sögu liðinna kynslóða af húsakynnum þeirra og áhöldum hins daglega lífs. Vér íslendingar höfum verið geymnir á fornar sögur og gamlan kveð- skap, svo að með eindæmum er. Hins vegar höfum vér verið furðu tómlátir um geymslu gamalla minja og látið þær fara forgörð- um út í veður og vind. Þannig eru nær öll gömul hús horfin úr land- inu, gamlir góðgripir hafa verið ónýttir og daglegum vinnutækj- um fleygt út á haug, þegar önnur nýrri komu í þeirra stað. Nú er loks komin allsherj arhreyfing í þá átt að spyrna við fótum í þessu efni. Byggðasöfn rísa nú upp í mörgum héruðum, enda hver seinastur að hefjast handa um þá hluti. Gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að halda við gömlum torfbæjum, og neyta kunnáttu nútímans að halda við hinu forgengilega efni þeirra. Alls munu fimm bæir vera vernd- aðir á landinu. Keldur á Suður- landi, Bus'arfell eystra, Glaum- bær í Skagafirði, Grenjaðarstað- ur í Þingeyjarsýslu og Laufás. Af þessum bæjum hefir Laufás einn orðið útundan. Hinir hafa allir verið endurreistir eða við þá gert meira eða minna, svo að telja má að þeim sé borgið, en Laufásbærinn hefir samtímis hrörnað ár frá ári, og er nú að falli kominn sem fyrr segir. En eigum vér að láta starf eyði- leggingarinnar verða fullkomið, eða skal nú brotið blað í þessu máli, og hafizt handa um raun- verulega verndun og viðreisn Laufásbæjar? Mér finnst enginn vafi ætti að vera á um svarið. Laufásbœinn ber að vernda. En það kostar mikið fé. Bæinn þarf að endurreisa að mestu, og vitan- lega gera það með þeim hætti, að hann geti geymst vandræðaLtið, og fyrirbyggður sé þakleki, vatns- Frunhald á 4 kíðu. Til leseinlii blaðsins Eftir langt sumarleyfi, heilsar Laugardagsblaðið á nýjan leik fjölmennum lesendahópi sínum. Ymsar ástœður hafa til þess legið, að blaðið hefir ekki komið út um tíma í sumar, svo sem langt sum- arleyfi í prenlsmiðjunni, en þarf- laust að rekja þœr hér. En þegar lagt er út á ný, finn ég mér skylt að þakka öll hin mörgu vinsamlegu bréf, er blað- inu hafa borist með þeim hvatn- ingarorðum, sem í þeim hafa ver- ið. Þau hafa sannfœrt mig um, að Laugardagsblaðinu er ekki of- aukið á blaðamarkaði þjóðarinn- ar. Það er von mín og œtlan að halda blaðinu áfram með líkri slejnu og fyrr, en auka á fjöl- breytni efnis efiir föngum. Hafa blaðinu bœtst nýir liðsmenn í því efni. Þá vil ég sem fyrr heita á lesendur blaðsins að senda því fréttabréf. Laugardagsblaðið hef- ir sett sér það mark að flylja fregnir úr byggðum landsins, einkum hér norðanlands, það vill vera tengiliður hinna dreifðu byggða og þéttbýlisins. En til þess að ná því marki er hjálp lesend- anna í senn nauðsynleg og kœr- komin. Óska ég svo öllum lesendum árs og friðar. Frystihúsbygging á Húsavík Slátrun er nú hafin á öllum sláturstöðum í Suður-Þingeyjar- sýslu. Hófst slátrunin á mánudag- inn bæði á Húsavík og Ofeigs- stöðum. Á vegum Kaupfél. Þing- eyinga verður alls slátarað 24 þúsundum fjár. Þar af 2400 á Ófeigsstöðum. Vegna óvenjumikilla fiskbirgða í frys'.ihúsinu á Húsavík,og vegna þess að frystihús í Rvík eru yfir- full af fiski og stórgripakjöti, en þangað hefir að undanförnu ver- ið flutt kjöt frá Húsavík í slátur- tíðinni, horfði til vandræða með frystingu á kjöti og geymslu þess hjá Kaupfélagi Þingeyinga nú í haust, þegar þar við bættist að slátrað er fleira fé en undan- farið. Frystihúsið á staðnum tók ekki nema um þriðjung af því kjöti, sem til féllst. Var því ráð- ist í að reisa frystiklefa við Góður feugur Fyrir nokkru var Hrólfur Mar- teinsson í Yztafelli í Kinn að vitja um silunganet, sem hann hafði lagt í Skjálfandafljót, skammt fyrir norðan Fljótsbrúna undan Ófeigsstöðum. Fann hann þá rek- ið í flæðarmálinu peningaveski, sem hafði að geyma um 5 þús- und krónur í peningum og ávís- unum. Var það óskemmt að mestu. Nokkru síðar gaf eigand- inn sig fram. Var har.n sjómaður úr Flatey á Skjálfanda. Hafði hann verið á ferð um þessar slóð- ir nokkru áður. Mun hann hafa misst veskið, er hann fór út úr bílnum við hliðið á Fljótsbrúnni og það fallið í fljótið. • frystihúsið, og er áætlað að þeir taki um 10—15 þúsund skrokka. Það sem mesta furðu vekur við þessa nýbyggingu er með hve miklum harða hún er fram- kvæmd. Á henni að verða lokið á 17—20 dögum, eða nú fyrir mánaðamótin, og eru allar horf- ur á að þetta íakist. Mun þetta nær einsdæmi um hraða á bygg- ingarframkvæmdum. Ingólfur Helgason og Kristinn Bjarnason á verks'æðinu Fjalar í Húsavík hafa gert teikningu af húsinu og sjá um framkvæmd verksins, en teiknistofa S. í. S. hefir sagt fyrir um einangrun og Björgvin Friðriksson í Reykjavík sér um spírallagnir. ___*____ Útigöngufé í Bríkar- torfu loksins náð Fyrir s. 1. áramó.t sáust þrjár kindur í svokallaðri Bríkartorfu, sem gengur í sjó fram í fjallinu milli Ná'tfaravíkur og Flateyjar- dals. Vegna harðfennis og hálku reyndist ókleift að bjarga þessum kindum í fyrravetur. í haust náðu Flateyingar loks kindunum, sem höfðu gengið af veturinn þar í torfunni. Reyndist þetta vera fullorðin ær og tveir hrútar veturgamlir, svartur og hvítur. Enn er óvíst hver er eigandi þess- ara kinda, vegna þess að eyru þeirra eru stórskemmd af kali eftir frostin í fyrravetur. Kind- urnar voru fluttar til Flateyjar og eru geymdar þar. Álitið er að ærin hafi átt lamb í vor en það drepist.

x

Laugardagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Laugardagsblaðið
https://timarit.is/publication/889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.