Laugardagsblaðið - 24.09.1955, Page 3

Laugardagsblaðið - 24.09.1955, Page 3
Laugardagur 24. sept. 1955 LAVGARDAGSBLAÐIÐ 8 Tvær konur Sönn og spennandi ástarsaga. 5. Ég kvæntist Inger til þess að íorðast það, að hún yrði íyr- ir vonbrigðum, og vegna þess að ég áleit að Eva yrði of mikil freisting fyrir mig. Nú var Eva frjáls. Að nokkrum tíma liðnum yrði hún búin að yfirstíga sorgina. Þá mundi hún aftur geta farið að njóta lífsins, elska og verða elskuð. En ég var bundinn á höndum og fótum, beinlínis vegna þess að ég var kjarklaus og heimskur. En Erik var frjáls, hinn góði félagi minn, sem upp á síð- kastið gat varla horft í augu mín. Er ég var að hugsa um þetta, hringdi Inger til mín og bað mig að borða úti. Hún kvaðst ekki hafa tíma til þess að mat- reiða. Ég var ekki umburðarlyndur við hana um þessar mund- ir. Var fljótur til að láta í ljós gremju. Ég kom ekki fram við Inger eins og góðir eiginmenn eiga að breyta við konu sína. Morgunn nokkurn — tveim mánuðum eftir andlát Dal- sted — sagði Inger að hún ætlaði að heimsækja systur sína aftur. Hún kvaðst hafa í hyggju að dvelja nokkra daga hjá Margit. Bað Inger mig að lána sér bílinn. „Ég þarfnast bílsins sjálfur,“ mælti ég. „Þú getur farið með strætisvagninum til verksmiðjunn- ar,“ sagði hún gremjulega. „Ég hefi jafnmikinn rétt á bíln- um eins og þú. Það eru ekki svo margar skemmtanirnar mínar í hjónabandinu. Mér viroist því sannarlega ekki á- stæða til þess að þú neitir mér um bílinn.“ Ég gat ekki stillt mig og sagði æstur: „Það varst þú, sem stakkst upp á þessu hjónabandi.“ Ég sá þegar eftir að hafa sagt þetta. „Jæja,“ sagði hún. „Þar sem það var ég, sem stakk upp á hjónabandinu, get ég einnig stungið upp á því að við skiljum. Þú munt verða all forviða, er þú heyrir hver það sé, sem er orðinn ástfanginn af mér. Ég hefi séð að þú hefir reynt til þess að ýta undir Erik, svo hann gefi sig að Evu Dalsted. En það er ég, sem hann er orðinn ástfanginn af. Skilurðu það?“ „Þú átt þó ekki við að — að------?“ „Jú. Erik er ástfanginn af mér. Spurðu hann, hver hafi verið með honum daginn, sem Dalsted dó. Og spurðu hann að því með hverri hann ætli að vera í kvöld og annað kvöld. Þú skalt spyrja hann. Hann mun svara.“ Ég gat ekki trúað að þetta væri satt. Sama dag fór ég imi í skrifstofu Eriks. „Hvað er að þér?“ spurði hann, er hann sá mig. „Inger vill skilja við mig. Hún mun hafa augastað á öðr- um.“ Erik roðnaði og sagði: „Jæja. Ertu nokkuð á móti því að losna við hana?“ „Það er þá satt,“ sagði ég. „Ég áleit að hún hefði skrökv- að þessu.“ Mér hafði ekki til hugar komið, að Erik dytti þvílíkt í hug. Mér leið illa. Erik var bezti vinur minn. Hann olli mér miklum vonbrigðum. En mér stóð á sama þótt Inger væri mér ótrú. Erik'ræskti sig dálítið og mælti: „Ég verð að viðurkenna, að ég hefi verið með Inger við og við.“ Hann horfði á mig góðlegu, gráu augunum. „Langar þig til þess að berja mig,“ spurði hann rólega. Ég hristi höfuðið og fór. Sama dag fórum við, ég og Inger, til málflutningsmanns og undirrituðum nauðsynleg skilnaðarskjöl. En ég skildi þetta ekki enn. Erik var miklu meiri sálfræðingur en ég. Hann þekkti mannfólkið betur en ég. Hann hafði sagt mér, að ekki mundi Inger reynast vel sem eiginkona. Hann vissi því að hverju hann gekk. Nei, ég skildi þetta ekki. Hvers vegna breyttist álit hans á Inger svo skyndilega? Fréttir frd ixejarstjórn Akureyrar Stræfisvagnaferðir í okfóber. Þess hefir áður verið getið í blöðum bæjarins, að samþykkt var snemma í sumar, að gera til- raun með strætisvagnaferðir á Akureyri nú í haust. Hafði for- stjóri Strætisvagna Reykjavíkur verið í ráðum með þetta og heitið aðstoð sinni með að lána vagn lil tilraunarinnar. Snemma í þessum mánuði barst bæjarstjórn bréf frá honum þess efnis, að sakir ýmiskonar óhappa gætu Strætis- vagnar Reykjavíkur ekki lánað vagn á þessu hausti. Var því út- lit fyrir að málinu yrði siglt í strand á þessu hausti. En 19. sept.! s. 1. gerði Norðurleið h.f. bænum tilboð að taka að sér tilraun með reksíur strætisvagna nú í október gegn 15 þúsund króna styrk frá bænum. Bæjarráð leggur til samhljóða, að því verði heimilað að gera samning við Norðurleið h.f. um rekstur strætisvagna í október- j mánuði þannig, að félagið hafi hér 1 bíl í föstum rekstri allan mánuðinn ca. 14 kls. á degi hverjum og einnig annan bíl hér slöðugt til taks, er geti tekið nokkrar ferðir á hverjum degi þegar þörfin virðist mest. —1 Norðurleið h.f. gefur bænum ná- kvæma skýrslu um reksturinn, daglegar tekjur og gjöld. Gert erl ráð fyrir, að gjald fyrir fullorðna' verði kr. 1,25 en kostur verði gefinn á að kaupa 10 miða í einu fyrir kr. 10,00. Gjald fyrir börn 3—12 ára verði kr. 0,50. Tillaga bæjarráðs var sam- þykkt. Ekki er enn fullgengið frá því hvaða leið vagninn muni fara, cn gert er ráð fyrir að ivær aðal- leiðir verði farnar á hálftíma fresti, en þó svo, að þegar mest er að gera verða báðar leiðirnar farnar á sama tíma. Miðstöð vagnanna verður við Ráðhústorg.! Verða tvær aðalleiðir þaðan, í stórum drá'.tum, sem hér segir: Strandgata (eða Gránufélagsgata) á Oddeyrartanga, norður hjá U. A., að Gefjuni, upp í Mýrahverfi og síðan á Ráðhústorg. Hin Ieið- in: Frá Ráðhústorgi inn í bæ, upp Spítalaveg, Hrafnagilsstræti, Þór- unnarstræti (seinna Byggðaveg), um Grófargil á Ráðhústorg. í annað hvort skipti verður þessi leið farin þannig, að fyrst verður farið á Suðurbrekkur og síðan í Innbæ og þaðan á Ráðhústorg um Aðalstræti og Hafnarstræti. Til ferðanna verða notaðir á- ætlunarbílar Norðurleiða af Scania Vabis-gerð. Er þeim breytt nokkuð í þessum tilgangi, þannig að vagninn taki 80—100 manns. Lítill vafi er á því, að margir muni fagna þessari tilraun, en þess er þó að gæta, að naumast verður með vissu sagt um, mögu- leika á rekstri strætisvagna hér eftir henni einni saman, er bæði þess að gæta að tíminn er stuttur, og vafasamt hversu vel hann er valinn með tilliti til þess að finna rekstursgrundvöll strætisvagna. Eins ber að líta á hitt, að vagnar þeir, sem notaðir verða eru ekki af venjulegri strætisvagnagerð, eru t. d. ekki með nema einum dyrum, svo að afgreiðsla öll hlýt- ur að ganga seinna en annars, og getur það haft áhrif á rekstur vagnsins. Iðgjöld Brunabóf'a- félagsins lækka. Fyrir lá tilboð frá Brunabóta- félagi Islands þess efnis, að fé- lagið væri reiðubúið að lækka núgildandi taxta frá 15. okt. n.k. þannig: í I. flokki 0,6%o - II. — 1,0%C - III. — 1,8%0 - IV. — 2,5 %o Sériðgjald lækki um 25%. Agóðahluti bæjarins verði 25%. Enda verði núverandi samning- ur við Brunabótafélagið fram- lengdur um þrjú ár til viðbótar frá núverandi samningstíma. Bæjarstjórn samþykkti að ganga að þessu tilboði að því til- skyldu að Brunabótafélagið láni á samningstímabilinu. 1 milljón króna viðbótarlán við áðurfeng- ið og lofað lán til aukningar vatnsveitunnar. Gafnaheifi í Glerórþorpi. Bygginganefnd leggur til, að þj óðvegurin n norður frá Glerá verði nefn dur Hörgárbraut. Hverfið ofan Hörgárbrautar heiti Hlíð, en hverfið neðan Hörgár- brautar heiti Holt. Ennfremur leggur nefndin til, að gamli veg- urinn, sem nú er um Hlíðahverf- ið heiti Glerárhlíð. Götur þær, sem eru á hinu skipulagða svæði sunnan hennar heiti, næst ánni: Langahlíð, efri gatan: Fagrahlíð, þvergöturnar tvær, sem liggja á milli Glerárhlíðar og Lönguhlíð- ar heiti: Austurhlíð og Vestur- hlíð. Gamli vegurinn í Holta- hverfinu heiti Stórholt. Syðsta gatan í Holtahverfi heiti Stein- holt, gatan austan Hörgárbrúar heiti Lyngholl. Var það samþykkt með þeirri breytingu frá Steindóri Steindórs syni, að í staðinn fyrir Glerárhlíð kæmi Lögmannshlíð, hinsvegar var feld tillaga hans um að hverf- ið, sem byggingarnefnd kallar Holt, skyldi heita Gerði. Þá var og .samþykkt að gatan, sem liggur milli Byggðavegar og Þórunnar- strætis skuli heita Ásvegur. Kosið í iðrtskólanefnd. Samkvæmt hinum nýju lögum um iðnskóla tekur bærinn nú við reks'ri iðnskólans, og var kosið í iðnskólanefnd. Þessir voru kosnir: Jón Þorvaldsson, Guð- mundur Guðlaugsson, Steindór Steindórsson og Gunnar Óskars- son. \. U. F. A. HÖFUM VENJULEGA FYRIRLIGGJANDI: Heilhveiti, nýmalað. RúgmjÖl, nýmalað. Bankabygg, nýmalað. Hafra, saxaða. Hrísgrjón, ófægð. Hveitiklíð. Hveitikím. Grænar baunir. Soyabaunir. Linsubaunir. Nýrnabaunir. Hörfræ. Þurrger. Hunang. Eplasýróp. Mjólkursykur. Kandís. Púðursykur. Fjallagrös. Söl. Smóramjöl. Súrkól. Lauktöflur. Þaratöflur. Vifa-Bran. Tejurtir, margskonar. „Karno"-duft. Jurtakraft. Rúsínur m/ steinum. Sana sól. Wöiaulitisið b.f. Ullargrarn Hið velþekkta og margeftirspurða Sportgarn er nú fáanlegt í fjölda fallegra lita. Ennnfremur Cameliogarn með silkiþræði, og Babygarn. Verzlið þar sem úrvalið er bezt! V efnaðarvörudeild.

x

Laugardagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Laugardagsblaðið
https://timarit.is/publication/889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.