Laugardagsblaðið - 01.12.1959, Qupperneq 2

Laugardagsblaðið - 01.12.1959, Qupperneq 2
Sýnisbók liggur frammi í Bókaverzl. Eddu h.f., Strandgötu 19, Akureyri Nýnisliorn af 34 Vestur-íslenzkar æviskrár ture mörg ár. Forseti Þjóðræknisfélagsdeild- arinnar í Arborg og skólastjóri Laugardags- skólans þar mörg ár. Vann að því að koma npp barnaheimilinu The Federated Church Fresh Air Camp, Arborg. Forseti Kvenfélags Sambandssafnaðar, Wpg., ritstjóri kvenna- dálks tímaritsins Brautin. M. 9. ág. 1916: Dr. Sveinn E. Björnson (sjá liann). Börn þeirra: 1. Sveinbjörn Stefán, f. 3. febr. 1920, Medical Examinee for the State of Delaware, U.S.A., á heima í Welmington, Delaware. K. Helga Sigurðsson (dóttir Sigurðar Victors Sigurðson og Kristrúnar Martin, Riverton, Man.). 2. Marion Jona, f. 4. maí 1923. M. Benedikt Verne Benediktson, yfirveður- fræðingur, Comox, B.C. (sonur Gísla Benediktssonar, Wynyard, Sask.). 3. Jona Marion, f. 1917, d. 1918. 4. Eiríkur Grímur Allen, f. 1926, d. 1930. Brautin 1947. Víða getið í blöðum vestan hafs. 1 'l r7| Einarsson, Stefán, Ste 5 Tremont Apts., Winnipeg, Man. F. að Árna- nesi í Nesjum, A.-Skaft., 25. maí 1881. For.: Einar Stefánsson, f. 8. apríl 1864, d. 6. maí 1910, og kona lians, Lovísa Benediktsdóttir, f. 25. sept. 1841, d. 1911 (al. 1913). Einar var sonur Stefáns Eiríkssonar alþm., Árnanesi, og k. h. Gnðrúnar Einars- dóttur, en foreldrar Lovísu: Benedikt, bóndi, Árnanesi, Bergsson (dbrm. Benediktssonar), og k. h. Vilborg Jónsdóttir (í Hafnarnesi, Magnússonar, prests í Bjarnanesi). Stefán ólst upp með foreldrum sínum og stundaði nám í Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1899—1901. Bókhaldari hjá Þórhalli Daníelssyni, Höfn, Hornafirði, 1903—04. Fór þá vestur um haf með foreldrum sínum. Verzlunarþjónn eitt ár lijá Sveini Þorvaldssyni, Riverton, Man. Vann þrjú ár við vörusending- ar í heildsöluhúsi í Winnipeg. Skrifstofustörf þrjú ár hjá C.N.R., Win- nipeg. Starfsmaður og verzlunarstjóri sex ár hjá Sveini Thorvaldssyni, Árborg. Meðritstjóri Heimskringlu 1921—24. Ferðaðist fyrir Crescent Creamery Co. Ltd, Winnipeg, 1925—30. Tók þá við ráðsmennskn hjá Viking Press Ltd. og varð seinna á árinu ritstjóri Heimskringlu og hef- Æviskránnm Vestur-íslenzkar æviskrár 35 ur gegnt því starfi síðan. Einn af stofnendnm Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi og í stjórn þess fyrstu tvö árin. Mörg ár í stjórn- arnefnd Fróns og forseti þess tvö ár. Oft í Is- lendingadagsnefnd og hefur starfað mjög að málum góðtemplara í Winnipeg síðan 1908. Stórtemplar mörg ár. Var ritstjóri Voraldar nokkra mánuði. Gaf eitt ár út bindindisblað, Álþýðuvininn með Agli Erlendssyni (1914). Baugabrot, handbók um stjórnarfar í Canada o. fl. 1924. Auk þess hefur liann þýtt fyrir sambandsstjórn Canada ýmsa pésa úr íslenzku á ensku, nm viðskipti, fiskveiðar, fisksölu og fleira. Sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1945. Heiðursfélasd Fróns o og Þjóðræknisfélagsins. Kom heim til íslands í boði ríkisstjórnarinnar sumarið 1946. — K. 30. des. 1914 Kristín Guðmundsdóttir, f. 7. okt. 1892. For.: Guðmundur Kolbeinsson, hreppstj. á Esjubergi, f. 6. maí 1864, d. 20. jan. 1909, og k. h. Sigríður Gísladóttir, f. 22. febr. 1861, d. 9. okt. 1956. — Börn þeirra: 1. Hörður, f. 21. sept. 1915, fasteignasali, Vancouver, B.C., kvæntur. 2. Arnrún Eleanor, f. 14. maí 1918. M.: El- mer Mayley, Seattle, Wash. 3. Ernest Baldvin, f. 14. febr. 1934, vinnur við myndatökur hjá stórblaðinu Winnipeg Tribune, Winnipeg. Alþingismannat;il 1845—1930, bls. 86. Almanak O. Th. 1933, bls. 42. Víða í blöð- nm vestan hafs. Jóhannsson, Grettir Leo Ásmundsson, 76 Middlegate, Winnipeg, Man. F. í Winnipeg 11. febr. 1905. For.: Ásmundur Pétur Jóhannsson, byggingameistari, f. 6. júlí 1875, og fyrri kona lians, Sigríður Jónasdóttir, f. 17. sept. 1878, d. 1. okt. 1934, sjá þau. Grettir lauk 2. bekk í verkfræðideild Manitobaháskóla og braut- skráðist úr Success Business College, Winni- peg, 1927. Skrifstofustörf og skrifstofustjóri hjá Clare Bros. WeAern Ltd. 1927—30. Fé- hirðir hjá Tóbaksverzlun Islands í Reykjavík 1930, síðan forstjóri yfir fasteignum. Skrifari Fyrsta lútlierska safnaðar í Winnipeg 1938— 46. Endurskoðandi Þjóðræknisfél. íslendinga í Vesturheimi 1935—45. Féhirðir og í stjórn þess félags frá 1945. Skipaður ræðismaður LAUGARDAGSBLAÐIÐ

x

Laugardagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Laugardagsblaðið
https://timarit.is/publication/889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.