Foreldrablaðið - 01.03.1951, Blaðsíða 4
þó miklu fleiri, sem vanrækja þetta með
öllu. Þess er þó ekki að vænta, að þeir
foreldrar, sem eru með öllu skeytingar-
lausir um velferð barna sinna og því fegn-
astir, þegar börnin eru utan dyra heimil-
isins, eins og því miður dæmi eru til, hafi
áhuga á líðan barnanna í skólanum, en
hitt er lítt skiljanlegt, að foreldrar, sem
láta sér annt um lífshamingju barna sinna,
skuli ekkert gera til þess að kynnast
þeirri stofnun, sem barn þeirra dvelst í
hálfan daginn og leggja ekkert af mörk-
um til þess að aðstoða skólann við upp-
eldis- og kennslustarfið.
Nú er það ekkert launungarmál, að
margir foreldrar eru óánægðir með skóla-
starf barna sinna og það stundum með
réttu. Þau viðfangsefni, sem skólinn legg-
ur fyrir nemendurna, eru oft ekki við
þeirra hæfi, börnin missa áhuga á nám-
inu og eru því framfaralítil. Kennarar eru
og misjafnléga starfi sínu vaxnir eins og
allir aðrir menn. En engin úrbót er það
fyrir barnið að vera með sífelldar ásak-
anir í garð skólans eða kennarans í eyru
bamsins eða við nágrannana. Hitt er nær
að beina umkvörtunum sínum til réttra
aðila, en það er fyrst og fremst kennarinn.
Ef til vill er oft og tíðum erfitt fyrir for-
eldra að ná sambandi við hann, en það er
skylda þeirra gagnvart barninu að gera
það og óafsakanlegt, ef það er ekki reynt.
Ef það ber ekki árangur, er sjálfsagt að
leita til skólastjóra eða fræðsluyfirvalda.
Foreldrar mega ekki láta þann ótta aftra
sér, að kennarinn láti barnið gjalda þess,
ef kvartað er. Slíkt er hættulegur mis-
skilningur og óþörf tortryggni í garð kenn-
ara, enda á sá kennari, sem lætur slíkt
henda sig, að snúa sér að öðru starfi.
Þá er ekki síður nauðsynlegt að láta
kennarann fylgjast með því, ef foreldrar
eru ánægðir með skólastarfið. Slíkt er
uppörvun fyrir kennarann og skólann. Af-
skiptaleysið er hættulegast. Hið beina
samband milli foreldra og kennara er
höfuðatriði samvinnu skóla og heimila.
Þá skapast hin gagnkvæmu kynni þeirra
aðila, sem eiga að leggja undirstöðuna að
andlegri heilbrigði, siðgæði og menntun
hinnar ungu kynslóðar.
Það er mikil ábyrgð, sem hvílir á þess-
um tveim aðilum, heimilinu og skólan-
um, og á samstarfi þeirra veltur lífsham-
ingja og velferð barnanna. Hvorugur að-
ilinn má þar undan skorast eða láta sitt
eftir liggja. Barnið er tengiliðurinn og á
kröfu á jákvæðu samstarfi þeirra. Skólinn
er til fyrir barnið, barnið er aðall heimil-
isins. Skólinn óg heimilið eiga að vera ein-
ing um uppeldi barnsins, hvorugt getur
án annars verið.
•
Hann les Foreldrablaðið
,fÉg held, að þú œttir að fara að fá þér gleraugu,
góði minn.
Kennarinn athugar bekkjarskrána, lítur upp
og segir við bekkjarformanninn: Eg sé ekki bet-
ur en það vanti einn nemanda í bekkinn. Hvar
er Jóna? Hún er ekki hér. Ertu eitthvað að
reyna að hylma yfir með henni?
Allir hlægja.
Bekkjarformaðurinn: Nei, en ég saknaði henn-
ar ekki, kennari.
4 FORELDRABLAÐIÐ