Foreldrablaðið - 01.03.1951, Blaðsíða 8
Foreldraþáttur:
Kennarar og foreldr-
ar ættu að ræðast við
í einlægni
ÞAÐ ER ALKUNNA, að gott samstarf og
gagnkvæmur skilningur foreldra og kennara er
eitthvert nauðsynlegasta skilyrði þess, að skóla-
nám og uppeldi barna yfirleitt takist að óskum.
Kennarar og foreldrar eru uppalendurnir i þjóð-
félaginu. Þeir geta oft áorkað því með góðri
samvinnu, sem hvorugum er fært upp á ein-
dæmi. Þá er og fátt skaðlegra en misklíð og tor-
tryggni þeirra í milli.
* * *
ÞARFLAUST ER að taka það fram, að hvor-
ugir eru óskeikulir né kunna ráð við öllum
vanda. Getur báðum auðveldlega skjátlazt, og
fer svo oft, enda sízt á öðru von. Þetta skyldi
haft í huga, ef rætt er um það, sem aflaga fer
um skólanám og uppeldi barna, auk þess sem
fleira kemur til en skóli og heimili — ýmis áhrif
umhverfisins, upplag og aldarháttur.
NÚ MUNDI ÞAÐ geta orðið til stórra bóta,
ef foreldrar og kennarar ræddust við um nám
og uppeldi barnanna. Og Foreldrablaðið er ein-
mitt valinn vettvangur fyrir slíkar umræður.
Vakna ekki stundum ýmsar spurningar i hug
foreldranna um einhver atriði snertandi nám
bamsins eða dvöl þess í skólanum? Og óska
þeir ekki oft, að þeir vissu betur — sæju með
eigin augum, hvað fram fer þar, eða gætu fyrir-
hafnarlítið leitað hjá einhverjum kunnugum
skýringa á atvikum, sem þeim finnast undarleg,
'vitneskju um hátterni og alla framkomu barns-
ins í skólanum og hollra leiðbeininga og hjálpar
til að ráða bót á einhverju því í fari barnsins,
sem erfiðleikum veldur á heimilinu?
* * *
SLÍKUM SPURNINGUM eiga foreldrar hæg-
ara með að svara sjálfir, ef þeir vita gerla,
hversu námi bamsins og störfum er hagað í
skólanum. Og eins er það kennurum til mikils
hagræðis að þekkja deili á skoðunum foreldra
á náminu. Hvorugir ættu að vera hikandi við
að segja skoðun sína afdráttarlaust, en báðum
trúandi til að styðja mál sitt skynsamlegum
rökum og gæta allrar háttvísi.
* * *
FORELDRABLAÐIÐ mundi fúslega taka slík-
ar spurningar og athugasemdir til birtingar,
væru þær svo almenns eðlis, að mönnum yrðu
til nokkurrar leiðbeiningar. Svara og skýringa
yrði svo leitað til kennara, skólastjóra, fræðslu-
fulltrúa, fræðslumálastjóra eða uppeldisfræð-
inga, eftir því sem ástæða væri til. Spurningar,
sem snerta persónuleg mál en samt hafa hag-
nýtt gildi fyrir almenning, yrðu birtar, en nafna
ekki getið.
* * *
ÞÁ VÆRI FORELDRABLAÐINU kærkomið
að birta athugasemdir, sem orðið gætu efni
almennra umræðna um skóla- og uppeldis
mál. Vildu lesendur, sem hug hafa á að kynnast
skólamálum og finna til ábyrgðar hinna full-
orðnu á uppeldi yngstu kynslóðarinnar, skýra
frá því t. d., hvort þeir telji bóklega fræðslu of
mikla í barnaskólum, hvaða álit þeir hafi á þeim
breytingum, sem urðu á skólunum með fram-
kvæmd nýju fræðslulaganna, hvaða áhrif þeim
finnist, að skólavistin hafi á börnin að frá
skildu náminu sjálfu og þar fram eftir götun-
um? Hugleiðingar af þessu tæi eiga hvergi betur
heima en í Foreldrablaðinu.
♦-------------------------------------♦
HÚSGAGNAVERZLUN
Benedikts Guðmundssonar
Laufásvegi 18 A — sími 3692
Framleiðum:
AIls konar húsgögn og inn-
réttingar við allra hæfi
♦-------------------------------------♦
8 FORELDRABLAÐIÐ