Foreldrablaðið - 01.03.1951, Blaðsíða 9

Foreldrablaðið - 01.03.1951, Blaðsíða 9
ísak Jónsson: HVAÐ ER ÁTTHAGAFRÆDI? Fyrri grein ÞESSA SPURNINGU hef ég tíðum heyrt frá foreldrum og nemendum mínum í Kennaraskólanum. Og nú hefur ritstjóri Foreldrablaðsins beðið mig að svara spurningunni. Reynt skal að verða við þeim tilmælum með þeim fyrirvara, að erfitt er að gera þessu máli viðunandi skil í stuttri tímaritsgrein. Nafnið átthagafræði er villandi í tvenn- um skilningi. Átthagafræðin er ekki einhliða fræðsla um átthagana, einkum landafræðilegs eðlis, eins og ýmsir virðast ætla, eða harð- svíruð fræðigrein um þjóðfræðileg efni og þjóðmenningarsöglegar minjar, eins og aðrir hyggja. Átthagafræðin er ekki heldur sérstök fræðigrein, er þjónar ákveðnu ,,fagi“. Sönnu nær væri að segja, að hún væri ómissandi öllum námsgreinum, fyrir alla flokka námsfólks. Hún er hins vegar á námsskrá barnaskólanna og einkum beitt við þrjá yngstu aldursflokka þeirra. Átthagafræðin er fyrst og fremst hag- kvæm starfsaðferð, sem hagsýnn og sam- vizkusamur kennari kýs sér til þess, að honum vinnist kennslustarfið sém bezt og nemendur hans njóti námsins í sem ríkulegustum mæli, ekki aðeins bekkur- irm sem hópur, heldur umfram allt hver einstaklingur, hvert barn í bekknum. Með tilstuðlan átthagafræðilegra starfs- hátta væntir kennarinn þess að geta kom- ið nemendum sínum til þess þroska, sem gáfur þeirra og geta framast leyfa. Með hjálp átthagafræðinnar hyggst kennarinn geta hjálpað barninu til að vaxa að viti, efla vilja sinn og dýpka tilfinningarnar. Hann vill hjálpa barninu til þess að beita athyglinni, einbeita huganum að viðfangs- efninu, læra að hugsa og álykta. Hann vill, að nám barnsins verði ekki aðeins hugarstarf eða ítroðsla, heldur geti barn- ið neytt krafta sinna alhliða og numið bæði með huga og höndum. Þannig geti barnið af námi sínu orðið sjálfbjarga og hamingjusamur einstaklingur, betri náms- maður, sannari borgari. Nafn Dana á átthagafræðilegum vinnu- brögðum skýrir þetta vel: Iagttagelseslære og forstandsövelse. Og Comenius talar fyrir 300 árum um „sanseopövelse“ sem grundvallarnám fyrir yngri nemendur. Þ. e. athygliskennsla og vitsmunauppeldi, æfing í að beita skynfærum sínum. Af þessu er augljóst, að meginmark- mið átthagafræðinnar hlýtur að vera að stuðla að því, að hvert einasta barn sé rétt virkt og vel virkt hvern skóladag, hverja skólastund, Já, meira að segja, rétt og vel virkt að heimanámi undir næsta skóladag, vaxandi að þroska, vinn- andi sér inn þekkingu og hyggindi, sem í hag koma. En í stað þess að fara hér með staðhæf- FORELDRABLAÐIÐ 9

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.