Foreldrablaðið - 01.03.1951, Page 11

Foreldrablaðið - 01.03.1951, Page 11
barnsins og svefnherbergið. Sviðsetningin gæti verið á þann veg að leika að láta systkinin Sigga og Rúnu hátta, sofa og klæða sig í svéfnherberginu. Með þessu eiga að skapast eðlileg tengsl í athugun- um, minninu veitist hagkvæm hjálp, skilningur vex á hlutverki svefnherbergis- ins, áhöldum og tækjum, sem þar eru, hvernig þau eru notuð og hvar geymd. Að lokinni athugun hefur barnið áunnið sér skýra heildarmynd. Það skilur svefn- þörfina og nauðsyn þess að fullnægja henni á réttan og eðlilegan hátt. Og svið- setning verkefnisins hefur veitt þar áhrifa- ríka hjálþ. Mikið er jafnan unnið, þegar búið er að velja viðfangsefnið, leggja það fyrir börnin og afmarka á hagkvæman hátt. Þá er komið að því að kryfja verkefnið til mergjar, gera athugun á því, vinna með það. Athugun verkefnisins Athugun verkefnis er því þriðja þýð- ingarmikið atriði við átthagafræðinám. Til að auðvelda börnum námið, yfir- vegar kennarinn verkefnið og skipar því niður í námsatriði. Hann hagar svo til í kennslunni, að atriðin stigþyngist, og börnin geti hafið námsatrennur að hverju námsatriði, undir kjörorðinu: „Eitt í einu, og hvert atriði ýtarlega!“ Af því væntir hann góðs árangurs. „Meistarinn birtist í takmörkuninni“, sagði Goethe. Nú er það svo, að menn geta numið um ýmsar skynleiðir, sem kallað er. Menn nema um skynleið augans, skyn- leið eyrans, með snertingu (þreifi- og hreyfiskyni) — o. s. frv. Og sé hægt að koma við beinu starfi, þykir það gefa góða raun við nám. Við námsstörf er nauðsyn- legt að leita allra skynleiða. Sá, sem beitir átthagafræðivinnubrögðum, reynir að hugsa fyrir þessu, og lagar starfshætti eftir því. Átthagafræðikennarinn skiptir því námsstörfunum í tvo meginþætti: At- huganir og námshandavinnu: Athugun og samtal Við munnlega athugun á verkefninu reynir kennarinn að haga svo kennslu og námsstjórn, að athuganir geri einstakling- inn ábyrgan, þó að bekkurinn sé allur hafður undir og börnin ekki virk nema í því að heyra, sjá og hugsa. Reynt er að fá börnin sjálf sem mest til að kryfja verkefnið til mergjar, ekki að- eins þá fljóthuga og frömu, heldur einn- ig þau seinlátu og hlédrægu. Erfiðum atriðum er velt fyrir börnunum, og þeim gefinn biðtími til nánari yfirvegana og athugana. Það sjáanlega er fært nær aug- anu, það heyranlega nær eyranu, og það áþreifanlega inn á snertisvið persónunnar, svo að líkt sé eftir orðalagi Comeniusar. Brugðið er upp hlutum og myndum, glöggvandi dæmi tekin og dæmisögur sagðar, svo að minnt sé á meistarann mikla frá Nazaret. Allt er þetta gert í þeim tilgangi, að barnið fáist sjálft til að glíma við viðfangsefnið, fáist til að einbeita sér að lausn gátunnar án mikilla orðaskýr- inga af kennarans hendi. Slíkar orðaskýr- ingar koma oft að gagni, vegna þess að orðalag kennarans kann að vera torskilið og orðaforði barnanna takmarkaður. Stað- reynd er og, að bein þátttaka barnsins örvar áhugann. En þurfi kennarinn að beita orðaskýringum, skyldi hann vera stuttorður og gagnorður, segja aðeins það, sem þarf og draga sig í hlé, þegar hann telur, að börnin geti sjálf haldið áfram athugunum sínum. I mörgum átthaga- fræðiverkefnum koma fyrir börnunum ókunn og framandi orð, t. d. sagnir og heiti. Er þá sjálfsagt að kenna börnunum þau orð. Eitt hlutverk átthagafræðinnar er einmitt að auka orðaforða barnanna og kenna þeim rækilega nýstárleg orð. FORELDRABLAÐIÐ 1 1

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.