Landneminn - 01.06.1948, Side 11
Þau já einnig jafnrétti vi'S íslend-
mga til framleiSslu á öllum slíkum
afurSum á Islandi. (Þetta síSara
atriSi er þó tekiS aftur aS nokkru
1 „fylgiskjali“, hver svo sem fram-
kvœmdin verSur). (5. grein).
5) Bandaríkjamenn fá rétt til
ótakmarkaSra ferSalaga um Island.
(6. grein).
6) Bandaríkin fá rétt til aS
krefja Islendinga „nákvœmra
skýrslna“ um efnaliag sinn og
„hvers konar aSrar upplýsingar sem
ntáli skipla.“ (7. grein).
7) Bandaríkin fá rétt til aS nota
íslenzku ríkisstjórnina sem áróSurs-
stofnun til aS gylla Marshall-áœtl-
unina og göfugmennsku bandaríkja-
stjórnar. (8. grein).
8) Bandaríkin fá rétl til aS senda
hingaS „sendinefnd“, sem launuS er
af íslenzku fé, stendur utan viS ís-
lenzk lög og á aS hafa yfirstjórn
allra þeirra mála, sem samningur-
inn fjallar um, þ. e. efnahagsmála
Islendinga. (9. grein).
9) Bandaríkin fá rétt til aS
skjóta öllum deilumálum viS ís-
lenzka þegna, scm hljótast af fram-
kvœmd samningsins á Islandi, und-
ir alþjóSadómstól, sem þannig er
settur yfir Ilæstarétt Islands. (10.
grein).
★
Slík eru í stuttu máli atriði hins
nýja landráðasamnings, og eru þó
aðeins þau helztu talin. Með hon-
um eru íslenzku þjóðinni snúnir þeir
fjötrar, sem munu reyrast því fast-
ar að henni sem fleiri ár líða. Sú
kvnslóð, sem nú er ung, mun bera
þrældómsmerki þeirra í ríkara mæli
en nokkrir aðrir íslendingar sem nú
lifa, ef landráðin fá að standa ó-
högguð. En minnumst þess, að það
er hægt að tryggja uppsögn samn-
ingsins þegar í haust, er þing kem-
ur saman, ef þjóðin sýnir andstöðu
sína á nægilega einbeittan og ótví-
ræðan hátt. I sókninni að því marki
ber íslenzkri æsku að skipa sér í
fylkingarbrjóst.
★
Landneminn hvetur alla lesendur
sína til að kynna sér efni samnings-'
ins til hlýtar. Afgreiðsla blaðsins
sendir hann hvert á land sem er,
sé þess óskað.
S VAR ÓSKAST. — Framhald af bls. 4.
lyrir sjálfstæði smáþjóðanna. Þau minnast aldrei
á ásælni þeirra til íslenzkra landsréttinda, mót-
mæli ykkar gegn samþykkt herstöðvasamnings-
ins hafa verið vandlega þögguð niður. Þið blót-
ið kannski á laun. Franski sósíaldemokratafor-
inginn Léon Blum bjó til hugtakið ,,la force
troisiéme", „þriðja aflið“, en samkvæmt því eiga
sósíaldemokratar að verða virðulegur „rnilli-
flokkur", e. d. framsókn á heimsmælikvarða,
berjast gegn kapítalismanum á annan bóginn og
kommúistum (les: sósíalismanum) á liinn. ís-
lenzkir sósíaldemokratar hafa, eins og reyndar
skoðanabræður Jjeirra víðar í Vestur-Evrópu,
skilið {jetta á þann veg, að nú væri kapítalisminn
friðhelgur. En hvað með ykkur, unga marxista
í flokki sósíaldemokrata, megið þið ykkar einsk-
is? Finnst ykkur málgögn ykkar nógu skelegg í
baráttunni gegn auðvaldinu og fyrir sósíalism-
anum? Eða vonið þið kannski í lengstu lög, að
einhvern tíma hljóti leiðtogar ykkar að sjá að
sér og snúa sér að þeim verkefnum, sem stefnu-
skrá ílokks ykkar segir til um? Hvílík þolin-
mæði!
Eða er kollgátan sú, að þið séuð engir marx-
istar, viljið engan sósíalisma? Látið þá Marx
gamla í friði á næsta tyllidegi ykkar.
LANDNEMINN 11