Landneminn - 01.06.1948, Side 4

Landneminn - 01.06.1948, Side 4
til að röksanna staðhæfingar ykkar um þræl- dómsást okkar sósíalista. En þrjóti rökin, þá er bent í austur. Að vísu veit ég, að þið trúið ekki sjálfir orðum ykkar, þegar þið romsið upp úr ykkur sögunum um vald „mannanna í Kreml“ yfir skoðunum okkar, hugsunum og hræringum. Þið vitið fullvel, að við ungir sósíal- istar, kynslóð stríðsáranna, höfum þvert á móti orðið fyrir meiri áhrifum úr vesturátt en nokk- ur önnur kynslóð íslenzk. Hins vegar álítum við skylt og lærdómsríkt að fylgjast með fram- kvæmd sósíalismans í Sovétríkjunum og þeim öðrum ríkjum Evrópu, þar sem hún er hafin. Við eigum hins vegar erfitt með að skilja fjand- skap ykkar í garð þessara ríkja. Óvini ykkar er ekki lengur að finna í herbúðum hins alþjóð- lega auðvalds, heldur í þeim „bræðraflokkum“ ykkar, sem reynzt hafa trúir hugsjón sinni og stefnu. Málgagn ykkar, sem fyrir aðeins nokkr- um árum barðist ötullega gegn ásælni auðvalds- ins bæði hér á landi og annars staðar, beinir ekki lengur örvum sínum í þá átt. „Auðvalds- ríki" er óþekkt orð í opinberum málgögnum ykkar í dag, það hefur orðið nafnabreyting: auð- valdsríki verður að lýðræðisríki. Hefur ])á góð- um tnönnum loks tekizt að koma vitinu fyrir kapítalistana, hafa þeir afsalað sér völdunum yfir framleiðslutækjunum, fjármagninu og af- komu einstaklingsíns, eru þeir allt í einu liljóða- laust horfnir úr sögunni, eða börðuzt þið bara við vindmyllur hér á árunum, kæru vinir? Onéi. En livað þá? Þeirri spurningu ættuð þið, vinir góðir, að svara sjálfir. Það er ef til vill ósanngjarnt að bendla ykk- ur við ávirðingar foringja ykkar, þið hafið margir hverjir sýnt, þegar á reið, að tryggð ykk- ar við málstað íslenzkrar þjóðar var einlægari og móður ykkar meiri en þeirra. En samt. . . . Þið álítið ykkur marxista, eða svo hefur mér skilizt. Að ykkar áliti er hið kapítalíska (ég vona, að vkkur mislíki ekki orðið) þjóðfélag því stétta- þjóðfélag, þar sem háð er barátta milli auðvalds- ins og verkalýðsins, þeirri baráttu mun ljúka með valdatöku verkalýðsins, mikils meirihluta þióðarinnar og framkvæmd sósíalismans, með þjóðnýtinau helztu fyrirtækja og skipulagningu atvinnulífsins með þjóðarhag fyrir augum. Þetta ættum við að geta orðið sammála um. Þið ætt- uð einnig að þekkja svo mikið til þióðfélagsmála eða a. m. k. til mannlegs eðlis, að þið gerðuð ykkur það Ijóst, að sósíalisminn verður aldrei Asmundur Sigurjónsson. íramkvæmdur baráttulaust, að kapítalistarnir munu aldrei afsala sér sérréttindum sínum liljóðalaust, og því nauðsynlegt að gera ráðstaf- anir til að fyrirbyggja skemmdarverk þeirra gegn framkvæmd sósíalismans. í viðræðum við ykkur hefur mér skilizt, að þið séuð mér fylli- lega sammála um þetta. En þó eruð þið fullir fjandskapar til þeirra ríkja, sem gengið hafa þessa braut til sósíalismans. Nærtækt dæmi: Tékkoslóvakía. Þar ákveður mikill meirihluti þings og þjóðar með kommúnista og sósíaldem- okrata í fararbroddi að framkvæma fyrirætlanir um þjóðnýtingu helztu atvinnugreina. Grund- völlur undir framkvæmd sósíalismans ér lagður eftir nákvæmlega þeim reglum, sem þið ásarnt okkur álítið nauðsynlegar, éf hún á að takast farsællega. Jafnframt er komið í veg fyrir. skemmdarverk kapítalista og leigusveina þeirra gegn framkvæmdum, sem yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar hefur lýst fylgi sínu við. Áróð- ur fyrir kapítalisma, fyrir örbirgð, ranglæti og öryggisleysi er lýstur ósamrýmanlegur þjóðar- hagsmunum og varðar við lög. Og þá mótmælið þið, hrópið í kór með öllum málpípum auð- valdsins: Hinn ógurlegi glæpur er drýgður, „lýðræðið" (les: kapítalisminn) er afnumið. Þið fyrireefið, að mér veitist erfitt að skilja. Málgögn ykkar fyllast hryllingi, er þau minn- ast þeirrar kúgunar og þess ofbeldis, sem þau ásamt öllum auðvaldsmálgögnum heims segja, að Sovétríkin beiti ná,grannaþjóðir sínar. Hins vegar eiga þau ekki riógu sterk orð til að lýsa örlæti, lýðræðisást og baráttu Bandaríkjanná Framhald á bls. 11.' 4 LANDNEMINN

x

Landneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.