Unga Ísland - 01.01.1905, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.01.1905, Blaðsíða 6
4' ÚNGA ÍSLAND á honum er og að þeim sjálfum er um að kenna, að miklu leyti, hvaða tökum lífið tekur á þeim. En í stað þess kenna þeir um meðbræðrum sín- um, heiminum, óviðráðanlegum og ófyrirsjáanlegum orsökum, hendingum og tilviljunum, það sem þeir mega sjálfa sig um saka og á rót sína að rekja til þeirra sjálfra. Þeir gleyma því að hver er sinnar hamingju smið- ur, ef ekki að öllu leyti, þá þó að miklum mun. Myndin hjerna á undan sýnir og segir frá litlu og fátæku heimili; snauðu af auði og allsnægtum, en auðugu af gleði og friði, ánægju og vonum. Móðirin kemur inn til barnanna á ný- ársdagsmorguninn með nýársgjafirnar þeirra. Þær eru hvorki stórar nje dýrar, en þær eru gefnar af heilum hug og þegnar með glöðu og barns- legu hjartaog innilegu þakklæti,eins og hinni saklausu æsku er eiginlegt. Þær eru rjettar fram af örlátustu og holl- ustu hendinni, sem lífið á, hönd móð- urástarinnar, því að henni er mesta gleðin og ánægjan að gleðja og hugga, blessa og friða börnin sín. Með þeirri viðkvæmni og hita, sem móður- ástin ein á í eigu sinni, óskar hún börnum sínum gleðilegs nýárs og blessunar og heillaáöllum ókomnum æfidögum. Hún óskar þess að þau verði góð og efnileg börn, sem vaxa megi og þroskast í öllu því, sem er gott, fagurt, satt og rjett. Hún óskar og þráir, að hún megi bera giftu til og sjer megi endast aldur til þess að ala þau vel upp og innræta þeim allt, sem er hollt og hreint, gjörir þau at- hugul oghugsandi, reglusöm,sparsöm, einörð, sjálfstæð og kjarktnikil, svo að þau, er stundir líða fram, og þau verða fullorðin, megi verða nýtir menn í þjóðfjelaginu og ættjörðinni til blessunar og sóma. Góð og hugsandi móðir er sjer þess ætíð meðvitandi, að hún áað alabörnin sín upp fyrir þjóðfjelagið og fóstur- jörðina. Hún kennir þeim því snemma að elskaættjörðina,sem er þeirra önnur móðir. Hún vekur lotningu og virðingu hjá þeim á þeim kröfum, sem fóstur- jörðin gjörir til allra sinna barna. Hún innrætir þeim öllum stundum,að þessar kröfur sjeu heilagar og frá þeim megi ekki víkja að ósekju. — Gleði, friður og blessun vefji frjáls- um faðmi öll heimili þessa lands á nýja árinu. Frá Svisslandi er myndin á næstu blaðsiðu. í því landi er landslag að mörgu líkt og hjer á landi, fjöllótt mjög og hálendi með jöklum og snæbreiðum, en fagrir og frjóir skógdalir í milli. A myndinni sjezt gil eða gjá með rimlabrú yfir. Eins og áður er get- ið eru í landi þessu víða skógar tölu- verðir og fella Svisslendingar úr þeim stór trje og leggja lítt tegld yfir þessi gil, sem mikið er um í fjöllunum á Svisslandi. Slíkar brýr eru óvíðahjer á landi. Þó hefi jeg sjeð þær yfir þröngum gljúfrum til fjalla og afrjetta á beitarhúsaleið, en hvergi eru þær nú í byggðum á almannafæri. Takið þið vel eptir þessari mynd ogfestið í minni, því hún er bæði fall- eg og alleinkennileg Myndir eru alls ekki búnar til út í loptið hugsunar- laust og tilganglaust, heldur til þess í senn að gleðja og gagna. Ekkert er svo smátt og lítilsvirði að eigi megi hafa gagn af því, ef það er skynsam- lega og grandgæfilega yfirvegað og hugleitt. Það smáa, sem lítið ber á er opt meira virði, en það, sem stærra sýnist og meira gengur í augun. Á smámunum skerpist athyglið bezt. Þegar þið eruð búin að skoða þessa

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.