Unga Ísland - 01.03.1905, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.03.1905, Blaðsíða 3
UNGA ÍSLAND 19 hattinum af jeg lypti, og til hinna hnatta fer; holl eru mjer |aau skipti. l5ar hyggur hann, að sjer fnuni eigi ofaukið og breytt muni um til batn- aðar, enda finnst honum eigi miklu sleppt. Stökur þessar eru hreinar og Ijettar yfirlitum. Hann er hvorki að gjöra gælur við veröldina nje skamma eða níða, held- l|r talar um hana einarðlega, hispurs- laust og hreinskilið eins og honum þykir hún hafa reynzt sjer. Sigurður Breiðíjörð er fæddur á Vesturlandi í Rit'girðingum 4. marz 1798. Faðir hans hjet Eiríkur, en móðir Jóhanna. Þau voru fátæk •njög, en bjuggu þó og var Sigurður með þeini í Rifgirðingum unz hann var 7 ára að aldri. Fluttist hann þá með þeim að Helgafelii og dvaldist þar um hríð og í grendinni. Seinna fór hann í fóstur tii bóndans á Sveins- stöðum í Neshreppi. Rar dvaidist hann fram að fermingu, en hvarf þá aptur heini til foreldra sinna. Rá voru þau flutt út í Bíldsey á Breiðafirði. Sigurður hafði snemma gaman af bókum, en var þungur til vinnu og latur. Rótti hann vel gát'aður og nám- fús og sökum þess var honum kom- ió til mennta að Helgafelli hjá séra Gísla Ólafssyni, er þar var um þær mundir. Átti hann seinna að fara í skóla, en eigi varð af því, sökum fá- tæktar. Fór liann þá til Kaupmanna- hafnar, nam beykisiðn og kom heim aptur fullnuma að þremur árurn liðn- um. Dvaldist hann þá nokkra stund á ísafirði við verzlun og beykisstörf. Fyrir og um hans daga var gengi rímna og rímnakveðskapar hvað mest og skáld þau, er þær ortu í miklum metum höfð hjá alþýðu. Sigurði var snemma sýnt um að yrkja og gjörðist því brátt höfuð rímna- skáld samtíðar sinnar og ávann sjer aljoýðuhylli, er aldrei sveik hann. A/lun óhætt að fullyrða, að hann hafi eins mikið dregið fram lífið um dagana á ljóðagjörosinm,eins oglíkamlegri vinnu. Fáir hjer á landi munu hafa ort meira að öllu tiltíndu, en hann. En eigi á að meta manninn eptir því,hversu miklu hann afkastar, heldur hvernig það er gjört, sem hann gjörir. Helztu dvalarstaðir Sigurðar eptir að hann kom úr fyrstu utanför sinni, voru ísafjörður ogStykkishólmur. Enda var flest frændlið hans og vinafólk á Vesturiandi. Ró ói hann manninn í Kaupmannahöfn veturinn 1819 20. Orti hann allmikið á þessum árum. Hann var hviklyndur við flest, er hann tók sjer fyrir hendur og hvarflaði að mörgu. Var hann á reiki r'ram og aptur, ýmist utan lands eða innan, Enda kunni hann lítt með íje að fara og skorti það jafnan. Hann var líka talsvert lmeigður tii drykkjar og bætti það eigi um fjárhaginn eða staðfest- una. Til Reykjavíkur flutti hann að vestan 1820, og dvaldist þarum fjögraára tfma, að því sinni. Vann hann þar að beykis- iðn og verzlun og orti nú drjúgum. Meðal annars, er hann kvað þar, var Draugsríma. Hún er skemmtileg og fyndin og sýnir giöggt, að Sigurði fer Ijettlyndiö oggamansemin einna bezt. Frá Reykjavík íór hann til Vestmann- eyja, og var þar þangað tii um haustið 1830, að hann sigidi til Kaupmanna- hafnar. Var það ráð hans, að lesa lögog hafði honum safnast nokkurt fjetil þess af Vesturlandi. En lítið varð úr laga- náininu og dvölin skömm í Dan- mörku. Tók hann nú brátt að skorta fje. Sjest það glöggt á Ijóðabrjefi, er hann hefir skrifað G.faktor Stephensen.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.