Unga Ísland - 01.03.1905, Side 4

Unga Ísland - 01.03.1905, Side 4
2Ó UNOA ÍSLAND Kennir þar margra grasa og er þetta eitt í : Leiðast fór mjer iífið þar, lækkaði’ í mjer rómur, þegar um jólin varð jeg var, að vasinn minn var tómur. Pá leitaði hann á konungs náðir, og gjörðist hans maður og sigldi frá Höfn með kaupfari til Grænlands. Átti hann að kenna Skrælingjum hákarla- veiðar og vera beykir konungsverzl- unarinnar. Um þettafarast Sigurði þannig orð : Kongi færði’ eg bónarbrjef, að bæta mína hagi; seðla því í höndum hef helzt af stærra tagi. En samt duga ekki má að iðka lagafræði, seðlana mjer sýgur frá sjerhvert lítilræði. Nú á að byrja nýja för, norna valda leikir, Grænlands til jeg keyri knör, kongshöndlunarbeykir. Sigurðurvar á Grænlandi fjögur ár. Þar orti hann Númarímur. Eru þær einna beztar allra rímna hans. Mansöngv- arnir eru margir einkennilega fallegir og hafa víða á sjer bragð ómengaðs skáldskapar. Að þessum tíma liðnum, hjelt hann aptur til Kaupmannahafnar, en þaðan eptir skamma dvöl heim til íslands. Kom hann útí Stykkishólmi um haust- ið 1834 ogvarþartvö í ár. Á þessum árum fjekk hann Krist- ínar nokkurar lllugadóttur. Gekk það ekki skafið. Átti hún eignir nokkr- ar. Bjuggu þau nokkur ár, en fjeð gekk fljótt til þurðar og urðu þau að bregða búi vorið 1841. Fór hann þá að Eiði í Reykjavík með konu sinni ásamt ungum sveini, er þau áttu. Fjög- ur ár lifði Sigurður í Reykjavík við þröngan kost og illa æfi. Höfðu kjör hans aldrei verið jafnköld. Sumarið 1846 gengu mislingarnir hjer á landi, og andaðist hann úr þeim, Var hann áður þrotinn að heilsu og svo bláfátækur, að hann skorti allan nauðsynlegan aðbúnað í legunni. Fáir eða engir hirtu um hann og er það mál manna, að hann hafi dáið úr sulti. Pað voru nú kvæða- launin. Auk ríninanna hefir Sigurður ort fjölda annara Ijóða. Er sumt prent- að, en rnargt á dreifingu í handritum hjer og þar. — Árið 1894 kom út úrval af ritum Sigurðar. Bjó Einar Benediktsson það undir prentun. Er það vel og smekk- lega gjört og hlýjum orðum og mak- legum um höfundinn farið í formála1 bókarinnar. Ættu sem flestir að eiga það rit og lesa, er kynnast vilja Sig- urði Breiðfjörð. 1) Jeg liefi lijer að nokkru stuðst við það, sem þar er sagt. Xoæði og stökur eptir Sigurð Sreiðfjörð TiL barna. O, þjer blíðu englar smá í óspjölluðum blóma, leiki frfða látið sjá líkt og jólum sóma. Jeg kem líka’ að leika mjer, lítinn skal mig gera, að öllu slíkur eins og þjer óska’ jeg helzt að vera. Læra feginn leiki smá og lætin vil jeg fögur,

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.