Unga Ísland - 01.03.1905, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.03.1905, Blaðsíða 7
UNGA SLAND Voru allir hestar heim reknir, því að allt fólk skyldi til kirkju ríða. Var Stjarna í þeirra flokki. Pá kom Vind- ur heim á hlað, og þekkti hann þegar nióður sína. Frá þeini degi elti hann móður sína, alla hennar æfi. Til hvers sem hún var tekin, fylgdi hann henni avalt, og þá er hann var þroskaður orðinn, og sjálfur tekinn til starfa, var sjaldan unnt að ná honum í haga, nema hún væri tekin fyrst, en þá stóð hann ætíð kyrr. Skapillur var liann svo, að e'igum hesti var með þeim vært. Aldrei var hægt að hafa fleiri hesta við sama stall sem þau vóru, nema Vindur væri bundinn, þvíað hann beit þá jafnan frá stallinum. Þegar Stjarna gamla var komin til ara sinna, var henni slátrað. Vindur kom þá heim ineð henni, sem venja lians var, og var hann byrgður inni 1 hesthúsi. Stjarna var skotin við skothús, sem var lítinn spöl frá bæn- um, og ganglimirnir ásamt húðinni fluttir burt af blóðvellinum. Fleginn hausinn lá hjá beinagrindinni. Vindi var hleypt út um kvöldið, og hljóp hann þá hneggjandi um tún og engjar, til að leita móður sinnar. I’eg- ar jeg fór að gæta búsmalans snemma uæsta morguns, varð mjer gengið fram hjá staðnum, sem Stjarna var skotin á, og þar stendur Vindur yfir flegnu höfði móður sinnar og hengdi haus- 'nn niður á milli framfótanna. Jeg vildi teyma hann burt, en þá var hann svo iiiur, að ekki mátti nærri honum koma. A þessum stað stóð hann þann ðag allan, en næsta morgun var hann ^arinn, og hefir aldrei síðan ver- 'ð með öðruni hestum í haga, en á- valt farið einförum. Hann er allt af að verða styggari og skapharðari, eptir því sem ellin færist yh'r hann, enda hefir lífið leikið hann grátt um dag- ana. Strandamaður. 23 Samlar hesfavísur. Rauður minn er sterkur, stór, stinnur mjög til ferðalags, Suður á land hann feitur fór, fallegur á tagl og fax. Hesturinn minn heitir Brúnn hann er ekki falur, þótt bjóðist annar beizlahúnn 1 og banka-ríkisdalun Fallega Skjóni fótinn ber framan eptir hlíðonum. Af góðum var hann gefinn mjer, gaman er að ríða’ ’onum. Mjög sig teygði mjóstrokinn, makkann sveigði gullbúinn. Steinum fleygði fótheppinn fögur beygði munnjárnin. i) hestur Leggjum stund á kærleikann Verum börn mín vingjarnleg við alla. Rað kostar ekki peninga að vera vin- gjarnlegur og kurteis við alla, sem vjer höfum eitthvað sainan við aðsælda. En á hinn bóginn verður eigi vinsemd og kurteisi metin til psninga. Hýrt viðmót, háttprýði og kurteisi prýða hvern mann. Ress vegna er rjett að temjasjer það snemma, svo að oss verði ljúft og Ijett að láta það í tje hverjum, sem í hlut á og vjer gleymum því aldrei. Vjer þurfum daglega að hafa margskonar mök og viðskipti hvert við annað. Pau verða hægri og á- nægjulegri, lífið bjartara, hjartað slær Ijettara, hugurinn hressist, ef vjer gef- um hvert öðru nokkur hlý og vin- samleg orð í kaupbæti. Að taka inni- lega og hlýtt í hendi þeirra, er bágt

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.