Unga Ísland - 01.05.1905, Síða 2
34
UNQA ÍSLAND
Amma mín
Jeg gleymi því aldrei, hversu mjer
þótti skemmtilegt og rólegt í rökkrun-
um á kvöldin, þegar amma mín var
að segja okkur krökkunum sögur og
kenna okkur kvæði og stökur.
Við söfnuðumst utan um hana eins
og ungar umhverfis hænu. Hún sat
undir sumum, en hinir stóðu í hvirf-
ingu í kring, eins þjett eins og unnt
var. Allir kepptust við að vera sem
næst henni, til þess að heyra sem
allra bezt og geta fylgst með.
Pegar frásögnin var byrjuð, vorum
við grafkyrr og þögul eins og steinar.
það var hægt að kaupa okkur til alls
fyrir sögur. þótt við værum opt löt
og óþæg, þá urðum við þæg og
eptirlát, ef okkur var heitið fallegri
sögu.
Amma mín kunni mesta sæg af
sögum og var full margs konar fróð-
leiks, og óspör á það hnossgæti
við okkur, enda komum við okkur
vel að því að nefna það við hana og
minna hana á, ef hún dró á langinn
eða gleymdi að efna þess konar lof-
orð.
Hún stytti okkur marga stundina,
blessuð kerlingin, hjelt okkur frá usla
og ólátum, — og mjer er óhætt að
segja — hafði rnikil og holl áhrif á
hugsana- og tilfinninga-líf okkar, sem
ekki var svo sjerlega fjölskrúðugt eða
víðtækt á þeim árum.
Jeg er nú búinn að gleyma mörgu
af því, er jeg nam af henni, en áhrif-
in, er hún hafði á mig, skilja aldrei
við mig og minning hennar lifir æ
hlý og Ijúf og hjartfólgin í brjósti
mjer.
Að vísu er þetta ekki neitt sjerstak-
legt, að því er mig snertir, því að
flestir hafa áttömmur, sem þeir unna
og muna meðan þeir lifa.
Amman er eins og barnsins önnur
móðir, og opt miklu ástríkari og um-
hyggjusamari. Hún ber það á hönd-
um sjer, fræðir og gleður með öllu
móti. Hún kennir |aví fyrst að skilja
og þekkja lífið, vekur hjá því trú og
ást á ættjörðinni og því, sem er ein-
kennilegt og sjerstætt fyrir þjóð þess
og land. Hún gefur því góða leið-
sögn og heilræði og segir því, hvað
það eigi að varast, og eptir hverju
það eigi helzt að keppa, til þess að
verða góður og nýtur maður í þjóðfje-
laginu á fullorðinsárunum. —
AMMA SEGIR SÖGUR.
Á fyrstu síðu hjer á undan er mynd
af gamalli konu og nokkrum börn-
um. Hún er amma þeirra og er að
segja þeim sögur. Hún segir þeim
aldrei aðrar sögur en þær, sem eru
fallegar. En fallegt er allt, sem að
einhverju leyti ergagnlegtog nytsamt
lífinu.
Húner núnaaðsegjaþeimþessasögu.
Góð systkin.
Einu sinni voru fátæk bændahjón á
sveitabæ í Norvegi. Þau áttu tvö
börn, sem hjetu Vilhjálmur og María.
María var átta ára, en Vilhjálmur sex,
þegar þessi saga gerðist.
Foreldrarnir voru bæði ungog hraust
og kviðu eigi lífinu nje fátæktinni. lJó
mátti heita, að börnin væru aleiga
þeirra. En þau voru undurgóð og
mannvænleg börn og foreldrar þeirra
gerðu sjer miklar vonir um þau og
reyndu snemma að innræta þeim trú
á sjálf sig og ættjörðina og kenna
þeim dyggðir og fagra siðu.
Þessunr fátæku hjónum hafði allt til
þessa farnast vel, og ánægja og frið-
ur og blessun ríkti á heimili þeirra.
lJau voru því sæl og unduvel hagsínum.
En hjer fór sem optar, að hamingju