Unga Ísland - 01.05.1905, Side 4

Unga Ísland - 01.05.1905, Side 4
36 UNGA ÍSLAND ekki svarað því með vissu, en við von- um það, sagði mamma hans og kyssti hann á vangann,— Svo var María grafin. En Vilhjálm- ur harmaði systur sína lengi og þráði hana. Nú var hann einn síns liðs og hafði engan til þess að leika sjer við. En hann vonaði allt af og beið þess að María kæmi, af því að honum þótti svo undurvænt um hana. Á hverju vori skreytti hann leiðið henn- ar með fegurstu vorblómunum, blóm- unum sem henni hafði þótt vænstum og fegurst í lífinu. Vilhjálmur var góður drengur og vandaður, og alla æfi mesti lánsmað- ur. Og Maríu systur sinni gleymdi hann aldrei. Lóan. Nú ertu komin, kœra vina mín ! og kvœðin nýju lœtur til min óma, svo mjúk og þýð, er maisólin skín, er mina leysir fósturjörð úr dróma. Pjer œgði’ ei förin yfir sœdjúp köld þvi œttlandsþrá þig bar á vœngjum sínum, þvi glcðiljóð þú lœtur öma’ i kvöld, svo tjúf og góð úr hörpustrengjum þínum. Og eins jcg vildi eflaust fylgja þjer, ef urlög bœru mig til Suðurianda, því lifna mundi Ijúfsár þrá hjá mjer að leita heim til œttlands sögustranda. Þvi þegar vorsól vorblóm kyssir blitt og vefur fjöllin björtum geislafeldi, mjer finnst mitt œttland œtið þá sem nýtt og œgir verða' að björtu iöfraveldi. Og þú skalt yrkja’ um ísland Ijöðin þin er einn jeg sit hjá þjer i vorsins nœði, og eygló skcer á vesturvegum skin og vœrðin breiðist yfir fold og grœði. Er svefnró fœrist yfir blómin blá og blœrinn vefur þau í arma sina, þá vil jeg una’ i aftankyrrð þjer hjá, jeg elska þig og vorsins söngva þina. S. K. Pjetursson. Allir menn, nngir og gamlir, þekkja Lóuna og kunna nokkur skil á högum hennar og háttum. Fáir eða engir fuglar eru oss kærari, en hún, enda er hún trygg og rótgróin íslenzkri sum- arnáttúru. Hún kentur til Iandsins snemma á vorin (í apríl og maí) og hreiðrar sig um land alit, út um mela og móa, og verpur fjóruin eggjum módropóttum að lit. Hún er fjörugur, Iífmikill og undurfallegur fugl, sísyngjandi og kvakandi bæði á flugi og fæti. „Dírrindí" er söngurinn hennar. Hún telst til þess fuglaflokks.er vaðfuglar nefn- ast. Hún er farfugl, og flýgur hjeðan á haust- um (í september) til heitari landa og hefir þar vetrarsetu (er þar meðan hjer er vetur). Eað er líkast því, að þær sjeu að halda flug- æfingar á haustin áður en þær hefja brottför- ina fyrir alvöru. Þá eru þær að herða og stæla ungana til farflugsins, svo að þeir örmagnist eigi og gefist upp á leiðinni. Seint í september koma þær í stórhópum heim undir bæina og fylkja sjer um velli og engjar. Allt í einu spretta þær svo upp, skipa sjer í fleygfylkingu á fluginu og þjóta eins og leiptur gegn um loptið í bugðum og sveiflum. Síöan Iækka þær eins og örskot tlugið og

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.