Unga Ísland - 01.02.1906, Page 4

Unga Ísland - 01.02.1906, Page 4
12 UNGA ÍSLAND angrinum á fætur öðrum til að berja á Grikkjum. Var það ógrynni liðs og vel búið að vopnum og ailri lier- neskju. En af herferðum þessum hafði hann hina mestu sneypu, skap- raun og skaða, sem kunnugt er, og vann ekki á. Endaði með því, að hann varð að hrökklast heim í ríki sitt við lítinn orðstir og upp frá því varð fremur sókn en vörn frá hendi Grikkja. Voru þeir honum allóþaríir upp frá því og leystu nýlendurnar í Litlu-Asiu algjörlega .ndan vfirráð- um og áþján Persa. Xerxes hjet konungur Persa. Við hann áttu Grikkir hina fyrnefndu o?r- ustu í Laugaskarði í júlimánuði árið 480 fyrir fæðingu Krists. Konungur jiessi var hinn mesti harðstjóri og grimmdarseggur, hroka- fullur, dáðlaus og sællífur mjög, en jióttist öllu mega til leiðar snúa sök- um ríkis sins og herafla. Hugði hann því að lítið mundi verða úr Grikkj- um, er þeir litu herafla 'hans^’og all- an viðbúnað. Bjóst hann við að þeir mundu eigi treystast í móti að snúa nje viðnám veita, en gefast upp jiegarog ganga sjer á hönd. Hann vildi eigi leggja trúnað á sögur þær, er honum voru sagðar af hreysti þeirra ogharð- fengi, ættjarðarást, frelsisþrá og lög- lilýðni. Harðstjóranum kom auðvit- að slík einkenni mjög á óvart. Hann hefur sennilega aldrei kennt þess í hrjósti sínu um dagana, enda átti hann örðugt ‘að skilja ágæti þess og að menn gætu lagt sig svo i hættu sök- um þess. En Grikkir færðu honum brátt heim sanninn. Er Grikkir spurðu, að Xerxes væri kominn yfir Hellusund með óflýjanda her og stefndi inn á Grikkland, urðu þeir mjög óttaslegnir, sem von var. Áttu inenn fund með sjer í Korinþu- borg og báru saman ráð sín. Voru allir á eitt sáttir að verjast Persum meðan kostur væri og láta fremur lffið, en selja land og lýð í vald liarð- stjórans. Var þar gjörð sú bráða- LAUGASKARÐ.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.