Unga Ísland - 01.09.1906, Síða 1

Unga Ísland - 01.09.1906, Síða 1
^ ÍS<M* MYNDABLAÐ HANDA BÖRNUM OG UNGLINGUM 10 0 6. 9. TBL. SEPTEMBEB. II. ÁRG. cfienjamín dranRlín fæddist í borginni Boston í Banda- ríkjum Norður-Ámeríku 17. janúar 1706. Faðir hans Josias Franklín var sápugjörðarmaður og kerta og hafði fluttst frá Englandi 1682, en á þeim árum var mikill fólksflutn- ingur til Yestur- heims frá Eng- landi sökum ó- stjórnar þar í landi. Foreldrar Benjamíns áttu 17 börn og var hann þeirra yngstur. Hann var settur í skóla á 8. ári, en for- eldra hans skorti efni til þess að kosta hann þar nema einn vet- „ . , Beniamin ur, og var hann þá settur við kertasteypu. Það græddi liann þó af þessari stuttu . skólaveru sinni að hann lærði dá- vel að skrifa. Þegar hann var 12 ára var hann orðinn leiður á lcerta- steypunni og vildi verða sjómaður, eins og' einn bróðir hans, en faðir lians vildi það alls ekki og samdisl loks svo með þeim, að hann íór til annars bróður síns að læra prent- iðn, gekk svo nokkur ár og var hann ákaflega iðinn og reglusamur. Það sem honum áskolnaðist fyrir vinnu sína hafði hann til hóka- kaupa og las hann oft langl fram á nætur. Þeim samdi þó ekki bræðrunum og fór Benjam í n loks þaðan og til Fíla- delfíu; var hann þá 17 ára. Þegar þar kom var hann öllum ó- kunnugur og átti að eins 2 dali 1 vasanum. Hann keypti sjer þrjú brauð til matar en gaf þó þegar tvö af þeim fá- tælui konu, sem hafði orðið hon- um samferða nokkuð af leiðinni. Hjer komst hann til prentara nokkurs og hjelt áfram iðn sinni, eignaðist hrátt prentsmiðju og gaf út blað. íþeirri horg lifgi hann mestan hluta æfi sinnar. Þó var hann um tíma á Englandi og nokkur ár í Frakklandi sem sendiherra Bandaríkjanna. Hann Franklín.

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.