Unga Ísland - 01.09.1906, Side 2
66
UNGA ISLAND.
var einstakur maður að iðjusemi
og samviskusemi og það kom þess-
um bláfátæka unglingi að svo góðu
liði, að hann varð heimsfrægur
maður og einhver þarfasti maðnr
ættjörðu sinni. Þó að hann væri
algjörlega sjálfmentaður maður varð
hann frægur vísindamaður og heið-
ursfjelagi enska og franska vísinda-
fjelagsins og upp úr mestu fátækt
varð hann auðugur maður, og var
þó hans mesta ánægja að liðsinna
hágstöddum. En allur hans fi'ami
var lians miklu manndygðum að
þakka. Hann andaðist 17. apríl
1790.
17. jan síðastliðinn voru mjög
mikil hátíðahöld um gjörvöll Banda-
ríkin til minningar um 200 ára af-
mælisdag hans.
Æfisaga þessa mikilmennis er til
á islensku og er hún liin hesta bók
til lestrar handa unglingum. Hún
sannar að hinum umkomulausasta
unglingi er kleyft að komast til hins
mesta gengis í heiminum. Af því
að bók þessi er svo óvíða til nú
orðið verða fáeinir kaflar úr henni
birtir í Unga íslandi og eru þeir
þess verðir, að þeir sjeu lesnir með
mikilli athygli.
§ampo gitlilappi.
Framh.)
Framkvæmdin kom þegar á eftir
orðunum. Sampo beitti lireininum
fyrir sleðann sem hann var vanur.
Siðan hjelt hann út á fannirnar. »Eg
ælla þó að aka eitthvað á leiðina til
Rastekais«, liugsaði hann. Síðan
þaut hann yfir ísinn á ánni og þá
áfram eftir bakkanum hinumegin.
Nú var Sampo kominn til Noregs,
því að Tanakvísl skilur Noreg og
Lappland. En ekki vissi Sampo neitt
um það.
Þú sem les þessa sögu um Litla
lappa, hefur þú nokkurn tíma sung-
ið þessa vísu: »Hlaup þú, hlaup þú
hreinninn minn«. Þekkir þú fallega
kvæðið, sem blessaður karlinn hann
Franzin biskup hefur ort? Þann
mann elskar öll Svíþjóð og alt Finn-
land. Og hefur þú tekið eftir titil-
blaðinu á lcvæðum hans? Þar er
mynd af lapplenskum dreng, er læt-
ur hreininn draga sig á fleygiferð
yfir fannirnar. Sampo Litlilappi er
honum líkur. Hann sat með sama
hætti á sleðanum sínum og söng :
»Dimt er um geim
en leiðin er löng;
sinn mínum söng,
sentu þig heim.
Úlfar ýlfra á snjó,
engin hjer fæst ró«.
Og Sampo sá úlfana, þegar hann
söng þetta. Þeir voru að sjá sem
gráir hundar í dimmunni, þar sem
þeir hlupu umhverfis vagninn og
reyndu að glefsa í hreindýrið. En
Sampo varð ekki ókvæða við það.
Hann vissi vel að úlfarnir voru ekki
eins ljettir á sjer sem hans fóthvati
hreinn. En nú var gangur á, því
að hann fjékk hellu fyrir eyrun af
þytnum. Sampo lofaði hreininum að
hlaupa. Brast við í fótum hans og
máninn rann í köpp við hann og
ekki bar á öðru en klettarnir hlypi
með. En Sampo stóð alveg á sama.
Slíkur akstur var unaðslegur, og
hann hugsaði ekki um neitt annað.
Nú varð að snarbeygja fyrir hól
einn. Valt þá sleðinn um koll og
Sampo datt úr honum og lá eftir á
skaíli. Hreinninn vissi ekki afþessu
óhappi. Hugði hann að Sampo sæti
enn í sleðanum og hljóp alt sem af
tók. Svo mikill snjór hafði komið í