Unga Ísland - 01.09.1906, Side 3
UNGA ISLAND.
67
munninn á Sampo að hann gat ekki
kallað í hreininn til að stilla hann
og lá hann nú þarna í náttmyrkrinu
úti á fönnunum eins og sjúk fjall-
mús. Voru þaðan margar rastir til
mannahíbíla, hvert sem fariö var.
Sampo varð bilt við í fyrstu, og
er það engin furða. Hann skreið
nú sem fljótast á fætur úr skaflinum.
Hann hafði ekki meitt sig neitt, en
hvaða gagn var honum að því ? Það
litla sem hann sá í tunglsglætunni
var eintómur snjór, stórar fannbreið-
ur og há fjöll. En eitt fjallið gnæfði
þó yfir hin öll, og Sampo sá nú að
hann stóð rjett neðan undir Rastekais.
Nú rann honum það í hug að hjer
bjó liinn grinimi fjallvaldur, sem
gleypti hreininn í einum munnbita
og smásveina eins og mýflugur. Þá
varð Sampo Litlilappi hræddur. Nú,
hefði hann heldur kosið að vera í
lcofanum hjá foreldrum sinum. En
livernig átti hann að komast þangað ?
En ef fjallvaldurinn hitti hann nú
þarna í snjónum og gleypti hann í
öllum fötunum eins og veslíngs mý-
flugu !
Þarna sat nú Sampo okkar Litli-
lappi uppi í Lapplandsfjöllum i snjó
og náttmyrkri. En sá geigvæni for-
ynjusvipur, sem þar var yfir öllu!
Rjett fyrir framan hann stóð fjallið
Rastekais, eins og dimmur og risa-
vaxinn skuggi, og þar bjó fjallvald-
urinn. Lítið gagn var að því, þótt
liann settist niður og orgaði, því að
tárin frusu samstundis og urðu að
ísi og ultu niður á sneplótta hrein-
slunnstreyjuna lians eins og haglkorn.
Hann linti nú grátinuin, er hann sá
að hann var gagnslaus og stóð upp
og vildi ganga sjer til hita.
»Jeg frýs í hel, ef jeg held hjer
kyrru fyrir«, liugsaði hann. »Nei
þá fer jeg heldur til fjallvaldsins. Ef
hann etur mig, nú, þá etur hann
mig. En jeg skal segja lionum að
jeta lieldur úlfana, sem eru á sveimi
um fjöllin lians. Þar finnur hann
feitara á stykkinu en á mjer; og
hann á hægra með að melta skinnið.
Sampo tók sjer nú fyrir hendur
að ganga upp á fjallið. Þá er liann
liafði klifrað skamma stund, heyrði
liann Ijett fótatak í snjónum og í
sömu svipan kom þar hlaupandi stór
og sneplóttur úlfur. Litla Lappa-
hjartað í honum Sampo tólc til að
slá óðara, en hann tók það ráð að
látast vera alls óhræddur.
»Hlauptu ekki í veginn fyrir mig«,
kallaði lrann til úlfsins. »Jeg á er-
indi við fjallvaldinn, og gáðu aðlubb-
anum á þjer, ef þú verður mjer of
nærgöngull«.
»Já, já, minna má nú gagn gera«,
sagði úlfurinn, því að öll dýr í Ra-
stekais kunna að tala. »Hver ert
þú, litli karl, sem ert að brjótast
upp eftir þarna i sniónum ?«
(I'ranih J
Síjörnufíröp.
Allir kannast við stjörnuhröpin;
þau sjást nálega á hverri nóttu þeg-
ar heiðríkt er. Mest eru þau þó um
11. ágúst og 13. nóvember. í fyrri
daga var lialdið að það væru stjörn-
ur, sem hröpuðu og er nafnið dregið
þar af, en síðan liafa menn komist
að því að þetta eru steinar, sem detta
niður á jörðina. Þeir verða glóandi
við það að fara gegn um loftið og
sýnist ljósrák eftir þeim eins og æ-
tíð, er ljós fer hart yfir t. d. þegar
glóð er veifað í myrkri. Stór stjörnu-
hröp heita vígahnettir og er mjög
tilkomumikil sjón að sjá þá; þeir
springa með háum gný og stundum
með litskrauti miklu. Vígalinöttur