Unga Ísland - 01.09.1906, Síða 4
68
UNGA ISLAND
sá, sem myndin sýnir, fjell á Þýzka-
landi fyrir skömmu og varð náð af
honum ljósmynd. Stjörnuhröp og
vígalinettir var talin ills viti og var
mikil lijátrú á því, en nú eru slík
hindurvitni höfð að engu.
Vígahnöltur.
SíoRRöné
er sá fugl af andakyninu, sem einna
víðast er kunnur, því að hún á
heima um allan norðurhluta hnatt-
arins. Hjer á landi hefir hún ýms
nöfn, sem eru mjög á reiki og sitt
á hverjum stað. Ivalla sumir hana
stóru-gráönd eða stóru-móönd, aðr-
ir stokkönd, grasönd eða græn-
höfðaönd og enn fieiri nöfnum.
Steggurinn er alment kallaður
grœnhöfði og er hann vel að því
nafni kominn, þvi að höfuð hans
er allt fagurgrænt langt niður á háls.
Hann er dökkmórauður á bring-
unni en gráleitur á bak-
inu og' um búkinn. Of-
an á vængjunum miðj-
um eru dökkgrænar smá-
fjaðrir með bláleitri slikj u;
það heitir »spegill«. A
bakinu aftur við vélið
eru tvær smáfjaðrir, sem
beygjastíhring upp á við.
Þær sjást hjer á mynd-
inni.
Öndin er mórauð á lit
með dökkgrænum spegli
á vængjunum. Hún er
heldur minni vexti en
steggurinn.
Endur þessar hafast
mest við á grunnum
tjörnum oggrónum mó-
gröfum, eða við læki og
kíla, þar sem móar eru
eða mýrarflóar. Sjaldan
eru þær margar saman.
Þær eru styggar og var-
ar um sig, sjá og heyra
vel og eru þefvísar. Er
þvi erfitt að komast nærri
þeim. Þær lljúga vel og
erugóðir sundfuglar. Þær
gela einnig gengið all-
vel og özla oft um fióa og seyrur
til þess að alla sjer ætis. Eru þær
gráðugar og eta bæði gras og ræt-
ur, orma, snígla, hrogn og smásil-
unga og lleira það, sem fyrir verður.
Þær gera hreiður sín helzt í mó-
um nálægt tjörnum, ám eða vötn-
um, í viðarrunnum eða grasi.