Unga Ísland - 01.09.1906, Qupperneq 5

Unga Ísland - 01.09.1906, Qupperneq 5
UNGA ÍSLAND. 69 Eiga þær 8—16 egg og unga þeim út á 26 dögum. Ungarnir eru mjög bráðþroska, sækja þeir i vatn þegar þeir eru nýskriðnir úr eggjunum og ekki fatast þeim sundið þótt smáir sjeu vexti. Þeir vaxa dagvöxtum aö kalla má og eru orðnir ilevgir sex vikna gamlir. Stokkendur eru hjer á landi all- an veturinn og hafast við þar sem Grœnhöfði. dý eru og kaldavermsl. 1 hörkum leita þær til sjávar og' eru jafnvel taldar farfuglar að nokkru leyti. Sumstaðar hjer á Iandi og víða í öðrum löndum eru tamdar endur. Þær eru líkar stokköndum að vaxt- arlagi, enda hyggja menn að þær eig'i til þeirra ætt sína að rekja. Heimaendur hafa margvislegan lit- arhátt, eins og ílest tamin dýr og eru að því leyti og ýmsu íleiru frá- hrugðnar orðnar ættingjum sinum. Dyg’gdir Franklíns’. Benjamín Franklín skifti hinu góða, sem hann ætlaði að innræta sjer í 13 dyggðir. Sparneytni. (Borðaðu ekki þangað til þú linast upp; drekk þú ekki þangað til þú ræður þjer ekki). Pagmœlsku. (Talaðu ekki ann- að en það sem getur orðið þjer eða *) Franklíns æfi. Kbh. 1839, bls. 39. öðrum til nota). Reglusemi. (Lát hverja sýslan hafa sinn tíma, hvern hlut sinn stað). Fasirœði. (Einsettu þjer að gera það, sem þú átt að gera, og framkvæmdu nákvæmlega það, sem þú einsetur þjer). Sparsemi. (Eyddu engu nema það sje þjer eða öðrum að gagni, engu til ónýtis). Iðni (Eyddu ekki tímanum til ónýtis, hafðu ávalt eitthvað þarft fyrir stafni.hafstu aldrei neitt óþarft að). Einlœgni. (Vertu hreinn og ráðvandur í liuga og talaðu samkvæmt því). Rjettsýni. (Gjör engum mein með rangindum, nje með því að Iáta velgjörðir falla niður, sem þjer er skylt að veita). Hófsemi. (Forðastu hvað of er eða van). Prifnað. Jafnlyndi. (Láltu aldrei smámuni bíta á þig, nje venjulega athurði, sem ekki má forðast). Skir- lifi. Auðmýkt. Hann sá bráðlega að hann mundi ekki fá v a n i ð sig á dyggðir þessar i einu, þessvegna ásetti hann sjer að venja sig á eina í senn, og þegar hann væri orðinn nokkurnveginn tamur henni, þá að hyrja á annari. Af því honum skildist að ein dyggð mundi beina veg lil annarar, þá rað- aði hann þeim eins og fyr var sagt, því sá sýndist lionum beinastur veg- ur. Síðan bjó liann sjer til kver, strykaði á hverja hlaðsíðu 7 lang- stryk og 13 þverstryk og skrifaði vikudaganöfnin efst milli langstryk- anna, en dyggðanöfnin niður írá milli þverstrykanna. Þannig hafði hann reit lianda sjerhverri dyggð á hverj- um degi vikunnar og merkti hann í hverjum reit hversu oft á dag lion- um varð á að gleyma hinni tilteknu dyggð. Hvert kveld hjelt hann reikn- ing við sjálfan sig um hinn Iiðna dag.

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.