Unga Ísland - 01.09.1908, Síða 2

Unga Ísland - 01.09.1908, Síða 2
66 UNGA ÍSLAND. Gíslasoii, liáskólake (Niðurl.). ----- Við Hafnarháskóla stundaði Konráð fyrst lögfræði, en síðan málfræði; var hann afburðavel að sjer í latínu og íslensku. Hann ijekk árið 1846 veit- ingu fyrir kennaraembætti við lærða skólann í Reykjavík, en tók aldrei við því, en varð 1848 dócent í nor- rænum málum við háskólann í Höfn, og reglulegur prófessor við sama skóla 1862 og þar til hann sagði því starfi af sjer 1886. Ivonráð hefur unnið afarmikið og þarft verk um dagana. Orðahókina hans (dönsk-íslensku) þekkja allir; hann álli líka mestan og bestan þátt í samningu orðabók- arinnar (íslensk-ensku), sem kend er við Cleasby. Hann var einn af stofn- endum tímaritsins Fjölnis, sem kom út í Höfn 1835—1847 og skrifaði margt gott í það rit. Annars eru rit hans um íslensk efni mjög mörg og merlc og skyldi hver góður íslendiugur kynna sjer þau eftir föngum, og vert væri að lesa ítarlega æfisögu lians í Tímariti Bókmenntafjelagsins 1891. Eill af því, sem prýddi Konráðekki livað minst, var trygð hans við alla vini sína, menn og skepnur. Og svo mikið varð lionum um, eitt sinn er liann misti hund, sem hann átli, að liann skrifar kunningja sínum, að nú hafi hann mist seinasta vin sinn, að sjer sje nú fallinn allur ketill í eld og að síðan hafi liann ekkert getað gert. Konráð var heiðraður á margan hátt fyrir vísindastarfsemi sína, með- al annars sæmdi háskólinn í Lundi hann doktorsnafnbót. Hann dó í Kaupmannahöfn 4. janúar 1891. Um eitt skeið voru íslendingar af- burða íþróttamenn. Frá blautu barns- beini tömdu þeir sjer allskonar iþrótt- ir, sem aukið gátu hreysti, snarræði, liugdirfð og fimleik, og ekki kom það ósjaldan fyrir, að þeir reyndu sig við útlenda kappa í íþróttum, og stóðu þeim á sporði. Fleslar íþróttir þær, sem íslending- ar iðkuðu, voru liinar sömu og tíðk- uðust um önnur Norðurlönd. I3ó voru nokkrar þeirra cilislenskar, og þeirra á meðal var gliman. En þegar tímar liðu, dofnaði lijer yfir öllu íþróttalífi. Fleslar íþróttirn- ar, sem formnenn liöfðu getið sjer frægð fyrir, gleymdust, að undanskil- inni glímunni. Þó stundum væri liún litið iðkuð, voru þó oftast einhverjir menn á landinu, sem lijeldu henni við, svo að hún gfeymdist aldrei. Nú seinuslu árin hefur mikið auk- ist áhugi manna, einkurn yngri kyn- slóðarinnar, á iþróttum, og er það helst að þakka ungmennafjelögunum. Sjerstaklega liafa menn veitt íslensku glímunni meiri athj'gli en áður. Ung- ir menn i ýmsum hjeruðum lands- ins hafa æfl liana af kappi og verð- laun hafa verið veitt liinum frækn- ustu. Eins og við má búast, liefur glím- an Iirej'lst eigi alllítið frá því sem var í fornöld. Ymsum brögðum er sjálf- sagt slept og öðrum hætt við, en lík- lega hefur hún þó aldrei komist nær því en nú að geta heilið iist, — list, sem vekur aðdáun allra sem á lioría. Siðastliðið sumar sýndu nokkrir færustu glímumenn landsins konungi vorum og föruneyti hans íslensku glimuna. Gerðu útlendingar hinn besta róm að íþróttinni og kváðu liana taka langt fram glímum þeim,

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.