Unga Ísland - 01.01.1909, Side 9

Unga Ísland - 01.01.1909, Side 9
UNGA ÍSLAND. 7 fagurt skín hreystin góð, fegurst skín rósin rjóð runnin á mel! Elstu menn. i. I bibliunni er sagt frá mönnum er urðu afargamlir. Metúsalem, langafi Nóa, varð 969 ára. Ekki verður sagt með vissu hvernig þessi hái aldur er talinn, en víst er að styttri tími en nú hefur í þá daga verið kallaður ár. Frá síðari tímum er þessaramanna getið. Um 1640 lifði á Englandi mað- ur að nafni Tomas Parr og var hann þá 152 ára gamall og vel ern. Hann þótti hið mesta undur fyrir aldurs sakir, og var kallaður til hirðar Karls I. Áður hafði hann lifað við óbrej'tta fæðu, en er hann kom til hirðarinn- ar, var að lionum haldið ýmsu sæl- gæti, og fjekk hann af því magaveiki og dó. Læknirinn sem stundaði hann var Harvey, sá er fann (1619) hring- rás blóðsins, og sagði hann að liann hefði getað lifað í mörg ár enn. Árið 1670 dó úr innkulsi í York á Englandi Henry Jenkins skipstjóri, og var hann á 169. árinu, hann hafði synt yfir á er hann var rúmlega tí- ræður (= 100 ára), En fáum árum fyrir andlátið bar hann vitni fyrir i'jetti um það, sem skeð hafði fyrir 140 árum, var liann þá með sonum sinum tveimur, var annar 102 ára en hinn 100 ára gamall. Norskur bóndi að nafni Guvington hefur mjög verið annálaður. Hann varð 160 ára og átti þá 9 ára dreng úr síðasta lijónabandi, en elsti son- ur karlsins var 108 ára. Elsti núlifandi maður ætla menn að sje negri að nafni Bruno Cetim. Hann á heima í Buenos Aires (í Argentínu í Suðurameríku) og er rúmlega 150 ára að aldri. Ráö. Að vita hvað tíma líður i myrkri. Opl ber svo viö aö ekki verður sjeð á úriö vegna myrkurs og engin eldspíta er við liendina, og er þá gott aö kunna þetta ráö. Taktu einu sinni eptir er þú dregur úrið þitl upp, hve opt smellur í þvi. Jeggjöriráö fyrir, að þú gjörir þetta þegar þú háttar, og að þú háttir venjulega á sama tíma — deildu nú meö 24 í smellatöluna og hef- urðu þá hve margir smellir eru fyrir hvern klukkutima. Siðangeturðu hvenær sem er lieyrt hvað klukkan er, með því að draga liana upp og telja smellina. T. d. 120 smellir eru á 24 tímum, þá 5 á timanum. Pú háttar kl. 11, vaknar seinna ogdregur úrið upp og' eru þá 27 smellir, sem gera 5 tíma og 40 mín. klukkan er þá 4 og 40 min. Hefurðu athug'nð að spegilmyndin er öfug. — Þegar þú horf- ir í spegi) verður allt vinstra megin i mynd- inni, sem er hægra megin á þjer, og hægra megin á myndinni, sem er vinstra megin á þjer, (t. d. liendin). að klukkan verður á hverjum degi tvisvar hið sama nema 12 að eins einu sinni þ. e. á hádegi. — KI. 12 á miðnætti er aðeins takmörkin milli daganna og heyri því hvorugum til. ad allur tími er annaðhvort liðinn eða ókominn. (Pú ert t. d. að lesa. Pað, sem þú hefur þegar lesið, heyrir til liðna tim- anum, hitt ókomna tímanum). > Slii-ítlur. Unga húsfreyjan: Er það ekki undar- legt hvað síldin er sölt, það lifa þó íleiri fiskar i söltu vatni! I skóla: Presturinn var að líta eptir

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.