Unga Ísland - 01.11.1909, Page 2

Unga Ísland - 01.11.1909, Page 2
UNGA ÍSLAND 82 sýslumannsstörfum í Árnessýslu, Snæ- fellsnessýslu (5 ár) og Gullbr. og Kjósarsýslu (5 ár) og var hann á þeim árum þrisvar sinnum kosinn al- þingismaður fyrir Snæfellsnessýslu. Um 23 ára skeið var hann mála- llutningsmaður hjer og tímakennari í lærða skólanum aldarfjórðung. Margar bækur hefur Páll ritað í sagnfræði og allar skemtilegar lestrar, svo sem Fornaldarsögu, Miðaldasögu, Nýusögu og Norðurlandasögu, málið óvenju lipurt og hreint. Sjálfurhefur maðurinn verið mesta ljúfmenni og prúðmenni og er hvers manns hug- ljúfi þeirra er honum hafa kynnst. Hann er nú nýlega orðinn alblindur og lcominn i kör, en minni heldur hann góðu og er málhress vel. Hann er heiðursfjelagi bókmenta- fjelagsins, sæmdur riddarakrossi danne- brogsmanna og nýtur heiðurslauna úr landssjóði. Tómas Alva Edison. (Niðuri.), Edison fór nú að langa til að gefa út blað sjálfur, þegar svona vel gekk fyrir honum með blaðasöl- una og hann var ekki lengi að koma þeirri hugsun í verk. Hann keypti dálítið af aflögðum stíl hjá blaði því sem hann var vanur að selja og fjeklc að búa um sig í gömlum járnbraut- arflutningsvagni, þar var skrifstofa blaðsins og prentsmiðja. Þetta vakti mikla eftirtekt, jafnvel lieimsblaðið »Tímarnir« í Lundúnum gat þessa einlcennilega blaðs og ekki leið á löngu áður Edison varð að leggja upp 400 eintök af blaði sínu. Blaðið var ó- sköp lítið og efni þess var einkum járnbrautartöflur, verðlag og smáfrjett- ir, semferðamenn varðaði sjerstaklega. Járnbrautarþjónarnir höfðu mjög gaman af fyrirtækinu og aðstoðuðu Edison eftir föngum við útgáfuna, en þar sem hann seldi einnig blöð fyrir aðra, varð hann að fá nokkra drengi í þjónustu sína því starflð varð brátt svo umfangsmikið. Frjettirnar í blaði Edisons voru svo staðbundnar við járnbrautarleið þá er liann fór, að aðrir út í frá höfðu þeirra lítið gagn, þær voru t. d. um breytingar á liag eins eða annars járnbrautarþjónsins, um að þessi eða hinn vagninn hefði verið tekinn til aðgerðar o. s. frv. Einu sinni fann hann upp á þvi snjallræði að auglýsa að nöfn allra áskrifenda yrðu prentuð í blaðinu og segir hann að við það hafi mjög fjölgað kaupendum. Þeir höfðu gam- an af að sjá nafn sitt á prenti. Hann segist hafa verið mjög upp með sjer af blaði sínu og skoðað sig áhrifa- mikinn rithöfund á þeim slóðum, sem hann ferðaðist. Edison tók nú að leita sjer meiri mentunar og keypti aðgöngumiða að bókasafni og las þar öllum stundum, var það einkum efnafræði og aflfræði. Nú fór hann og að gera efnafræðis- tilraunir í vagnklefa sínum, en end- irinn varð sá, að í vagninum kvikn- aði hjá lionum þegar lestin var á ferðinni. Hann misti þar aleigu sína og var rekinn burtu. Var haun nú um kyrt heima um sinn og gerði til- raunir með ritsíma. Einu sinni bjarg- aði hann með stöku snarræði, ung- barni, sem var að verða undir járn- brautarvagni. Faðir barnsins var símastjóri og kendi honum í launa skyni að síma og varð hann svo sím- ritari. En hann var alt af með ýmis- konar tilraunir sem yfirboðurum hans mislíkaði og gat því ekki verið lengi í sama stað og loks var hann rekinn algerlega úr símaþjónustu. Hann hafði þá búið til vjel sem sendi sjálf

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.