Unga Ísland - 01.11.1909, Blaðsíða 5
UNGA ÍSLAND.
85
slæmur drengur, alveg eins og eplin
skemdust í skálinni af þessu eina
skemda epli, sem látið var saman við.
Þú heíir lítið hirt um það, þó jeg
hafi sagt þjer það, og þvi var jeg nú
að láta þig sjálfan þreifa á því með
þessu dæmi«.
Þelta varð Róbert miklu minnis-
stæðara en áminningarnar. Hann
þurfti ekki annað eftir það, en að
hugsa um skemdu eplin til að forð-
ast illan fjelagsskap.
[»Nýtt Kirkjublað«J.
V etrargestir.
Nú er kominn vetur með snjó og
frost, og menn halda sig innanhúss,
sem mest, en
klæða sig ann-
ars vel, ef út
er farið.
En þeir sem
ekkert hús eiga
til þess að flýja
í — og það eru
meðal annars
snjótitlingarnir
okkar — verða
að leita sjer
svo sem undir
steini eða moldarbarði. En þegar
snjórinn hylur jörðina, þá eru þessir
veslingar svangir, þeir leita þá heim
að bæjum, því að þar er stundum
hægt að finna eitthvað til bjargar,
einkum hjá fjárhúsunum, þegar moð-
ið er borið út, því að þar er ætíð
töluvert af fræjum, sem er þeirra
uppáhalds fæða.
Þessir vetrargestir ættu að vera öll-
um kærkomnir og einkum þó ung-
hngunum, sem tíma hafa afgangs til
þess að fagna litla hópnum.
skjóls annarsstaðar,
Best er að moka ofan af dálitlum
bletti í varpanum, eða annarsstaðar,
sem lítill snjór legst á, og færa þang-
að moð; það ætti að vera í hrúgu,
en ekki dreifa úr því, lofa þeim að
gera það sjálfum og svo þætti þeim
ósköp vænt um brauðmola, einkum
hveitibrauðs, og svo bygg, hafra og
lirísgrjón. Það er ekki vert að láta
mikið út fyr en fuglarnir hafa fund-
ið blettinn, en svo venjast þeir brátt
á að finna staðinn, og þá er ánægjan
fullkomin.
Nú vonar U. ísl. að sem flestir
taki vel á móti gestunum og skrifi
því svo hvernig gengið hefur, hvern-
ig móttökunni var hagað og meðal
annars hvað þeim þótti best af því
sem fram var reitt. U. ísl. vill svo
launa þetta á síðan með einhverju.
Bónin.
Faðirinn lá veikur og bað son sinn
að sækja sjer vatn í körfu. Dreng-
urinn fór niður að lind með körf-
una og fylti hana af vatni, en áður
hann komst hálfa leið heim, var allt
runnið úr henni, hann reyndi aftur
og allt fór á sömu leið, hann reyndi
nokkrum sinnum enn og fór svo heim
til föður síns og sagði honum að
þetta væri ekki hægt.
Já, jeg bjóst við því sonur minn,
en sjáðu nú hvað karfan er samt
orðin hrein. — Það var eiginlega
önnur bón, sem jeg vildi biðja þig
og hún er sú, að þú lesir sem mest
af því sem fallegt er og gott, jeg býst
ekki við að þú munir það allt á eftir,
en af því verður þú sjálfur góður
maður.