Unga Ísland - 01.02.1911, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.02.1911, Blaðsíða 10
UNGA ÍSLAND ð átti altsaman að vera handa börnnm og gistihússþjóríum, Ferð'alagið gekk heldur en ekki seint; hvað eftir annað þurfti hann að fara úr vagninum. Stundum til að tína ber,stund- um til þess að klappa hesti eða hundi; eða þá til þess að gefa krökkum sætindi. — Eg hefi engan séð jafn bamgóðan og góðan við skepnur. Hann reitti grashanda liestunum, sem vóru fyrir vögnunum. Og ef hánn mætti smátelpum á leiðitini, þá hafði hann mestu skemtun af því að fá þær til að láta aftur augun og rétta einn fingur upp í loftið. Svo smeygði bann hring á fingurinn og gaf þeim eins mik- íð sælgæti, og þær vildu hafa. Við komum að seli hátt uppi í fjöllum og þar vildi liann endilega standa við og sjá lifnaðarháttu þar. Svo borðaði þessi ríki bankaeigandi af sveitamatnum í selinu og knnni svo vel við sig, að hann bað um að fá að koma að sumri ogbúa þar um ííma. Svo gaf hann manninum, sem átti selið, 5 krónur handa hverju barn- anna og bað hann að setja það í spari- sjóðsbók handa þeim. Við fórum ásmáskipi uppeftir þelamerk- urvötnunum, ogallurferðakostnaðurinn var borgaður fyrirfram;ensamt varríki maðurinn altaf hræddur tim, að hann hefði of lítið með sér af peningum. Hann hafði hér um bil 500 kr. í norskum peningum á sér í Þelainörk, en þegar við vórum komnir vestur yfir fjöllin til Harðangurs, varhann búinn að gefa það altsaman og varð að senda boð eftir meiru. Svo keypti hanu perur og epli og annan kassa fullan af góðgæti. En það entist ekki lengi, þegar komið var út í strandferðaskipið. — Á þilfarinu stóðu tveir hestar; þegar liann kom auga á þá, hljóp hann til þeirra með perur og ætlaði að gefa þeim. En annar hesturinn kærði sig ekki um ávexti. Þá kom litla dóttir frammistöðukonunnar ineð brauð handa hestinum. Það þótti Frakklendingnum svo vænt um, að hann gaf telpunni Ijómandi fallegan hring. Seinna var honum sagt, að telpan væri svo dug- leg og hirtin og færi vd með alt, semi hún ætti. Þá tók hann 15 krónnr upp úr vasa sfnum og bað móður hennar að setja það í sparisjóðinn undir ííáfni telp- unnar. Já svona var hann, maðurinn sá! VanskiL Þenna hálfa mánuð, sem eg hefi haft »Unga ísland« með höndum, hafa mér borist mörg bréf frá kaupendum þess, og allflest hafa verið kvartanir um /an- skiláblaðinusíðastl.ár. Sumirsegjastaðeins hafa fengið örfá blöð alt árið o. s. 'rv. — Þó þessi vanskil séu eigi mjer að kenna skal eg gera alt, sem eg get til þess að bæta úr þessu, jafnóðum og mér berast bréfin, og vona eg, að dgi líði á löngu, áður en alt er komið í röð og reglu aft- ur. Skyldi þó svo fara, að einhver kaup- andi verði fyrir vanskilum á þessum árg., bið eg hann að gera mér aðvart hið bráðasta, því vel getur verið, að það. stafi af því, að eg er enn ókunnugur afgeiðslu- og útsendingabókum blaðsins Gamlar skuldir eru kaup. vinsamlega beðnir að senda hið bráðasta, og skulu þeim þá bætt vanskil, er kunna að hafa orðið á blaðinu, með því að sendaþeim með næsta pósti tbl. þau, er þá vantar, og jafnvel tbl. úr eldri árgöngum, ef þess er óskað. Eldri kaupendur og nýir geta fengið >-Unga íslands« frá upphafi fyrir 50 au. hveru árg., ef fleiri eru teknir, en 60 au. einstaka árganga. Heilabrot: Talnaskrtft. 1.) 1,2,3,4,5,6 stór á; 1,3,4 goöheiti; 2,3,4 húsdýr, 4,3,5 fallegt blóni; 1,3,6 og 4,3,5,6 kvemimannsnöfn; 5,2,3,4 stórtvatn; 5,6,4 voldugasti maður í heinii o. i? fl. felst i þessu íslenska árheiti. — 2). 1,2,3,4,5,6 stórt spendýr; 2,3,4,5,6 fugl; 3,4,5,6 verkfæri. Prentsin. D. Östíunds.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.