Unga Ísland - 01.06.1911, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.06.1911, Blaðsíða 5
UNGA ÍSLAND 45 ||ón gigurðsson4 —1811—1911 — Aldarminningin er nú um garð geng- in. En endurminningin um þann dag á að lifa lengi hjá oss. Fegurri dag hefir ísland sjaldan litið! Hásumarsólin helti þann dag. Allir vóru bræður! —-------- — — — Þannig getur endurminning- in um góðan og mikinn mann unnið það kraftaverk, er ókleift virðist öllum þeim íslendingum, sem nú eru á lífi: Jón Sig- urðsson dáinn safnar og sameinar ís- lensku þjóðina heilan dag. Tengir hana geislablessun sinni yfir landið brosandi, bjart og fagurt. Skáldin sungu sín feg- urstu ljóð, málsnjallir menn héldu ræður um Iand alt, háskóli íslands var stofnað- ur, allsherjar-iðnsýning opnuð, íþróttamót Ungmennafélags íslands var hafið þann dag og stóð í viku. Allir vóru glaðir. Þras og þref, hatur og úlfúð gleymdist saman með megingjörðum ættjarðarástar- innar og vekur íslendingseðlið ríkt og sterkt í brjóstum vorum! — Þrátt fyrir alt sundurlyndi og flokkadrátt hér á landi dylst þó sú ósk og þrá heitust í brjósti livers góðs drengs að vera ís- lendingur og vinna að heill og hamingiu landsins, sem við eigum öll. — Þessa

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.