Unga Ísland - 01.08.1912, Síða 2

Unga Ísland - 01.08.1912, Síða 2
UNGA ÍSLAND 50 ui’ og friður í órjúfandi sameining eins fagurlega skráður og í bók nátt- úrunnar. — Sál manns fellur fram í auðmjúkri þögulli tilbeiðslu. Og þakklætið við Guð-föður streymir eins og sumarhlýr blær gegn um hjarta manns og hverja taug. Á fjöllum uppi finnur maður svo glöggt til þess, hve maður er lítill og smár í samanburði við náttúruna, af því að þar efra er alit svo slórvaxið og tilkomumikið. Og það er einmitt sú »smæðar-tilfinning«, sem veitir mannsandanum vöxt og þroska þann, er vér getum ekki án verið. — ★ ★ Fjallgöngur eru altíð sumarskemlun erlendis, en því miður alt of lítið iðkaðar hér á landi. Fáar »skemt- anir« eru eins hressandi, lieilnæmar og þroskandi. Og eigi getur maður á annan hátt betur kjmsl landi sínu. Ættu ungmennafélögin að sam- einast til þessháttar ferða á suinrum í stað funda til upplyftingar í sum- arstritinu. Veit eg enda til þess, að sum þeirra hafa gert það og liaft mikla gleði af því og góðan árangur. -- — í Noregi er það all-títt að einstakir menn eða félög eigi »//a//a- ko/aa á fallegum stað, sem vel liggur til bæði vetur og sumar. Fara svo þaðan t. d. á sumrum í fjallgöngur, berjamó, silungsveiði o. s. frv.; en á vetrum í skiðaferðir inn yfir fjöll og firnindi. Eru kofar þessir vel úr garði gerir, lilýir og traustir. Bygðir eru þeir fiestir úr lieilum plönkum eða bolviði ótelguðum — því að nóg er timbrið í Noregi — geirnegldir á hornum, opnir upp í rjáfur eins og íslenskar baðstofur með arinn fyrir stafni og Ijóra í þaki. Er þar oft glatt á kvöldum og kátt á bjalla, er hausta tekur og kólna, og kvöldin gerast dimm og löng. Þá er kyntur arineldurinn og eigi spöruð viðarskíð- in. Bregða eldslogarnir fiögtandi birtu á andlitin ungu, er þyrpast að hlýjunni og bjarmanum, meðan haust- nóttin sveipar húmblæju sinni um hlíð og dal og dökkan skóg, þar sem stórfugl*) flögrar, og rjúpan kurrar i rauðbrúnu lynginu. Ógleymanleg eru mér sum þeirra kvölda! — Myndin er af einum þessara »fjalla- kofa«. Ole Bull. VII. Á ferð og flugi. Ole Bull fór nú á ný víða um ver- öld og spilaði bæði lieima og erlendis. 1858 ferðaðist hann vikutíma um Upplönd í Noregi og hafði þá i för með sér skáldið Ásmund frá Vinjum. Veturinn 1858—1859 bjó hann á Val- strönd og bygði upp á ný öll bæjar- húsin. Hinn 17. maí 1859 gekk hann við hlið Björnstjerne Björnsons í skrúð- göngunni í Björgvin. Veturinn á eftir vígði hann »Norska félagið« í liöfuð- slaðnum með spili sínu. Herópin norsku kváðu við hvaðanæfa. En í Dröfn létu menn opinberlega í ljósi vanþóknun sína á þessu þjóðvakning- rastarfi Ole Bulls. Á liljómleik einum hafði liann látið byrja á því að mæla fram kvæði á nýnorsku eftir Ásmund frá Vinjum. Og liegningin varð sú, að hann fékk að eins fáeina áhejrr- endur í næsta sinn. En í Kristjaníu höfðu borgarbúar *) „Stórfugl" kalla Norðm. skógarhænsnin Piður og Orra Ritstj.

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.