Unga Ísland - 01.08.1912, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLAND
55
Kári, Njáll, Már(us), Oddgnýr, Ragnar,
Skarphéðinn, Steinar, Valtýr, Vil-
mundr, Þórir, Önundur, Örn.
J. Ö. J. Skagfirðingnr.
Báðar hliðarnar.
Þeir voru bræður, og hétu Stebbi
og Óli. Eitt vorið var þeim lofað í
kaupstaðinn. Þeim varð gengið of-
an í fjöru. Sjómenn voru nýkomnir
að og höfðu með öðrum aíla fengið
stóra lúðu. Stebbi varð svolítið á
undan Óla ofan í fjöruna; hvíta bliðin
á lúðunni sneri upp; hann sá ekki
annað og gekk í burt með þá sann-
færingu, að Iúðan væri alhvítur fisk-
ur. Hann mætti Óla uppi í fjörunni
og sagði honum, að hann hefði séð
stóran, flatan fisk, sem héti lúða og
væri alhvítur. Óla langaði lika til að
sjá hana. Þeir skilduþá; en áður en
Óli kom, hafði einhver hásetinn snú-
ið lúðunni við, svo nú vissi svarta
hliðin upp. Óli sá því ekki annað
en svarta lúðu. Hann flýtti sér þang-
að, sem foreldrar hans gislu. Stebhi
var þá í mesta máta að lýsa fyrir
systur sinni stóra hvíta fiskinum, sem
hann liafði séð í fjörunni og nefndur
væri lúða. »Og þú skrökvar Stebbk,
sagði Óli; »lúðan er ekki hvít; hún
er svört, eg sá hana líka«. »0! nei,
það ert þú, sem skrökvar«, sagði
Stebbi; »hún er hvít; eg sá hana með
með mínum eigin augum«. »Og eg
sá liana líka með mínum eigin aug-
um«, sagði Óli, »og mín augu eru
eins góð eins og þín, og hún er svört«.
Eftir langa stælu og mörg orð, sem
ekki vóru nærri eins falleg eins og
drengirnir sjálfir, ruku þeir í hárið
hvor á öðrum; báðir þóttust hafa á
fyllilega rétlu að standa — en í því
kom pabbi þeirra að þeim. Þá er
hann fékk að vita ágreiningsefnið,
tók hann sinn við hvora hönd og
leiddi þá ofan í fjöruna. Svarta hlið-
in á lúðunni vissi enn upp. »Þarna
sérðu«, sagði Óli við Stebba, »að eg
hafði rétt; lúðan er svört. í sama
bili tók faðir þeirra í sporð lúðunnar
og velti henni við. Það glaðnaði yfir
Stebba, og hann sagði við Óla: »En
nú sérðu, að eg hafði líka rétt«. —
»Já!« sagði faðir þeirra, »þið liöfðuð
báðir rétt að hálfu leyti, en heldur
ekki nema að hálfu leyti, aí því að
hvorugur ykkar skoðaði nema aðra
liliðina. En munið nú eftir því fram-
vegis, og þegar þið komist út í lífið,
að maður þarf ávalt að skoða báðar
hliðarnar hæði á mönnum og mál-
efnum, ef maður vill verðskulda að
heita sanngjarn og réttlátur maður,
og geta lagt það sem rétt er til livers
máls. 01. Óla/sson.
Hh.
*
Orðabelgurinn,
Islenskir íiáttúrugiinsteinar.
Linda litla þótti ósköp vænt um sveil-
ina sína, en einkum var það fjallið, sem
var fyrir ot'an bæinn lians, sem hann elsk-
aði mest. Það var svo hratt, lignarlegt
og fagurt, eins og Island er alt. Einkan-
lega var það fagurt á vorin, þegar það var
að skrýðast sumarskrúða sínum. Þá var
gaman að leika sér í hrekkunni og liggja
í grasinu, sem tók víða í liné, og horfa á
ærnar og litlu lömbin, sem léku sér glöð
og ánægð i kring um mæðurnar og böð-
uðu sig í sólskininu á milli.
Linda þótti gaman, þegar farið var að
smala fénu á vorin. Hann fékk þá ott
að koma upp á fjallið, og þaðan var lag-
urt útsýni. Þaðan sést fram á heiðar, og
jöklarnir Hofs- og Langjökull sjást, ef
heiðskírt veður er. Einnig sést ofan i
dalinn, þar sem bærinn hans stcndur.