Unga Ísland - 01.03.1918, Blaðsíða 1

Unga Ísland - 01.03.1918, Blaðsíða 1
3. blað. Reykjavík, mars 1918. Api á skipsfjöl. Sagan, sem hér fer á eftir, er um apa frá Afríku. Frú ein ensk, er var honuin samskipa til Englands, segir svo frá: Það voru nokkrir apar á skipinu, en Jack,apibryt- ans, bar iangt af þeim öll- um, hvað vits- muni snerti. í fyrstu var Jack tjóðrað- ur og fékk að eins að hreyfa sig um lítinn hluta þilfarsins; síð- ar, er hann fór að temj- ast, fékk hann meira frelsi, og að síðustu mátti hann ferðast um alt skipið að undanteknum lierbergjum skipstjóra og farþega. Oft vaknaði eg snemma morguns við lilaup á þilfarinu, og komst eg að því að verið var að elta Jack og ná af honum ýmsu, er hann hafði tekið. Stundum þreif hann húfurnar af höfðum sjómannanna eða stal hníf- um þeirra eða öðrum munum, og væri.hann ekki samstundis tekinn, kastaði hann í sjóinn því, er hann hafði náð. Þegar verið var að matbúa morgun- verðinh, var Jack vanur að fá sér sæti í horninu hjá eldstæðinu, og þegar mat- sveinninn sneri sér við, þreif hann oft eitthvað af matnum úr pottinum og faldi. Stund- um brendi hann sig á fingrunum, og þá var hann jafnan kyrlátari og rólegri nokkra daga á eftir. En strax er sársaukinn var horfinn, lék hann sama bragð. Um borð á skipinu voru svín. Af þeim var slátrað við og við handa fólkinu, skipverjum og farþegum. Tvo daga í viku fengu svínin að viðra sig á þilfarinu. Þá daga lá vel

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.