Unga Ísland - 01.03.1918, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.03.1918, Blaðsíða 8
24 UNGA ÍSLAND 2. Hver lifir á reyknum? 3. Hvaða Pétur vill engin stúlka eiga? Kristján Lárusson. TALNAGÁTA. 1.2, 3. 4,5: Minnir dagsins endir á. 2.3, 4,5: Um þau keppa lýðir. 6,7,8, 9, 10, 11, 12: Sólin skín þá aldrei á. 1,2, 3,4, 5, 6,7,8, 9, 10, 11, 12: Eru brúnasíðir. STAFATIGULL. Raða skal stöfum þess- um svo i reilina að fram komi: 1. birta, 2. ílát, 3. ýmislegt, 4. matur. Les- ist bæði lóðrétt og lárétt. reikningsÞraut. Sonurinn: Hvað ertu gamall, pabbi? Faðirinn: Þegar þú fæddist, liafði eg lifað tvo fimtu hluta aldar. Nú vantar mig tvö ár til þess að vera sjö siunum eldri en þú. — Hvað voru feðgarnir gamlir? G. M. M. Innilega þakka útgef. hin mörgu og vingjarnlegu bréf, sem blaðinu hafa borist víðsvegar af landinu frá vin- um þess. Ennfremur eru þeim tjáðar bestu þakkir, er hafa úlvegað blað- inu nýja kaupendur og stuðlað að útbreiðslu þess. Margir gamlir og góðir útsölumenn hafa fjölgað kaup- endum sínum mikið, og allmargir, er áður keyptu að eins eilt eint., fá nú niörg. Þá hafa allmargir nýir út- sölumenn bæst við frá því um nýár, og eru margir þeirra mjög duglegir. F'annig hefir einn nýr útsölumaður útvegað á stuttri stundu um 30 nýja kaupendur. Sýnir það áhuga og mik- inn hlýleik til blaðsins. Vildi Unga ísland gjarnan endur- gjalda slíkar vinarmóttökur sem best í hvert sinn sem það heimsækir góð- kunningjana, en dýrtíðarvandræðin og siglingahindranirnar valda miklum erfiðleikum á því að fá myndamót og silthvað, er að útgáfu blaðsins lýtur, svo það getur nú ekki verið eins vel úr garði gert eins og útgef. gjarnan vildu. Útgef. væri góður greiði ger, ef sem ílestir kaupendur blaðsins gætu greitt andvirði yfirstandandi árg. á réttum gjalddaga. Blaðið á að hafa verið borgað fyrir maímánaðarlok. Von- andi gera kaupendur útsölumönnum auðvelda innheimtuna með því að greiða þeim fijótt og vel andvirði blaðsins. Úeir kaupendur Unga íslands, sem hafa greitt andvirði yfirstandandi ár- gangs fyrir júnímánaðarlok n. k. og eru skuldlausir við blaðið, fá mynd af Þorsteini Erlingssyni. Myndin verð- ur að stærð áþekk myndinni af Jóni Sigurðssyni og Matthíasi Jochums- syni. öllum þeim, er ljóð elska og íslenskri tungu unna, mun þykja vænt urn að fá mynd af Þorsteini Erlingssyni og þá ekki síður þeim, er kyntust lionum persónulega. Myndin af Lúter verður send með myndinni af Þorsteini. Unga ísland heíir ákveðið að láta prenta mynd af öllum núverandi al- þingismönnum svo íljótt sem við verður komið. Er það gert vegna fjölmennra óska frá kaupendum blaðs- ins. Síðar verður skýrt frá, á hvern hált hún verður látin kaupendum í lé. Myndina fá að eins kaupendur Unga íslands. a a a a j j i i i ó ó s s t t t Útgefendur: Stelngr. Arason. Jörnndnr Brynjólfsson. PreuUmiðjan Gutonberg.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.