Unga Ísland - 01.07.1918, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.07.1918, Blaðsíða 3
ÍÍNGA ÍSLANÖ 5i kvæmdum. Gleymum ekki að þakka Guði að ísland er betur statt en flest önnur lönd í Evrópu. Gleymið ekki að ísland á einnig í ófriði, og er meiri þörf á vöskum drengjum og stúlkum en nokkru öðru landi, styrj- öldin er svo hörð; liún hefir nú stað- ið meir en þúsund ár og ekki hafa óvinirnir, hafís, hríðarbyljir og brot- sjóir látið á sjá, því hefir aukist ás- megin, dáð og vitsmunir, til að sjá við áföllum náttúruaflanna. Þó að þið hafið ekki tækifæri til að úthella blóði ykkar fyrir ísland, þá getið þið lagt fram fé til að hjálpa landinu við ýms stórvirki sem það er að reyna að koma á, ef þið eruð ekki fær um það, þá getið þið gefið því svitadropana ykkar. Sparið ekki íslandi hjálp j'kkar, eða hve nær var meiri þörf en nú, eða hver mundi borga betur en ísland. Er það ekki þúsund ára eldraun, sem hefir gefið þjóðinni þolið óbilandi og aðrar vöggugjafir, sem ekki verða keyptar fyrir allar miljónir heimsins. (Frh.). Gullhárin þrjú. (Serbneskt æfmtýri). (Niðurl.). Þá afhenti gamla konan sifjabarni sínu gullhárin þrjú. »Láttu mig svo kveðja þig, barnið mitt«, mælti hún. »Nú sjáumst við aldrei framar, því að héðan af muntu ekki þurfa á hjálpsemi minni að halda. Lifðu svo vel og gæfan fylgi þér«. Flóðrekkur þakkaði fyrir sig og hélt á burt frá hinni Ijómandi gull- höll. Hann kom við í landinu þar sem neyslulindin var og sagði orsök- ina til þornunarinnar. Það var grafið, froskurinn fanst og vatnið tók aftur að spretta upp, eins og áður. Kongurinn varð frá sér num- inn og gaf Flóðrekk tólf svanhvíta liesta og svo mikið af gulli, er þeir gátu staðið undir. í hinu landinu sagði Flóðrekkur fyrir um hvernig drepa skyldi högg- orminn og bera að trénu og sem það vart gert, stóð það alþakið hvítum blómum. Konungurinn var sem heillaður og gaf honum tólf dökkbrúna hesta klylj- aða silfri og gimsteinum. Því næst kom f'lóðrekkur til ferju- mannsins við svarta vatnið. Þann lét hann fyrst ílytja sig og hesta sína og íjársjóðu yfir vatnið, síðan sagði hann honum livað maðurinn sem alt vissi og sá hefði um mælt. Ferju- maður þakkaði honum fyrir og hlakk- aði nú til að þurfa ekki annað en lleygja árunum i hendur þess næsta vegfaranda. er hann flytti yfir liið skuggalega vatn. »Sá skal ekki komast undan, sá skal elcki komast undan«, tautaði hann með sjálfum sér um leið og hann tók að litast um eftir fórnar- lambinu. Hann vissi ekki hver það mundi verða, en sólin vissi það og ef til vill munum við komast að því líka. — — — Kongurinn, tengdafaðir Fióðrekks ætlaði varla að trúa sín- um eigin augum, er hann sá hann kominn aftur og það ekki einungis með gullliárin, heldur og með óhemju fjársjóði. Kongsdóttirin grét enn, en nú sner- ist liarmavein liennar í gleðitár, og hún mælti; »Segðu mér nú, vinur minn, hvernig þú gatst komist yfir þessi auðæfi«. »Vina mín«, ansaði hann, »alt þetla, liestarnir hvítu og brúnu, gullið, silfrið og gimsleinarnir eru gjafir, er

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.