Unga Ísland - 01.01.1920, Side 4

Unga Ísland - 01.01.1920, Side 4
2 UNGA ÍSLAND Otrúleg1 £3ga. Carl Ewhjd. Saga sú, sera þið fáið nú að heyra, er ákaflega ótrúleg. þrátt fyrir það getur hún verið alveg dagsönn. Eg kann svo margar sögur, sem eru mjög ótrúlegar, en þó alveg sannar. Sagan er lika heldur ógeðfeld. En þrátt fyrir það getur hún verið skemtileg, því það eru til margar ógeðfeldar sögur, sem eru ákaflega skemtilegar. Sagan hefst ósköp rólega á fögrum og hlýjum sumardegi, og það meira að segja á sunnudagsmorgni klukkan hálf níu. f*að stóð kona í dyrunum, sem sneru út að götunni og var að tala við drenginn sinn, sem stóð á dyra- þrepunum með körfu í hendinni. »Flýltu þér nú til matjurtasalans«, sagði móðirin, »mundu að það er sunnudagur, og að hann Iokar klukk- an níu. Fað er miði í körfunni og á hann er skrifað það sem þú átt að fá. Þú getur farið gegnum garðinn smiðsins, til þess þú verðir fljótari«. Drengurinn lagði af stað inn í garð smiðsins. Þetta var allra snotrasti drengur, en það leit helzt út fyrir að hann væri syfjaður. Og það var lika dálítið til í því; hann var syfjaðnr. Hann hafði farið seint að hátta kvöldið áður, af því hann hafði verið í skóg- arför, og svo ekki fengið að sofa út um morguninn. í*að var líka augljóst af fötunum hans. Þau fóru fremur illa á honum, en móðir hans hafði ekki haft tíma til þess að laga þau, af því það var sunnudagur og mat- jurtasalinn lokaði klukkan níu. Þegar drengurinn kom inn i garð smiðsins, kom hann auga á ljómandi fallegt stjúpmóðurblóm inni á miðj- um grasbalanum. Hann gekk þangað og sleit það upp. Svo lagðist hann á hnén og fór að skoða grösin í kring. Hann ætl- aði að reyna að ná í fiðrildi sem flaug fram hjá honum, en hvernig sem það hefir nú atvikast, þá datt hann á rassinn, og innan stundar lá hann á uppíloft á dúnmjúku grasinu og horfði upp í skýin. Það leið ekki á löngu áður en hann var steinsofnaður. Karfan stóð við hlið honum. Sólin skein og klukkan á kirkjuturninum sló níu. Matjurta- salinn lét hlerana fyrir búðarglugg- ana og tvílæsti hurðinni. En móðir drengsins sat heima og beið. Þetta er nú þegar orðið talsvert óefnilegt, en það verður enn þá verra. Þar sem drengurinn lá nú og svaf, kom stóreflis fluga og settist á nefið á honum. Hann fór að fitja upp á það, en flugan hreyfði sig ekki. »Eg veit eiginlega ekki, hvað það á að þýða að Hggja hér«, sagði nefið, »þetta er aumi staðurinn«. »Það vorum við sem duttum nið- ur«, sögðu augnalokin, — »og þvf er nú alt svona«. Þegar augnalokin höfðu sagt þetta, færðist ákaflegt fjör í allan drenginn. En það var ekkert líkt því sem drengur lætur í vöku né svefni. Nei, það var eins og hver líkams- hluti hlægi fyrir sig. Fæturnir hlógu, hendurnar hlógu, tennurnar glottu, nefið flissaði, hjartað hoppaði af kæti, eyrun hlógu og maginn skríkti. Það var í fáum orðum sagt, ekki nokkur hlutur af öllum drengnum, sem ekki hló að augnalokunum, og hvað þau gátu verið montin. »Guð hjálpi okkur«, sögðu fæturn- ar, þegar þeir voru búnir að ná sér eftir hláturskastið, »að nokkur skuli geta ímyndað sér þvílíkt og annað

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.