Unga Ísland - 01.01.1920, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLAND
5
Bleikur.
Þegar Bleikur var fimm vetra, þótti
hann bera langt af öllum skeiðhest-
um sveitarinnar, enda var hann af
ágætis kyni. Hann var líka mjög
fallegur á að sjá, fífilbleikur á belg-
inn, en tagl og fax nokkuð dekkra.
Grannur var hann og liðlega vaxinn,
en heldur þróttlítill og hafði þó feng-
ið gott eldi síðustu tvo veturna.
Hann kunni ekki annan gang en
skeiðið, svo teljandi væri, stökk að
vísu, en var afarseinn^á þvi.
Það þótli bóndasyni mikið
mein, að geta ekki kent bleik
að tölta. Leitaði hann til þess
ýmissa bragða, en alt kom
fyrir ekki. Bleikur skeiðaði
eftir sem áður.
Nú bar svo við einn dag
snemma sumars, þegar Bleikur
var fimm vetra, að unga fólkið
í sveitinni stofnaði til skemti-
reiðar. Var ferðinni heitið að
fossi einum, sem var í næstu
sveit og var það all-löng leið.
Fólkið safnaðist saman á bænum,
sem eigandi Bleiks átti heima á og
hóf ferðina þaðan. Þetta var á sunnu-
dag og veðrið ágætt. Var því glatt á
hjalla í hópnum, og eigi leið á löngu
áður en farið var að spretta óspart
úr spori. Kom það þá til kasta Bleiks
að sanna það, að hann væri fljótasti
skeiðhestur sveitarinnar, enda gerði
hann það ósleitilega. Var enginn sá
hestur í förinni, sem tæki hann á
skeiði. Eigandinn gerði sér líka mikið
far um að sýna yfirburði hans og
var óspar á að reyna, enda var fjör-
ið nóg hjá klárnum. Þegar að foss-
inum kom, voru hestarnir illa útlít-
andi, en Bleikur þó einna verst. Hann
titraði talsvert, gekk upp og niður af
mæði, svitinn rann ofan skrokkinn
á honum og froðan vall úr vitunum.
Hann velti sér lengi þegar sprett
hafði verið af honum, reis hægt á
fætur og liristi sig þunglamalega. Svo
lötraði hann nokkur spor, stóð sið-
an kyrr og hvíldi annan afturfótinn.
Allir hinir hestarnir fóru að bíta.
Eigandinn sá þessa tilburði Bleiks
og gast ekki að þeim. Sagðist hann
ekki skilja í, því klárinn Iéti svona.
Svo gekk hann að Bleik og rak
hann til hinna hestanna og þá fór
hann að bíta, hægt og ólystarlega.
Fólkið skemti sér við fossinn lengi
dags. En þegar hestarnir voru teknir
til heimferðar, var bleikur haltur á
vinstra afturfæti. Samt var nú lagt á
hann og eftir fyrsta' sprettinn var
hann orðinn óhaltur og og vitlaus í
fjöri.
Daginn eftir heimkomuna var Bleik-
ur talsvert haltur, en ekkert sá á
fætinum. Síðan var hann ekki snert-
ur í hálfan mánuð og var þá orðinn
næstum óhaltur. Hvarf sú helti með
öllu. er honum hafði verið riðið um
stund, en ágerðist aftur ef stansað
var, og því meir sem viðdvölin var
lengri. Fór þessu fram alt sumarið.
Eigandanum þótti þetta slæmt, sem
von var. Fór hann með Bleik til
dýralæknis, og hann sagði að helti
þessi væri ólæknandi og að hún staf-