Unga Ísland - 01.01.1920, Page 8
6
UNGA ÍSLAND
aði í fyrstú af ofþreytu. En hestur-
inn mundi ekki verða verri en þetta
og gæti því ósköp vel lifað og gert
gagn.
En bóndasyni þótti lítið til Bleiks
koma, þegar svona var orðið ástatt
um hann, og ákvað að selja hann.
Ekkert varð nú samt af því fyrir
vorið eftir. Þá sendi hann hann norð-
ur í sveitir með hestaprangara nokkr-
um. Bleikur var þá vel útlítandi og
óhaltur að kalla, en það var að byrja
aö hnýta innan á vinstra afturfætinum.
Hestaprangarinn lofaði Bleik mjög
þegar norður kom, og sagði að hann
hefði þótt afbragð annara hesta vest-
ur þar og seldur að eins vegna fá-
tæktar eigandans.
Leið því eigi á löngu áður en hann
hafði selt Bleik. Var það ungur vinnu-
maður sem hrepti hann. Sá liann
engin missmíði á hestinum og þótt-
ist heldur en ekki hafa gert happa-
kaup, þó verðið væri hátt. En ekki
liafði hann átt Bleik lengi áður en
heltin kom í Ijós. Þóttist þá vinnu-
maður illa svikinn, en fékk auðvitað
ekki að gert. Samt álti hann Bleik
eitt ár. Þá hafði hann hestakaup á
honum við prangara að vestan. Varð
hann hart úti í skiftunum, því hann
varð að gefa mikið á milli Bleiks og
þriggja vetra fola, enda var hnútur-
inn á fætinum orðinn svo áberandi,
að hann hlaut að sjást við fyrstu at-
hugun. Prangarinn fór með Bleik
vestur og seldi hann þar fátækum
bónda fyrir litið verð.
Eg þekti Bleik þegar vinnumaður-
inn átti hann, og var viðstaddur
þegar prangarinn fékk hann í hend-
ur. Bjóst eg þá ekki við að sjá hann
oftar.
Þremur árum siðar var eg á ferð
vestur í sveitum. Þá mætti eg manni,
sem reið á bleikum hesti og reiddi
allmikið í hnakknum. Hesturinn var
auðsjáanlega latur, að minsta kosti
barði maðurinn fótastokkinn og sló
við og við i með stórri fjalldrapa-
hríslu, til að árétta aðgerðir fót-
anna. Mér varð starsýnt á aðfarir
mannsins og mér fanst að eg kann-
ast við vesalings bleika dýrið. Mað-
urinn fór fram hjá mér. Eg sneri
mér við í hnakknum og leit á eftir
honum. Pá sá eg að það var stór
hnútur innan á vinstra afturfæti
hestsins.
Petta var Bleikur.
Konráð Kristjánsson.
Snjallræði.
Einu sinni komu þrír menn sér
saman um það, að leggja allan ágóða
vinnu sinnar í sameiginlegan sjóð,
er þeir svo síðar meir skyldu leggja
í eitthvert fyrirtæki. Að nokkurum
tíma liðnum höfðu þeir safnað álit-
legri upphæð. Urðu þeir þá ásáttir
um það að koma sjóðnum til geymslu
hjá gamalli konu þar í þorpinu, þar
til þeir þyrftu að nota féð. Peir fengu
nú konunni peningana, og sögðu
henni um leið, að hún mætti ekki
afhenda þá, nema þeir væru allir við-
staddir.
Einn þessara manna var þjófur.
Hann langaði til þess að ná í alla
peningana einn, og var ekki lengi að
átta sig á þvi hvað gera skyldi.
»Bíðið þið við, vinir mínir«, sagði
hann við félaga sína, »mig langar til
þess að fara í bað, og eg ætla að
skreppa inn til konunnar þarna og
biðja hana að Ijá mér sápu«. Hann
gekk svo inn til konunnar, en hinir
stóðu eftir á götunni og biðu hans.
Pegar hann fann konuna, bað hann