Unga Ísland - 01.05.1922, Qupperneq 2
34
UNGA ISLAND
Jón Árnason.
Jón Árnason er fæddur árið 1811 en
dó 1888. Þaö var þjóð vorri mikil
gæfa, að Jón Árnason tók sjer fyrir
hendur að safna íslenskum þjóðsögn-
um meðan þjóðin kunni þær. Nú væri
ókleift að vinna verk hans. Nú ganga
þjóðsögur ekki manna á milli eins og
áður og er flest gleymt, sem ekki hefir
verið fært í letur, í Noregi söfnuðu þeir
Asbjörnsen og Noe þjóðsögum, en í
Svíþjóð varð enginn til að vinna það
verk meðan kostur var. Nú er það of
seint. Þeir eiga engar þjóðsögur, sem
nefnandi sjeu við hliðina á söfnum Jóns
Árnasonar eða Asbjörnsens og Moe. Má
af því marka, hversu ágætt starf Jón
Árnason hefir unnið. íslenskar þjóðsög-
ur Jóns Árnasonar ættu að vera til á
hverju heimili. Hollari eða skemtilegri
bók verður ekki börnum fengin í hend-
ur. En því miður eru þær ófáanlegar í
bókaverslunum. Þó er það nú ráðið að
gefa þær út svo fljóti sem auðið er og
verða þær vönandi svo ódýrar að hvert
heimili geti eignast þær.
Pálmi Pálsson kennari ritar svo um
þær: »Þjóðsögur Jóns Árnasonar og
söfn hans til aðþýðlegra fræða þjóðar
vorrar, eru með hinum mestu bóklegu
þrekvirkjum er unnin hafa verið hjer
á þessari öld. Hefir hann með þeim
sýnt og sannað að vjer stöndum í þeirri
grein bókmentanna fullkomlega jafnfætis
hinum öðrum frændþjóðum vorum á
Norðurlöndum og hefir þessi skáldskap-
ur skapast og þróast á algerlega þjóð-
legum grundvelli en umbreyst og lag-
ast af útlendu efni. Fyrir því eru þessi
rit svo ramm-íslensk, svo ramm-þjóðleg
í fylsta skilningi orðsins sem verða má,
og hljóta ávalt að vera einhver hin
kærustu skemtirit, sem alþýðu verða í
hendur fengin, enga eru þau »hold af
hennar holdi og bein af hennar bein-
um«, en sagan og þjóðfræðin hafa og
margvísleg not þeirra og skáldum vor-
um ættu þau að geta veitt óþrjótandi
yrkisefni, enda hafa þegar sjest nokkur
merki þess«.
Á. Á.
*
Kötturinn í sjálfsmenskunni.
(Niðurlog.)
»Óvinur minn, kona óvinar míns og
móðir«, sagði kötturinn, »það er jeg, —
þvi að nú hefirðu blessað mig i annað
sinn. Nú get jeg bakað mig við eldinn
um aldir alda. Og þó er jeg enn í sjálfs-
mensku og gildir einu hvar jeg hefst
við«.
Þegar konan heyrði þetta, varð
hún stórreið, tók fram sauðarherða-
blaðið breiða og þuldi galdra, til að
koma i veg fyrir að sjer yrði á að
blessa köttinn i þriðja sinni. Það voru
ekki sönggaldrar heldur hljóðgaldrar;
eftir drykklangastund varð svo hljótt og
kyrt í hellinum, að músartetrið litla
skreið út úr holu sinni og hljóp út á
hellisgólfið.
»Óvinur minn, kona og móðir óvin-
ar mins!« sagði kötturinn. »Á músin
nokkuð skylt við galdra þína?« »Ó, guð
hjálpi mjer, vissulega ekki«, æpli konan
upp yfir sig, misti herðablaðið, stökk
upp á hlóðarsteinana og hjelt uppi hár-
inu af hræðslu við að músin stykki
upp eftir því. »Jæja«, sagði kötturinn,
»þá gerir músin mjer ekkert mein þótt
jeg eti hana«. »Nei«, sagði konan, »jeg