Unga Ísland - 01.05.1922, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.05.1922, Blaðsíða 8
40 UNAG lSLÁ N D nm til að rjúka á mig, heldur var hann að gæta þess, sem hann hafði fundið, og áleit skyldu sína að varðveita. Ólafur Pálsson. Sl Sönn saga. Kisa var mjög sorgbitin rétt áður en þessi mynd var tekin. Það var sem sje búið að taka frá henni ketlingana, svo að hún var úrvinda af harmi. Uppi á borðinu stóð karfa með 22 hænuungum nýskriðnum úr eggjum. Kisa stökk upp á borðið og greip einn ungann og stökk með hann inn undir eldavjelina. Hús- móðirin lijelt að hún ætlaði að jela hann, og greip hann því af henni og barði hana. Fáum mínútum síðar greip kisa annan unga. Húsmóðirin beið augnablik, til þess að sjá hvað hún gerði við hann. Kisa tók ungann og sleikti hann malandi. Konan tók nú körfuna og Ijet hana ofan á gólfið. Kisa fór óðara upp í hana og lagðist þar niður gætilega. Ekki meiddi hún einn einasta unga, þeir hjúfruðu sig að henni og þess vegna sjást þeir ekki allir 22 á mynd- inni. Sl Ráðningar: 1. tbl.: 1. Skip smíðað úr trje. 2. Annam. — 2. tbl.: 1. Siam. 2. Eldtöng tekur eld úr ösku. 3. Hattur. 4. Ullarkambar, Útgefendurnir þakka fyrir hinar mörgu úrlausnir á verðlaunaþrautinni. Leikslok verða birt í næsta blaði og ný verðlauna- þraut um leið. Gátur. 1. Holdið skilur seint við sál, sjá hjer er nafn í felum. Faðirinn heitir frernst á nál, fæddur i tveimur pelum. G. G. 2. Hvað er það sem tollir við alt? 3. Hvert getur reiður maður stokkið, en óreiður ekki? 4. Pví meira sem úr mjer er tekið, þvi stærri verð jeg, og þvi minni, sem meira er í mig látið. 4 Skrítlur. Kennarinn: Hvaða gagn gerir hryggurinn? Barnið: Á efri endanum situr höfuðið en á neðri endanum situr maður. Langferðamaðurinn segir frá: Villiþjóð- irnar komast hjá ýmsu böli, sem menningar- þjóðirnar eiga við að búa. í Ástraliu meðal negranna, sem ganga alsberir, þekkjast til dæmis ekki vasaþjófar. Maðurinn: Hví ertu að erta hundinn, drengur? Drengurinn: Hann byrjaði. Mamma: Ætlið þið að fara að synda i sjónum svona seint? Þegar sólin er gengin undir. Sigga: Já, sólin er gengin ofan í sjóinn og þá hlýtur hann að hitna. Prontsmiðjan Gutenberg.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.