Unga Ísland - 01.05.1922, Síða 6

Unga Ísland - 01.05.1922, Síða 6
38 UNGA ÍSLAND honum mjólk með, En hann drakk svo mikið af henni, að til vandræða horfði. Kom fólkinu loks saman um að gefa honum frelsi, láta hann út i sjó, svo að haun gæti fiskað handa sjer sjálfur. Selurinn var mjög ungur og báru menn hann fram i bát og reru langt út á sjó og köstuðu honum þar útbyrðis. En það var ekki eins auðvelt og þeir hjeldu að losna við fósturbarnið. Kópsi synti á eftir bálnum og bar sig svo aumk- unarlega að mönnunum í bátnum gekk það til hjarta, flýttu þeir sjer að inn- byrða hann. Var farið heim með hann aftur og lifði hann þar vel og lengi. Til er önnur saga lík þessari. Segir hún frá sel, sem eigendurnir reyndu að losna við en gátu ekki. Hann rataði alt af heim hvert sem farið var með hann. Einu sinni skreið hann inn um opinn glugga og fór svo rakleitt þang- að, sem eldur brann á aini, þar lagð- ist hann niður og vermdi sig. Mörgum mun finnast það trúlegt, að selurinn verði taminn, svo viturt og fallegt dýr sem hann er. Hitt mundi þykja ótrúlegra að krókódíllinn gengi í þjónustu mannsins. Hann er eins og kunnugt er eitt af allra hræðilegustu dýrum jarðarinnar. Jafnvel þetta voða- dýr verður tamið, eins og eftirfarandi saga sýnir. Krókódíllinn sem hjer segir frá, náð- ist mjög ungur, og áður en villieðli hans fór að koma i Ijós. Eigandinn gaf honum og hirti að öllu leyti um hann sjálfur. Hændist dýrið að honum og þótti snemma mjög vænt um hann. Svo vel tamdist það, að það fylgdi honum eins og hundur innan um húsið og brölti upp og ofan stiga á eftir honum. Það var einkennilegt við þetta skrítna húsdýr, að það valdi sjer költinn að vini. Kisa tók ástum þess hið besta. Pegar kisa lá við eldinn og mókti, þá kom krókódillinn og lagði höfuðið of- an á bak hennar og sofnaði í þeim stellingum. Það lá jafnan vel á krókódílnum, þegar kisa var einhversstaðar nærri, en eirðarlaus varð hann, ef hann misti sjónar á henni. Honum var gefið hrátt kjöt og stund- um mjólk, hann var mjög sólginn í hana. Undir nóltina skreið hann ofan i kassa sem var fyltur með ull, þar hreiðraði hann sig. Eina nóttina kom harðafrost, og litli gesturinn gleymdist. Um morguninn fanst hann dauður. Hann hafði frosið í hel. Hann var sonur sóllandanna, og því varð honum um megn að þola loftslagið. Sl Smali. »Ekki verður þessi mjög ljótur«, sagði jeg við mömmu, og hljóp til hennar með hvolp, sem Tófa gamla hafði eign- ast fyrir nokkrum dögum. Skrokkurinn var mógrár og stirndi á harin, en ofur- lítil hvít stjarna i enninu. Augun blá og fögur. »Hann má til að fá að lifa«, sagði jeg við mömmu; og þegar hún sá hversu mikið áhugamál mér var það, lofaði hún því að honum skyldi ekki verða lógað. F*að var lika efnt. — Hann óx og varð stór hundur, honum var gefið nafn og kallaður Smali. FJjótt fór að beia á ýmsum undar- Iegum eiginleikum hjá Smala. Einkum virtist hann hneigður fyrir að verja ýmsa hluti, — sem fullorðna fólkið lagði

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.