Unga Ísland - 01.01.1926, Page 5

Unga Ísland - 01.01.1926, Page 5
UNGA ÍSLAND 3 Á krossgötum, Allir kannasl 'við þjóðtrúna um að silja á krossgötum. Það á að gerast á nýársnólt, og skal setið á hæð eða fjalli, þar sem sjer til fjögurra kirkna. í þjóð- sögunum segir svo: »þegar menn sitja á krossgötum, þá koma álfar úr öllum áttum og þyrpast að manni og biðja hann að koma með sjer. En mað- ur má engu gegna. Þá bera þeir að manni allskonar gersemar, gull og silfur, klæði, mat og drykk, en maður má ekkert þiggja. þar koma álfakonur í líki móöur og syslur manns og biðja hann að koma, og allra bragða er leitað. En þegar dagur rennur, þá á hann að standa upp og segja: »Guði sje lof, nú er dagur^ um alt loft«. í*á hverfa allir álfar, en allur þessi álfa- auður verður eftir, og hann á þá maðurinn. En svari hann eða þiggi boð álfa, þá er hann lieill- aður og verður vitstola og aldrei síðan mönnum sinnandi«. Eins og sjest af þessari frásögn er það þrekraun mikil að sitja á kross- götum og mikið í húfi ef illa tekst. En það eru heldur engin smáræðis laun, sem sá hreppir, er staðist fær allar ginningar og situr rólegur uns dagur rennur. t'jóðsögurnar segja frá manni nokkr- um, er Fúsi hjet. Hann sat eitt sinn á krossgötum og stóðst vel ginningar álf- anna fram eftir allri nótt. t*eir báru til hans og buðu honum ýmiskonar dýr- SHpi, en Fúsi leit hvorki til hægri nje vinstri og ljet sem hann heyrði ekki fagurgala þeirra. Loks kom einni álf- konunni það snjallræði í hug að bjóða Fúsa að bíta í flotskjöld. Þá raun slóðst hann ekki. Hann sneri sjer að álfkon- unni og mælti: »Sjaldan hefi jeg flotinu neitað«. Síðan tók hann báðum hönd- um um flotskjöldinn og beit i, en við það tryltist hann og varð vitlaus. — Á myndinni sjáið þið Fúsa, þar sem hann er að bíta f flotskjöldinn. í þjóðsögunum eru víða mikil sann- indi fólgin. Þessi saga sýnir okkur, að sá sem ætlar að höndla gæfuna má ekki hvika frá settu marki nje láta ginnast af fagurgala óboðinna gesta. Hver sigur, sem nokkurs er virði, kostar áreynslu og stöðuglyndi. En sá, sem vinnur hik- laust og kappsamlega að hugsjónum sínum og áhugamálum og lætur engan lelja sjer hughvarf, sigrar að lokum. 0 Mynd af Grýlu gömlu eftir Tr. Magnússon kemur að forfallalausu í næsta blaði. Af sjerstökum ástæðum getur titilblað síðasta árgangs ekki komið fyr en með næsta blaði.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.