Unga Ísland - 01.01.1926, Síða 6
4
UNGA'ÍSLAND
Brjsf
Lil lesenda Unga íslands.
Svo var til ætlast, að Ásgeir Ásgeirs-
son, sem ásamt Steingr. Arasyni og
Sveinabókbandinu í ltvík er eigandi
U. ísl„ annaðist um ritstjórn blaðsins
þetta ár. En vegna annríkis getur hann
ekki gegnt þessu starfi sjálfur og hefir
samist svo um, að jeg taki við ril-
stjórninni.
Það er að sjálfsögðu ósk ykkar allra,
að blaðið verði sem best úr garði gert,
fjölbreytt að efni og skemtilegt. Jeg
mun gera alt, sem í mínu valdi stend-
ur, til þess að svo geti orðið. Jeg hefi
í því skyni fengið loforð um stuðning
ýmsra góðra manna. Meðal þeirra er
Tryggvi Magnússon listmálari. Hann
hefir teiknað myndirnar úr þjóðsögun-
um, sem birtast i þessu blaði, og mun
hann framvegis teikna ýmislegt fyrir
blaðið.
Að töluverðu leyti er það undir ykk-
um sjálfum komið, hve gott blað þið
fáið. Eins og þið vitið er mjög dýrt að
gefa út blöð, einkum myndablöð. Til
þess að þau beri sig þurfa þau að hafa
marga og skilvísa kaupendur. Pví dug-
legri sem þið verðið að útvega nýja
kaupendur, því meiri tima og fje verður
hægt aö verja til útgáfu blaðsins. Ef
við tökum öll höndum saman er jeg
viss um að skapa má Unga íslandi
glæsilega framtíð. — Mjer væri kært að
fá brjef frá ykkur sem flestum. Látið
mig vita hvernig ykkur líkar blaðið og
hvernig þið óskið helst að hafa það.
Þeir sem pennafærir eru geta sent rit-
smíðar sínar. Einkum óskar blaðið að
fá skrítlur og stuttar gamansögur. Verð-
ur þá valið úr og birt það besta.
Með kærri kveðju og ósk um góða
samvinnu.
Finnur Sigmundsson.
Sl
Andra-rímur og Hallgrímsrímur.
(Úr þjóðsögura Jóns Árnasonar).
Vermenn að norðan voru eilt sinn
á suðurferð. Fengu þeir hríð mikla á
fjöllunum, svo þeir viltust og vissu eigi
hvar þeir fóru. Komu þeir loks að hellis-
gjögri nokkru. Gengu þeir svo langt inn,
að ekki gætti vinds nje úrkomu að ut-
an. Þar ljetu þeir fyrirberast, kveiktu
ljós og gerðu siðan eld við mosa, er
þeir reyttu af steinum. Tóku þeir nú
að hressast og hlýna. Menn fóru nú að
ráðgast um, hvað hafa skyldi til skemt-
unar. Vildu sumir kveða Andra-rímur,
en sumir syngja Hallgrímssálma. Fyrir
innan sig sáu þeir dimt gjögur og var
eins og þar kæmi nýr krókur á hellinn.
Feir heyrðu þá, að sagt var inni í
myrkrinu.
»Andra-rímur þykja mjer fínar,
en Hallgrímsrímur vil jeg ekki«.
Feir lóku þá að kveða Andra-rímur
sem mest máttu þeir. Hjet sá Björn, er
best kvað. Gekk svo lengi um kvöldið.
Þá var sagt inni í myrkrinu: »Nú er
mjer skemt, en ekki konu minni. Hún
vill heyra Hallgrímsrímur«. Tóku menn
nú að syngja sálmana og endist þá verr
það, er menn kunnu. Þá var mælt: »Nú
er konu minni skemt, en ekki mjer«.
Síðan var mælt: »Viltu sleikja innan
ausu mína að launum, kvæða-Björn?«
Hann játli því. Var þá stampur mikill
á skafti rjettur fram með graut í, og