Unga Ísland - 01.01.1926, Qupperneq 9

Unga Ísland - 01.01.1926, Qupperneq 9
UNGA ÍSLAND 7 að sýna veslings skepnunum mannúð og góðvild. Mundu, að þær finna til eins og þú«. »Mannúð og góðvild 1« sagði Illugi hæðnislega. »Geturðu hugsað þjer að hægt sje að draga sauðþráa kindina með mannúð og góðvild? Reyndu hara sj álfur!« Jóhann varð svipþungur en sagði ekki neilt. Hann þreif bandið af Illuga og dró kindina, sem hann hafði leikið svo grátt, gætilega en ákveðið inn í skýlið. þar var tekið á móti henni og Jóhann smeygði bandinu upp á hálsinn á ný- rúinni kind og teymdi hana að bað- þrónni. Kindin fylgdi honum viljug og án nokkurrar þrjósku. Hún virtist glöð yfir því að sleppa úr skýlinu. »Sjáðu«, sagði Jóhann. »Svona áttu að fara að því«. Svo fjekk hann Illuga bandið og hann tók þegjandi við þvi. (Frh.) * Nonni og Manni. Nýkomin bók eftir Jón Sueinsson. Lesendur Unga íslands kannast lík- lega allir við Jón Sveinsson. Bækur hans, Nonni, Borgin við sundið og Sól- skinsdagar, hafa átt miklum vinsældum að fagna bæði á íslandi og í öðrum löndum. Pær hafa verið gefnar út á mörgum tungumálum og alstaðar feng- ið lof. Bókaverslun Ársæls Árnasonar hefir nú gefið út fjórðu bókina eftir Jón Sveinsson. Hún beitir Nonni og Manni og gerist í Eyjafiröi. Hún segir frá æfin- týrum, sem þeir rötuðu í á æskuárum sínum Nonni (Jón Sveinsson) og Manni litli bróðir hans. Þá áttu þeir heima á Akureyri og á Mööruvöllum í Hörgár- dal. — Eilt sinn var þeim leyft að fara á smábát fram á höfnina við Akureyri til þess að dorga fisk i soðið. Þeir hætta sjer of laDgt, og fyr en varir skellur á sótsvört þoka. þeir verða átta- viltir. Straumur ber þá út eftir firði. Sagan segir frá hrakningum þeirra og hvernig þeim var bjargað. — í annað skifti fá þeir að fara skemtiför upp í fjallið fyrir ofan Möðruvelli. þar kom- ast þeir í ýmsar mannraunir. Mannýgt naut verður á vegi þeirra og sleppa þeir með naumindum undan því. Loks lenda þeir í helli hjá útilegumanni og eru þar um nóttina. Jón Sveinsson segir svo vel frá, að bæði ungir og gamlir hafa ánægju af að lesa rit hans. Annar höfuðkostur bóka hans er sá, að frá þeim andar jafnan hlýju góðs og göfugs manns, sem vermir hug les- andans og ryður braut góðum hugs- unum. Unga tsland ræður lesendum sínutn til þess að afla sjer þessarar nýju bók- ar. Þeir, sem duglegir verða að útvega blaðinu nýja kaupendur, eiga kost á að eignast hana ókeypis. * Myndir. Unga ísland ætlar sjer að flytja margar og góöar myndir i þessum árgangi og vænt- ir þess að lesendum blaðsins þyki það góð- ar frjettir. í þessu blaði áttu upphaílega að vera fleiri myndir, en voru því miður ckki lilbúnar.

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.