Unga Ísland - 01.01.1926, Page 10

Unga Ísland - 01.01.1926, Page 10
8 UNGA ÍSLAND Skrítlur. A. : Þú sást kærustuna mína í gær. Hvern- ig list þjer á hana? B. : O, ekki þj'kir mjer hún nú falleg. A. : Já, það getur nú verið að eitthvað vanti á hennar ytri fegurð, en hennar innri maður er óviðjafnanlegur. B. : Hm! Þá ættir þú að snúa henni um. O Yíirsetukonan: Jeg nýt þess sóma að láta yður vita, að það er kominn lítill sonur. Prófessorinn (önnum kafinn í að skrifa): Jæja, það er svo, — biðjið þjer hann að fá sjer sæti og bíða. Jeg kem undir eins. O Páll litli: Mamma! Fá börnin hirtingu fyr- ir það, sem þau ekki gera? Móðirin: Nei, barnið mitt. Páll litli: Pað er gott. Jeg liefi ekki litið í kveríð mitt i dag. O Drengurinn: Dýralæknirinn er kominn til þesg að skoða naulið. Bóndinn: Já, jeg kem strax. O »Mamma, mamma! Bannaðu henni Siggu að drepa veslings llugurnar í glugganum«. »Hvers vegna, Nonni minn?« »Af því að mig langar sjálfan til að gera það«. é Verðlaun og kaupbætir. Allir nýir kaupendur Unga íslands fá ó- keypis eftir eigin vali um leið og þeir borga blaðið Skygnu augun, leikrit eftir Stein Sig- urðsson, eða síðasta árg. U. ísl., meðan upp- lagið endist. Peir sem útvega 5 nýja kaupendur og standa skil á andvirðinu fá auk sölulauna, sem eru 20°]o, Æfisögu Benjamíns Franklín eða Farsæld eftir O. S. Marden. Eru hvor- tveggja ágætar bækur. Þeir sem útvega 10 nýja kaupendur fá annaðhvort báðar þessar bækur eða þrjá af eldri árgöngum blaðsins eftir eigin vali. Peir sem útvega 15 nýja kaupendur fá annaðhvort Æfisögu Franklíns, Farsæid og tvo af eldri árg. blaðsins eða Nonna og Manna eftir Jón Sveinsson. Bókin er í vönd- uðu bandi og kostar hjá bóksölum kr. 7,50. Peir sem útvega enn fleiri kaupendur fá hærri verðlaun. Verða þau ákveðin í næsta blaði. — Þeim, sem flesta kaupendúr útveg- ar, ætlar U. ísl. að gefa mjög eigulegan hlut. Verður það nánar auglýst síðar. — Blaðið mun geta þeirra smált og smált, sem duglegastir verða að útvega nýja kaupendur. Verðlaunapraulir ætlar U. ísi. að flytja við og við og kemur sú fyrsta í næsta blaði. Til verðlauna verða hafðar ýmsar góðar bækur eða aðrir eigulegir munir. Vandað jölahefti ætlar U. ísl. að gefa öil- um skilvisum kaúpendum sinum fyrir næstu jól. í því verða sögur, kvæði og greinar eft- ir ýmsa þjóðkunna menn og fjöldi mynda. Yfirleitt verður vandað mjög til þessa heftis og væntir U. ísl. þess, að það verði kaup- endum blaðsins kærkomin jólagjöf. Pað mun verða prentað svo snemma, að það geti komist til allra kaupenda fyrir jói. Sýnið vinum ykkar og kunningjum Unga ísland og bendið þeim á, hve hjer er margt og gott í boði fyrir lítið verð. Styðjið að útbreiðslu Vnga íslands! Þeir, sem fá þetta blað og ekki hafa verið kaupendur áður, eru beðnir að láta vila sem fyrst, hvort þeir vilja gerast áskrífendur. Unga ísland kemur úí einu sinni í mán- uði. Verð árg. kr. 2,50. Gjalddagi 1. apríl. Ritstjóri: Finnur Sigmundsson cand. phil. Afgreiðsla hjá Sveinabókbandinu Laugav. 17. Utanáskrift á brjef er snerta ritstjórn blaðs- ins, verðlaun eða kaupbætirer: Unga ísland Pósthólf 715 Rvík. Á brjef er snerta af- greiðslu eða innheimtu skal rita: Afgreiðsla Unga íslands, Pósthólf 327 Rvik. Prentsmiðjnn Gutenberg.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.