Unga Ísland - 01.06.1927, Síða 2

Unga Ísland - 01.06.1927, Síða 2
42 UNGA fSLAND Hefir Tryggvi Magnússon gert teikn- ingar og snið að búningnum og hvorki sparað tíma nje fyrirhöfn. Er það þó all-vandasamt verk, því sá galli er á, að engin klæði hafa varðveist frá söguöld og mjög ófullkomnar myndir til af búningum þeim, er þá voru bornir á Norðurlöndum, svo fara varð eftir klæð- um þeim, er borin voru i nálægum lönd- um um það skeið — Englandi og Mið- Evrópu, — enda fengu forfeður vorir búninga þaðan, svo telja má víst, að gerðin hafi verið hin sama. Þá hefir og verið farið eftir lýsingum þeim, sem finnast í fornsögum vorum, en kirtill- inn er gerður eftir kirtlum þeim frá 14. og 15. öld, er fundust á Herjólfsnesi á Grænlandi fyrir nokkrum árum. Enn- fremur varð að taka tillit til þess er nú- tíminn krefur. Verk þetta hefir Tryggvi leyst snildarlega af hendi, því búningur- inn er fallegur og þægilegur, og það sem ekki er ininst um vert mjög ódýr, sam- anborið við önnur föt. Árið 1907 Ijetu sjö ungir og áhuga- samir ungmennafjelagar gera sjer lit- klæði og voru í þeim á Þingvöllum á 1. sambandsþingi U. M. F. í„ og var þar samþykt, að ungmennafjelögin gengjust fyrir þvi, að þau væru tekin upp. En ein- hverra orsaka vegna varð ekki af því. Nú hefir sambandsþingið aftur tekið málið á sina arma. Má fastlega ætla að búningur þessi verði alment telcinn upp og notaður, sem sumar- og helgidaga- búningur, og er það vel farið. Til er þýskt spakmæli er segir, að klæðin skapi manninn, og er það satt. Allir hafa fundið hvað manni líður bet- ur í góðuin fötum, skapið ljettist, hug- urinn verður frjálsari og maður verður beinlínis betri maður. Og það sem mest er um vert, með því að taka upp búning þennan svo alinent, að þjóðbúningur verði í framtíðinni, stigum við stórt spor í áttina að því marki, sem við öll kepp- um að, að vera sannir íslendingar. Pfjörtur Björnsson frá Skálabrekku. Myndin, sem fylgir, sýnir nýja búning- inn og manninn, sem mest hefir unnið að því að koma honum upp. Lesendur U. ísl. kannast við Tryggva Magnússon, sem gert hefir undanfarið ýmsar gótSar teikningar fyrir blaðið. Mynd af Tr. og grein um hann er í 1. tölubl. U. ísl. f. á„ — Þeir sem kynnu að vilja fá frek- ari upplýsingar um þennan búning geta skrifað höfundi þessarar greinar. Utan- áskrift hans er: Hjörtur Björnsson, Laugaveg 53 B., Reykjavik. Auðun vestfirski. U. ísl. flytur þáttjnn af Auðuni vestfirska til þess að minna lesendur sina á bestu bœk- urnar, sem við eigum, en það eru íslendinga- sögur og önnur fornrit olíkar. Það licfir veriö sagt um eitt af listaverkum Snorra Sturlu- sonar, Gylfaginningu, að hún sje „eitt flf hinum eilifu verkum, sem barnið getur lesiö næst á cftir stafrófskverinu, og síðan aftu1 og aftur á öllum stigum proska og l>ekkingflr’ • « lesið sífelt með nýjum og nýjurn árangri • Likl má segja um ýmsar frásagnir úr fs' lendingasögum. Þær eru við hæfi bókhneigðra manna á öllum aldri, og því oftar sem Þ*1 eru lesnar, því betur skilst manni gildi þeii'Ifl- U. fsl. hvetur lesendur sína til þess að leggJa rækt við íslendingasögur og aðrar þjóðlegflr bókmentir. Þar er kjarnmeti, sem engfln svikur.

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.