Unga Ísland - 01.06.1927, Síða 14
54
UNGA ISLAND
fyrir peningana, sem jeg fengi fyrir
Fjólu. Vinnumennirnir sögðu að jeg
skyidi ekki gera mjer mjög glæsilegar
vonir í þessu efni. Þær gætu brugðist.
En jeg Ijet spádóma þeirra eins og vind
um eyrun þjóta.
Dagarnir komu og fóru eins og áður.
En mjer l'anst þessi vika, sem eftir var
til gangnanna, óvanalega lengi að líða.
Loks rann þó gangnadagurinn upp.
Gangnamennirnir höfðu lagt á stað um
nóttina með nesti og nýja skó og voru
ekki væntanlegir heim aftur fyr en seint
um kvöldið.
Jeg vaknaði snemma um morguninn
og klæddi mig í mestá flýti þó að ekkert
lægi á. En mjer var ómögulegt að sofa
lengur. Jeg íor út á hlað og andaði að
mjer hressandi morgunloftinu. Sólin var
að koma upp og sendi geisla sína ofan
á jörðina, sem öll var hrími þakin eftir
næturfrostið. Það bólaði ekkert á Páli og
var jeg alveg hissa hvað hann gat sofið
rólegur á þessum tímum, sem mi íoru
í hönd.
Mj^r fanst dagurinn aldrei ætla að
Iíða. Um kvöldið rjett fyrir myrkrið
fórum við að heyra hundgá og smá-
fjárhópar sáust renna ofan hlíðina inn-
an við bæinn. Fjenu fór óðum fjölgandi
og brátt rann það í stórum hópum niðri
á sljettlendinu í áttina til rjettarinnar.
Allir sem vetlingi gátu valdið hjeldu nú
til rjettarinnar til þess að reka fjeð inn,
og gekk það ekki þrautalaust. Fólkið
hóaði, fjeð jarmaði, en hundarnir geltu,
og varð úr þessu öllu saman geysimikill
samsöngur, þó að ekki væri beinlínis
sungið eftir nótum. Loks tókst að ltoma
öllu fjenu í rjettina og var það fallegur
hópur. Allir sögðu, að aldrei hefði komið
svona margt fje í fyrstu göngum. Mátti
sjá þarna marga fallega kind.
Mjer þótti ólíklegt að Páli tækist að
þekkja Fjólu í öllum þessum kindasæg
og vildi að hann færi strax að leita henn-
ar. Það varð saint úr að fresta því þar
til gangnamennirnir væru búnir að borða.
Meðan gangnamennirnir sátu að
snæðingi sögðu þeir frá ýmsu, sem þeir
höfðu sjeð í göngunum. Einn hafði sjeð
hreindýr, annar álftir o. s. frv.
Þegar þeir voru búnir að borða var
aftur haldið til rjettarinnar. Við Páll
hlupum á undan. Nú var sú stund kom-
in sem skera átti úr um, hvor okkar ynni
veðmálið. Páll stöklc inn í rjettina og at-
hugaði alt fjeð í fremsta dilknum. Síðan
fór hann inn í næsta dilk og leitaði þar.
Það stóð heima, að þegar pabbi og vinnu-
mennirnir komu að rjettarveggnum
kallaði Páll og sagði að nú væri hann
búinn að finna Fjólu. Vinnumennirnir
litn á kindina og sögðu að Páll hefði
rjett fyrir sjer. Þetta væri Fjóla. Páll
lmfði unnið veðmálið. Vinnumennirnir
kímdu en sögðu ekki neitt. Svo fórú þeir
að draga heimafjeð. Þeir ætluðu að taka
það frá um kvöldið, en láta óskilafjeð
bíða næsta morguns.
Hvernig haldið þið að mjer hafi nú
orðið við þegaf jeg varð þess áskynja,
að jeg var búinn að tapa veðmálinu og
Sóley minni? Jeg þaut heim í bæ og kast-
aði mjer upp í rúm há-organdi. Mamma
heyrði orgið í mjer og kom inn.
„Já, já“, sagði hún, nú hefir þú tapað
veðmálinu. Hvernig gastu látið þjer detta
í liug að Páll, sem er svo sauðglöggur,
þekti ekki kindina sína? Þetta hefir þú
nú fyrir mikilmenskuna og mannalætin.
Nú getur þú lært af þessu, að það er
hyggilegt að vera dálítið gætinn bæði i
orðum og verkum, og óráðlegt að sletta
sjer fram í það, sem manni kemur ekki
við. Mundu þetla nú framvegis“.